Fasteignamat tekur mikið stökk á milli ára Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 31. maí 2022 13:33 Fasteignamat fyrir árið 2023 hækkar umtalsvert á milli ára. Vísir/Vilhelm Þjóðskrá hefur gefið út fasteignamat fyrir árið 2023. Heildarmat fasteigna á Íslandi hækkar um 19,9 prósent á milli ára, sem er umtalsvert meiri hækkun á milli ára en undanfarin ár. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Þjóðskrá þar sem vakin er athygli á því að fasteignamat fyrir árið 2023 sé komið út. Hægt er að fletta upp fasteignamati fyrir tiltekna fasteign á vef Þjóðskrár hér. Heildarmat fasteigna á Íslandi hækkar um 19,9 prósent frá yfirstandandi ári og verður 12.627 milljarðar króna. Samanlagt mat íbúða á öllu landinu hækkar um 23,6 prósent á milli ára og verður alls 9.126 milljarðar króna, þar af hækkar sérbýli um 25,4 prósent á meðan fjölbýli hækkar um 21,6 prósent. Hækkar mest í Hveragerði, minnst í Dalvíkurbyggð Heildarfasteignmat í Hveragerði hækkar mest á milli ára.Vísir/Vilhelm Heildarfasteignamat á höfuðborgarsvæðinu hækkar um 20,2 prósent en um 19,2 prósent á landsbyggðinni. Þar af er mest hækkun á Suðurlandi eða 22,4 prósent, um 19,3 prósent á Vestfjörðum, 18,8 prósent á Suðurnesjum og Norðurlandi-eystra, 18,1 prósent á Vesturlandi, 15,2 prósent á Norðurlandi-vestra og um 14,9 prósent á Austurlandi. Hvað er fasteignamat og hvaða tilgangi þjónar það? Fasteignamat er gangverð, umreiknað til staðgreiðslu, sem ætla má að eignin hefði haft í kaupum og sölum í febrúarmánuði. Tekur hið nýja fasteignamat gildi þann 31. desember næstkomandi. Tilgangur fasteignamats er fyrst og fremst að skapa grundvöll fyrir álagningu opinberra gjalda en fasteignamatið er stofn fasteignagjalda og erfðafjárskatts. Af einstaka sveitarfélögum hækkar heildarfasteignamat mest í Hveragerðisbæ eða um 32,3%, hækkun nemur 32,1% í Sveitarfélaginu Árborg og um 29,3% í Skorradalshreppi. Minnsta hækkun er í Dalvíkurbyggð eða um 8,1% og 9,3% í Dalabyggð og Skútustaðahreppi. Sem fyrr segir er hækkunin umtalsvert meiri nú en fyrri ár. Árið 2020 hækkaði fasteignamat um 6,1 prósent á milli ára. Árið 2021 hækkaði það um 2,1 prósent á milli ára og í fyrra hækkaði það um 7,4 prósent á milli ára. Húsnæðismál Fasteignamarkaður Verðlag Efnahagsmál Fjármál heimilisins Skattar og tollar Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Innlent Fleiri fréttir Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Þjóðskrá þar sem vakin er athygli á því að fasteignamat fyrir árið 2023 sé komið út. Hægt er að fletta upp fasteignamati fyrir tiltekna fasteign á vef Þjóðskrár hér. Heildarmat fasteigna á Íslandi hækkar um 19,9 prósent frá yfirstandandi ári og verður 12.627 milljarðar króna. Samanlagt mat íbúða á öllu landinu hækkar um 23,6 prósent á milli ára og verður alls 9.126 milljarðar króna, þar af hækkar sérbýli um 25,4 prósent á meðan fjölbýli hækkar um 21,6 prósent. Hækkar mest í Hveragerði, minnst í Dalvíkurbyggð Heildarfasteignmat í Hveragerði hækkar mest á milli ára.Vísir/Vilhelm Heildarfasteignamat á höfuðborgarsvæðinu hækkar um 20,2 prósent en um 19,2 prósent á landsbyggðinni. Þar af er mest hækkun á Suðurlandi eða 22,4 prósent, um 19,3 prósent á Vestfjörðum, 18,8 prósent á Suðurnesjum og Norðurlandi-eystra, 18,1 prósent á Vesturlandi, 15,2 prósent á Norðurlandi-vestra og um 14,9 prósent á Austurlandi. Hvað er fasteignamat og hvaða tilgangi þjónar það? Fasteignamat er gangverð, umreiknað til staðgreiðslu, sem ætla má að eignin hefði haft í kaupum og sölum í febrúarmánuði. Tekur hið nýja fasteignamat gildi þann 31. desember næstkomandi. Tilgangur fasteignamats er fyrst og fremst að skapa grundvöll fyrir álagningu opinberra gjalda en fasteignamatið er stofn fasteignagjalda og erfðafjárskatts. Af einstaka sveitarfélögum hækkar heildarfasteignamat mest í Hveragerðisbæ eða um 32,3%, hækkun nemur 32,1% í Sveitarfélaginu Árborg og um 29,3% í Skorradalshreppi. Minnsta hækkun er í Dalvíkurbyggð eða um 8,1% og 9,3% í Dalabyggð og Skútustaðahreppi. Sem fyrr segir er hækkunin umtalsvert meiri nú en fyrri ár. Árið 2020 hækkaði fasteignamat um 6,1 prósent á milli ára. Árið 2021 hækkaði það um 2,1 prósent á milli ára og í fyrra hækkaði það um 7,4 prósent á milli ára.
Hvað er fasteignamat og hvaða tilgangi þjónar það? Fasteignamat er gangverð, umreiknað til staðgreiðslu, sem ætla má að eignin hefði haft í kaupum og sölum í febrúarmánuði. Tekur hið nýja fasteignamat gildi þann 31. desember næstkomandi. Tilgangur fasteignamats er fyrst og fremst að skapa grundvöll fyrir álagningu opinberra gjalda en fasteignamatið er stofn fasteignagjalda og erfðafjárskatts.
Húsnæðismál Fasteignamarkaður Verðlag Efnahagsmál Fjármál heimilisins Skattar og tollar Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Innlent Fleiri fréttir Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Sjá meira