Stefán eftir enn einn titil Fram: Hefði líka verið mjög stoltur hefðum við ekki unnið Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 30. maí 2022 10:31 Íslandsmeistarinn Stefán Arnarson. Vísir/Hulda Margrét „Ég er að vísu alltaf svona brúnn,“ sagði Stefán Arnarson, þjálfari Íslandsmeistara Fram kíminn er hann mætti í sett hjá Seinni bylgjunni eftir leik. Svava Kristín Grétarsdóttir, þáttastjórnandi, talaði um hvað það væri létt og bjart yfir Stefáni sem var fljótur að svara á sinn einstaka hátt áður en hann ræddi leikinn. „Mjög gott að klára þetta. Ég hefði ekki viljað fimmta leik,“ sagði Stefán í kjölfarið. „Ég sagði að ég myndi vilja spila fleiri leiki í Safamýrinni. Ég tók aldrei fram að það væri fimmti leikur,“ bætti hann við er Svava Kristín gaf í skyn að hann hefði nú sagt annað eftir síðasta leik liðanna á Hlíðarenda. „Mér fannst við betri í fyrri hálfleik. Vörnin var frábær, fáum á okkur 11 mörk og þar af fjögur þegar við erum að tapa boltanum illa. Síðan fannst mér við hafa hærra orkustig. Hugsaði alltaf að við værum að fara klára þetta.“ Svo fær Stella [Sigurðardóttir] rautt spjald og þær breyta um vörn, við erum búin að æfa vel fyrir þessa vörn en það var ekki að sjá. Svo eru það þessir litlu hlutir, markið hjá Kristrúnu [Steinþórsdóttur] þegar hann lak inn og það eru þeir sem ráða úrslitum. Er virkilega ánægður að hafa unnið Val, gott og vel þjálfað lið.“ Keppinautar á hliðarlínunni en vinir utan vallar „Já, við erum að fara borða saman á miðvikudaginn,“ sagði Stefán um vinskap sinn og Ágúst Jóhannssonar, þjálfara Vals. „Gústi stjórnar þessu,“ bætti hann svo við aðspurður hvert þeir ætluðu að fara. Stefán hefur reynt að halda Gústa góðum en þeir hafa verið duglegir að skjóta á hvorn annan í gegnum tíðina, það var minna um slíkt góðlátlegt grín í þessari rimmu. „Hann er svo skapvondur. Ég sagði eitthvað og það tók þrjá daga að ná fýlunni úr honum svo ég sýndi þroska og hætti þessu.“ Ágúst á hliðarlínunni í leiknum.Vísir/Hulda Margrét Mikið gengið á í vetur „Ég er búinn að þjálfa í nokkur ár og ég hef aldrei lent í svona vetri. Þess vegna er ég ótrúlega stoltur að hafa klárað þetta,“ sagði Stefán en þónokkur skakkaföll hafa orðið á Framliðinu í vetur. Stórskyttan Ragnheiður Júlíusdóttir er að glíma við eftirköst kórónuveirunnar. Steinunn Björnsdóttir kom inn undir lokin, nokkrir leikmenn hafa fengið höfuðhögg og glímt við afleiðingar og þá spilaði einn leikmaður liðsins með brotið bein í ökkla. „Ég er mjög stoltur, hefði líka verið mjög stoltur hefðum við ekki unnið í dag. Það má ekki gleyma að það er ekki sjálfgefið að vera alltaf í toppbaráttu.“ „Það er góð spurning. Leikmannahópurinn er sterkur en baklandið, ótrúlega margir sjálfboðaliðar sem hugsa rosalega vel um kvennaliðið, það er stærsta ástæðan fyrir því að liðið er að ná árangri,“ sagði Stefán að endingu aðspurður hvernig væri að vinna fyrir Fram sem er nú sigursælasta lið Íslands í kvennahandbolta. Klippa: Íslandsmeistarinn Stefán Arnarson Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland. Handbolti Olís-deild kvenna Fram Mest lesið „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Fótbolti Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Fótbolti „Þetta var gott próf fyrir okkur“ Sport Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Handbolti Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Fótbolti Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Íslenski boltinn Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Fótbolti Fleiri fréttir Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Sjá meira
„Mjög gott að klára þetta. Ég hefði ekki viljað fimmta leik,“ sagði Stefán í kjölfarið. „Ég sagði að ég myndi vilja spila fleiri leiki í Safamýrinni. Ég tók aldrei fram að það væri fimmti leikur,“ bætti hann við er Svava Kristín gaf í skyn að hann hefði nú sagt annað eftir síðasta leik liðanna á Hlíðarenda. „Mér fannst við betri í fyrri hálfleik. Vörnin var frábær, fáum á okkur 11 mörk og þar af fjögur þegar við erum að tapa boltanum illa. Síðan fannst mér við hafa hærra orkustig. Hugsaði alltaf að við værum að fara klára þetta.“ Svo fær Stella [Sigurðardóttir] rautt spjald og þær breyta um vörn, við erum búin að æfa vel fyrir þessa vörn en það var ekki að sjá. Svo eru það þessir litlu hlutir, markið hjá Kristrúnu [Steinþórsdóttur] þegar hann lak inn og það eru þeir sem ráða úrslitum. Er virkilega ánægður að hafa unnið Val, gott og vel þjálfað lið.“ Keppinautar á hliðarlínunni en vinir utan vallar „Já, við erum að fara borða saman á miðvikudaginn,“ sagði Stefán um vinskap sinn og Ágúst Jóhannssonar, þjálfara Vals. „Gústi stjórnar þessu,“ bætti hann svo við aðspurður hvert þeir ætluðu að fara. Stefán hefur reynt að halda Gústa góðum en þeir hafa verið duglegir að skjóta á hvorn annan í gegnum tíðina, það var minna um slíkt góðlátlegt grín í þessari rimmu. „Hann er svo skapvondur. Ég sagði eitthvað og það tók þrjá daga að ná fýlunni úr honum svo ég sýndi þroska og hætti þessu.“ Ágúst á hliðarlínunni í leiknum.Vísir/Hulda Margrét Mikið gengið á í vetur „Ég er búinn að þjálfa í nokkur ár og ég hef aldrei lent í svona vetri. Þess vegna er ég ótrúlega stoltur að hafa klárað þetta,“ sagði Stefán en þónokkur skakkaföll hafa orðið á Framliðinu í vetur. Stórskyttan Ragnheiður Júlíusdóttir er að glíma við eftirköst kórónuveirunnar. Steinunn Björnsdóttir kom inn undir lokin, nokkrir leikmenn hafa fengið höfuðhögg og glímt við afleiðingar og þá spilaði einn leikmaður liðsins með brotið bein í ökkla. „Ég er mjög stoltur, hefði líka verið mjög stoltur hefðum við ekki unnið í dag. Það má ekki gleyma að það er ekki sjálfgefið að vera alltaf í toppbaráttu.“ „Það er góð spurning. Leikmannahópurinn er sterkur en baklandið, ótrúlega margir sjálfboðaliðar sem hugsa rosalega vel um kvennaliðið, það er stærsta ástæðan fyrir því að liðið er að ná árangri,“ sagði Stefán að endingu aðspurður hvernig væri að vinna fyrir Fram sem er nú sigursælasta lið Íslands í kvennahandbolta. Klippa: Íslandsmeistarinn Stefán Arnarson Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Handbolti Olís-deild kvenna Fram Mest lesið „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Fótbolti Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Fótbolti „Þetta var gott próf fyrir okkur“ Sport Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Handbolti Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Fótbolti Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Íslenski boltinn Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Fótbolti Fleiri fréttir Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Sjá meira