Perisic endurnýjar þar með kynni sín við knattspyrnustjórann Antonio Conte en saman fögnuðu þeir ítalska meistaratitlinum með Inter fyrir ári síðan.
We are delighted to announce the transfer of Ivan Peri i .
— Tottenham Hotspur (@SpursOfficial) May 31, 2022
Welcome to Spurs, Ivan!
Perisic kom til Inter árið 2015 og hefur leikið með liðinu síðan þá ef undan er skilin leiktíðin 2019-2020 þegar hann var á láni hjá Bayern München. Hann sendi sínu fólki hjá Inter hjartnæma kveðju á Instagram í dag:
„Eftir 254 leiki, 55 mörk, 49 stoðsendingar, 3 bikara og 18.934 mínútur á vellinum í þessari stórkostlegu treyju þá er ævintýri mínu hér lokið.
Þó að hver endir feli í sér nýtt upphaf þá er mikilvægt að líta yfir farinn veg síðustu ár og sýna hve þakklátur ég er fyrir uppskeruna. Þetta var ógleymanlegt lærdómsferli fyrir mig sem leikmann og fyrir alla fjölskylduna.
Við liðsfélagana, starfsliðið, allt starfsfólkið og fyrst og fremst stuðningsmennina segi ég: Þið munið alltaf eiga sérstakan sess í mínu hjarta. Ég kveð og tel það forréttindi að vera með þetta félag á ferilskránni.“
Perisic er 33 ára gamall kantmaður sem leikið hefur 113 A-landsleiki fyrir Króatíu og skorað í þeim 32 mörk.