Framtíð vímuefnameðferðar á Íslandi ógnað Erla Björg Sigurðardóttir skrifar 31. maí 2022 11:32 Það eru alvarlegar blikur á lofti varðandi vímuefnameðferð á Íslandi. Núverandi framkvæmdarstjórn SÁÁ gerir sér alls ekki grein fyrir ábyrgð sinni á rekstri Sjúkrahússins Vogs og gagnvart þeim ávirðingum sem nú eru uppi að hálfu Sjúkratrygginga Íslands (SÍ). Eins og alþjóð er kunnungt er sótt að samtökunum vegna tilhæfulausrar reikningsgerðar frá meðferðarsviði sem vísað hefur til landlæknisembættis og hérðassaksóknara. Endurkrafa SÍ vegna þessa og annarra vanefnda á unglingameðferð eru samtals 174 milljónir. Við lestur bréfs SÍ frá 29.12.2021 er ekki betur séð en að brotavilji hafi verið fyrir hendi af hálfu stjórnar og starfsmanna SÁÁ. Aðgengi að meðferð hjá samtökunum hefur rýrnað mikið vegna aðgerða í kjölfar covid-19 sem bættist ofan á gífurlega fjölgun á biðlista eftir meðferð á Vogi. Á milli áranna 2017 og 2018 fjölgaði mjög á biðlista eftir meðferð á Vogi sem ekki er hægt að rekja til þekktra ytri aðstæðna. Á miðju ári 2017 var biðlisti eftir meðferð á Vogi um 200-300 manns, en í nóvember 2018 var biðlistinn orðinn um 600-700 manns og ekki hefur verið farið í aðgerðir til að fækka á honum. Framkvæmd í þá veru að setja upp úrræði í göngudeild til að stytta biðlistann er ekki að sjá þrátt fyrir aukið fjármagn hafi verið veitt af stjórnvöldum ætlað til þessa. Breyttar áherslur í stefnu SÁÁ SÍ og SÁÁ hafa gert samninga um 1600 innritanir á ári á Vog, en innritanir hafa ávalt verið töluvert umfram það sem dæmi má nefna tímabilið 2015-2019 en þá voru innlagnir frá 2.137 – 2.275. SÁÁ hefur fjármagnað umframþjónustu með sjálfsaflafé sínu af metnaði til að mæta aðsókn eftir meðferð sem er langt umfram 1600 innritanir. Áratugum saman hafa fjáraflanir samtakanna verið nýttar í að auka þjónustu og þróa hana eftir nýjustu þekkingu á sviði vímuefnameðferðar. Alla tíð hafa samtökin lagt ríka áherslu á öfluga meðferð óháð því fjármagni sem ríkið hefur veitt til starfseminnar. Það ber að taka alvarlega minnkandi afköst á sjúkrahúsinu í meðferð SÁÁ síðastliðin tvö ár þó það megi rekja hluta þess til niðurskurðar á þjónustu í kjölfar heimsfaraldursins. Innritunum fækkaði umtalsvert árið 2020 sem voru aðeins 1.682 og rétt náðu að uppfylla samninginn við SÍ. Staðreyndin er líka að göngudeildin hefur ýmist verið lokuð eða rekin af hálfum afköstum undanfarin tvö ár. Árið 2020 var lokað fyrir þjónustu á göngudeild í níu mánuði meira og minna frá apríl til ársloka og reyndar alveg fram í mars 2021 þegar sambærileg þjónusta í landinu var opin. Breyttar áherslur eru í stefnu SÁÁ að fjáraflanir meðal almennings og fyrirtækja eru ekki lengur notaðar til nýsköpunar eða til að auka afköst þjónustunnar þ.e. að meðhöndla veikt fólk umfram skilgreint þjónustumagn þjónustusamninga. Höfundur er félagi í SÁÁ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Félagasamtök SÁÁ Kæra Sjúkratrygginga vegna starfshátta SÁÁ Mest lesið Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir, leiðtogi með sterka framtíðarsýn Jón Ólafur Halldórsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, seinni grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar Skoðun Ísland á tímamótum – Við skulum leiða gervigreindaröldina! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hvað eru Innri þróunarmarkmið? Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun Áskoranir næstu áratuga kalla á fjármögnun rannsókna Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson skrifar Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson skrifar Skoðun Nýsköpunarlandið Elías Larsen skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson skrifar Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir skrifar Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding skrifar Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen skrifar Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Sjá meira
Það eru alvarlegar blikur á lofti varðandi vímuefnameðferð á Íslandi. Núverandi framkvæmdarstjórn SÁÁ gerir sér alls ekki grein fyrir ábyrgð sinni á rekstri Sjúkrahússins Vogs og gagnvart þeim ávirðingum sem nú eru uppi að hálfu Sjúkratrygginga Íslands (SÍ). Eins og alþjóð er kunnungt er sótt að samtökunum vegna tilhæfulausrar reikningsgerðar frá meðferðarsviði sem vísað hefur til landlæknisembættis og hérðassaksóknara. Endurkrafa SÍ vegna þessa og annarra vanefnda á unglingameðferð eru samtals 174 milljónir. Við lestur bréfs SÍ frá 29.12.2021 er ekki betur séð en að brotavilji hafi verið fyrir hendi af hálfu stjórnar og starfsmanna SÁÁ. Aðgengi að meðferð hjá samtökunum hefur rýrnað mikið vegna aðgerða í kjölfar covid-19 sem bættist ofan á gífurlega fjölgun á biðlista eftir meðferð á Vogi. Á milli áranna 2017 og 2018 fjölgaði mjög á biðlista eftir meðferð á Vogi sem ekki er hægt að rekja til þekktra ytri aðstæðna. Á miðju ári 2017 var biðlisti eftir meðferð á Vogi um 200-300 manns, en í nóvember 2018 var biðlistinn orðinn um 600-700 manns og ekki hefur verið farið í aðgerðir til að fækka á honum. Framkvæmd í þá veru að setja upp úrræði í göngudeild til að stytta biðlistann er ekki að sjá þrátt fyrir aukið fjármagn hafi verið veitt af stjórnvöldum ætlað til þessa. Breyttar áherslur í stefnu SÁÁ SÍ og SÁÁ hafa gert samninga um 1600 innritanir á ári á Vog, en innritanir hafa ávalt verið töluvert umfram það sem dæmi má nefna tímabilið 2015-2019 en þá voru innlagnir frá 2.137 – 2.275. SÁÁ hefur fjármagnað umframþjónustu með sjálfsaflafé sínu af metnaði til að mæta aðsókn eftir meðferð sem er langt umfram 1600 innritanir. Áratugum saman hafa fjáraflanir samtakanna verið nýttar í að auka þjónustu og þróa hana eftir nýjustu þekkingu á sviði vímuefnameðferðar. Alla tíð hafa samtökin lagt ríka áherslu á öfluga meðferð óháð því fjármagni sem ríkið hefur veitt til starfseminnar. Það ber að taka alvarlega minnkandi afköst á sjúkrahúsinu í meðferð SÁÁ síðastliðin tvö ár þó það megi rekja hluta þess til niðurskurðar á þjónustu í kjölfar heimsfaraldursins. Innritunum fækkaði umtalsvert árið 2020 sem voru aðeins 1.682 og rétt náðu að uppfylla samninginn við SÍ. Staðreyndin er líka að göngudeildin hefur ýmist verið lokuð eða rekin af hálfum afköstum undanfarin tvö ár. Árið 2020 var lokað fyrir þjónustu á göngudeild í níu mánuði meira og minna frá apríl til ársloka og reyndar alveg fram í mars 2021 þegar sambærileg þjónusta í landinu var opin. Breyttar áherslur eru í stefnu SÁÁ að fjáraflanir meðal almennings og fyrirtækja eru ekki lengur notaðar til nýsköpunar eða til að auka afköst þjónustunnar þ.e. að meðhöndla veikt fólk umfram skilgreint þjónustumagn þjónustusamninga. Höfundur er félagi í SÁÁ.
Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar
Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar