Um 1.200 björgunarsveitarmenn á bátum og þyrlum leita að fólki sem er enn saknað eftir að heil fátækrahverfi sópuðust til í Pernambuco-fylki.
Undanfarið ár hafa hundruðir manna látist í flóðum og aurskriðum í Brasilíu. Í febrúarmánuði létust yfir 200 manns þegar flóð og skriðuföll lögðu borgina Petrópólis í rúst.
Að sögn CNN Brasil hafa næstum 4.000 manns misst heimili sín frá því að regnskúrar hófust á miðvikudaginn síðastliðinn.
Sérfræðingar hafa tengt regnstorma í Brasilíu við La Niña, flókið veðufræðilegt fyrirbæri í Kyrrahafinu, sem hefur haft áhrif á veðurfar um allan heim síðan það myndaðist árið 2020.