ESB leitar leiða til að koma milljónum tonna af korni frá Úkraínu Heimir Már Pétursson skrifar 31. maí 2022 13:11 Ursula von der Leyen fagnar Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur á leiðtogafundi ESB í Brussel. Danir ganga til atkvæðagreiðslu á morgun um hvort þeir hætti að vera undanþegnir hernaðarsamstarfi Evrópusambandsins. AP/Olivier Matthys Leiðtogar Evrópusambandsins reyna í dag að finna leiðir til að koma rúmlega tuttugu milljón tonnum af korni frá Úkraínu sem Rússar hafa komið í veg fyrir að flutt yrðu út. Í gær náðist samkomulag um að Evrópusambandsríkin drægju úr innflutningi á olíu frá Rússlandi um 90 prósent fyrir áramót. Rússneskt flutningaskip lét úr höfn í Maríupol í dag. Þetta er fyrsta flutningaskipið til að fara frá borginni frá því innrás Rússa hófst í lok febrúar.AP Leiðtogar Evrópusambandsins komust loks að málamiðlunarsamkomulagi í gærkvöldi um sjötta refsiaðgerðarpakka sambandsins gegn Rússlandi. Ungverjar, sem eru mjög háðir olíu frá Rússum, höfðu tafiðsamkomulagið frá byrjun maí. Samkvæmt því verður lagt bann við innflutningi á olíu frá Rússlandi sem flutt er með skipum sem er um tveir þriðju af þeirri olíu sem Evrópusambandsríkin hafa keypt af Rússum. Ursula von der Leyen forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins sagði í gærkvöldi að rússnesk olía um pípulagnir næði til Póllands, Þýskalands, Ungverjalands og Slóvakíu. Pólverjar og Þjóðverjar hefðu ákveðið að draga úr olíuinnflutningi frá Rússlandi í áföngum og hætta honum um áramót. Leiðtogar Evrópusambandsins funda í dag um leiðir til að koma milljónum tonna af korni frá Úkraínu. Rússar hafa boðist til að leyfa útflutninginn ef Vesturlönd falla frá refsiaðgerðum gegn þeim. ESB herti hins vegar aðgerðir gegn Rússum í gær.AP/Olivier Matthys „Þannig höfum við náð til 90 prósenta af olíuinnflutningi Rússa innan þessara tímamarka," sagði von der Leyen. En Evrópusambandið bætti einnig tveimur rússneskum bönkum inn í refsiaðgerðir sínar og lokar á aðgang þeirra að SWIFT greiðslukerfinu. Í dag munu leiðtogar Evrópusambandsins ræða leiðir til að tryggja útflutning Úkraínu á um 22 milljónum tonna af korni sem Rússar hafa komið í veg fyrir að flutt verði út. Skortur á korni frá Úkraínu hefur þegar valdið miklum verðhækkunum áheimsmarkaði og óttast er að skortur á korni geti valdið hungursneyð víða um heim. Rússar einbeita sér að eyðileggingu borga og bæja í Donbas Rússar hafa haldið uppi stöðugri stórskotaliðs- og eldflaugaárásum á borgir og bæi í Donbas. Hér hjálpar sjálfboðaliði öldruðum manni að flýja heimili sitt í Sloviansk,AP/Francisco Seco Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu sagði í daglegu ávarpi sínu í gærkvöldi að Rússar hefðu skotið á bílalest sem var að flytja almenna borgara frá átakasvæðum í Donbas þar sem franskur fréttamaður hefði látist í gær. Rússar hefðu safnað saman gríðarlegum herafla á svæðinu og haldið uppi stöðugum árásum á helstu borgir og bæi héraðsins. Þá hafi þeir komið í veg fyrir útflutning 22 milljóna tonna af korni. Í fyrsta lagi reyni Rússar að ljúga því að refsiaðgerðir Vesturlanda komi í veg fyrir útflutninginn. Volodymyr Zelenskyy heimsótti Kharkiv um helgina til að kynna sér eyðilegginguna og heilsa upp á hermenn.AP/forsetaskrifstofa Úkraínu „Í öðru lagi hefur rússneska innrásarliðið stolið að minnsta kosti hálfri milljón tonna af korni frá landsvæðum Úkraínu. Þeir leita nú ólöglegra leiða til að selja þetta korn í ágóðaskyni og halda uppi skorti á mörkuðum," sagði Zelenskyy í gærkvöldi. Innrás Rússa í Úkraínu Evrópusambandið Úkraína Tengdar fréttir Vaktin: Segir refsiaðgerðirnar knúnar af hatri og beinast gegn venjulegum Rússum Hersveitir Rússa stjórna orðið um sjötíu prósentum af borginni Severodonetsk í Luhansk-héraði. Harðir bardagar geysa í borginni og ríkisstjóri Luhansk segir að sigur Rússa þar gæti reynst þeim mikilvægur táknrænn sigur, þó að hernám Severodonetsk þjóni ekki miklum taktískum tilgangi. 31. maí 2022 06:39 Vaktin: Sprengjum rignir jafnt dag sem nótt Rússar leggja mikið kapp á að sigra síðustu úkraínsku hermennina í Luhansk. Harðir bardagar geysa í héraðinu og víðar í Austur-Úkraínu og segja sérfræðingar að Rússar virðist vera að drífa sig. 30. maí 2022 06:47 Útlendingastofnun vísar frásögn flóttakonu frá Úkraínu á bug Útlendingastofnun hafnar frásögn úkraínskrar konu sem flúði hingað til lands vegna innrásar Rússa og hefur gagnrýnt móttöku stjórnvalda. 29. maí 2022 15:28 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Sjá meira
Rússneskt flutningaskip lét úr höfn í Maríupol í dag. Þetta er fyrsta flutningaskipið til að fara frá borginni frá því innrás Rússa hófst í lok febrúar.AP Leiðtogar Evrópusambandsins komust loks að málamiðlunarsamkomulagi í gærkvöldi um sjötta refsiaðgerðarpakka sambandsins gegn Rússlandi. Ungverjar, sem eru mjög háðir olíu frá Rússum, höfðu tafiðsamkomulagið frá byrjun maí. Samkvæmt því verður lagt bann við innflutningi á olíu frá Rússlandi sem flutt er með skipum sem er um tveir þriðju af þeirri olíu sem Evrópusambandsríkin hafa keypt af Rússum. Ursula von der Leyen forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins sagði í gærkvöldi að rússnesk olía um pípulagnir næði til Póllands, Þýskalands, Ungverjalands og Slóvakíu. Pólverjar og Þjóðverjar hefðu ákveðið að draga úr olíuinnflutningi frá Rússlandi í áföngum og hætta honum um áramót. Leiðtogar Evrópusambandsins funda í dag um leiðir til að koma milljónum tonna af korni frá Úkraínu. Rússar hafa boðist til að leyfa útflutninginn ef Vesturlönd falla frá refsiaðgerðum gegn þeim. ESB herti hins vegar aðgerðir gegn Rússum í gær.AP/Olivier Matthys „Þannig höfum við náð til 90 prósenta af olíuinnflutningi Rússa innan þessara tímamarka," sagði von der Leyen. En Evrópusambandið bætti einnig tveimur rússneskum bönkum inn í refsiaðgerðir sínar og lokar á aðgang þeirra að SWIFT greiðslukerfinu. Í dag munu leiðtogar Evrópusambandsins ræða leiðir til að tryggja útflutning Úkraínu á um 22 milljónum tonna af korni sem Rússar hafa komið í veg fyrir að flutt verði út. Skortur á korni frá Úkraínu hefur þegar valdið miklum verðhækkunum áheimsmarkaði og óttast er að skortur á korni geti valdið hungursneyð víða um heim. Rússar einbeita sér að eyðileggingu borga og bæja í Donbas Rússar hafa haldið uppi stöðugri stórskotaliðs- og eldflaugaárásum á borgir og bæi í Donbas. Hér hjálpar sjálfboðaliði öldruðum manni að flýja heimili sitt í Sloviansk,AP/Francisco Seco Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu sagði í daglegu ávarpi sínu í gærkvöldi að Rússar hefðu skotið á bílalest sem var að flytja almenna borgara frá átakasvæðum í Donbas þar sem franskur fréttamaður hefði látist í gær. Rússar hefðu safnað saman gríðarlegum herafla á svæðinu og haldið uppi stöðugum árásum á helstu borgir og bæi héraðsins. Þá hafi þeir komið í veg fyrir útflutning 22 milljóna tonna af korni. Í fyrsta lagi reyni Rússar að ljúga því að refsiaðgerðir Vesturlanda komi í veg fyrir útflutninginn. Volodymyr Zelenskyy heimsótti Kharkiv um helgina til að kynna sér eyðilegginguna og heilsa upp á hermenn.AP/forsetaskrifstofa Úkraínu „Í öðru lagi hefur rússneska innrásarliðið stolið að minnsta kosti hálfri milljón tonna af korni frá landsvæðum Úkraínu. Þeir leita nú ólöglegra leiða til að selja þetta korn í ágóðaskyni og halda uppi skorti á mörkuðum," sagði Zelenskyy í gærkvöldi.
Innrás Rússa í Úkraínu Evrópusambandið Úkraína Tengdar fréttir Vaktin: Segir refsiaðgerðirnar knúnar af hatri og beinast gegn venjulegum Rússum Hersveitir Rússa stjórna orðið um sjötíu prósentum af borginni Severodonetsk í Luhansk-héraði. Harðir bardagar geysa í borginni og ríkisstjóri Luhansk segir að sigur Rússa þar gæti reynst þeim mikilvægur táknrænn sigur, þó að hernám Severodonetsk þjóni ekki miklum taktískum tilgangi. 31. maí 2022 06:39 Vaktin: Sprengjum rignir jafnt dag sem nótt Rússar leggja mikið kapp á að sigra síðustu úkraínsku hermennina í Luhansk. Harðir bardagar geysa í héraðinu og víðar í Austur-Úkraínu og segja sérfræðingar að Rússar virðist vera að drífa sig. 30. maí 2022 06:47 Útlendingastofnun vísar frásögn flóttakonu frá Úkraínu á bug Útlendingastofnun hafnar frásögn úkraínskrar konu sem flúði hingað til lands vegna innrásar Rússa og hefur gagnrýnt móttöku stjórnvalda. 29. maí 2022 15:28 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Sjá meira
Vaktin: Segir refsiaðgerðirnar knúnar af hatri og beinast gegn venjulegum Rússum Hersveitir Rússa stjórna orðið um sjötíu prósentum af borginni Severodonetsk í Luhansk-héraði. Harðir bardagar geysa í borginni og ríkisstjóri Luhansk segir að sigur Rússa þar gæti reynst þeim mikilvægur táknrænn sigur, þó að hernám Severodonetsk þjóni ekki miklum taktískum tilgangi. 31. maí 2022 06:39
Vaktin: Sprengjum rignir jafnt dag sem nótt Rússar leggja mikið kapp á að sigra síðustu úkraínsku hermennina í Luhansk. Harðir bardagar geysa í héraðinu og víðar í Austur-Úkraínu og segja sérfræðingar að Rússar virðist vera að drífa sig. 30. maí 2022 06:47
Útlendingastofnun vísar frásögn flóttakonu frá Úkraínu á bug Útlendingastofnun hafnar frásögn úkraínskrar konu sem flúði hingað til lands vegna innrásar Rússa og hefur gagnrýnt móttöku stjórnvalda. 29. maí 2022 15:28