Þingmannssonur frá Akureyri sem hóf að ryðja Teigsskóg Kristján Már Unnarsson skrifar 31. maí 2022 22:30 Ragnar Ágúst Isaksen er tækjamaður hjá Finni ehf. á Akureyri. Arnar Halldórsson Ungur akureyskur þingmannssonur á trjákurlara er í raun sá sem byrjaði á því að ryðja Teigsskóg. Hann er langt kominn með að hreinsa burt allt það skóglendi sem þarf að víkja vegna vegagerðarinnar. Hún var kölluð sagan endalausa, deilan um Teigsskóg, og það voru eflaust margir sem héldu að þeir myndu aldrei sjá þann dag að vinnuvélar hæfu vegagerðina. Það var í gærmorgun sem gröfumaður Borgarverks hóf að grafa fyrir vegstæðinu. Það var þó annar maður sem var byrjaður fyrr í verkinu. Það er sá sem hefur verið að kurla niður skóginn, en rætt var við hann í fréttum Stöðvar 2. Ragnar var mættur með kurlarann í skóginn áður en birkiskógurinn tók að laufgast.Ragnar Ágúst Isaksen Hann var mættur á undan öllum öðrum á vinnuvél með trjákurlara framaná, heitir Ragnar Isaksen, er 24 ára gamall sonur Ingibjargar Isaksen, þingflokksformanns Framsóknar. Hann starfar hjá akureyska verktakanum Finni ehf., sem tók að sér verkið fyrir Vegagerðina. „Ég er að kurla niður allt vegstæðið hérna og gera klárt fyrir Borgarverk.“ -Og hvað er langt síðan þú byrjaðir? „Það er svona rúmur mánuður, eitthvað svoleiðis.“ -Þannig að þú ert í raun sá sem byrjaði á því að ryðja Teigsskóg? „Já, það má alveg segja það.“ -Og ekkert samviskubit yfir því? „Nei, alls ekki,“ svarar Ragnar Ágúst. Hér sést vel hvernig búið er að kurla niður skóginn í vegstæðinu. Grafa Borgarverks byrjaði á því í gær að leggja vinnuslóða.Arnar Halldórsson Drónamyndirnir sýna hvernig Ragnar er langt kominn með að hreinsa burt allan trjágróður úr vegstæðinu en hann býst við að klára verkið um miðjan júní. Hinn eiginlegi Teigsskógur er þar sem sumarbústaðurinn sést við ströndina á myndum Stöðvar 2. Þar fyrir ofan eru hæstu trén en megnið af skóginum er þó kjarr undir tveggja metra hæð. -Ertu búinn að fara í gegnum háan skóg? „Já, það koma alveg kaflar þar sem eru stærri tré.“ -En það er ekki bara skógur hérna. Hér er falleg náttúra og fuglalíf. „Það vantar ekki. Heilmikið af því.“ Veglínan mótast í landi Grafar í Þorskafirði. Innar má sjá hvar verið er að brúa fjörðinn.Arnar Halldórsson -Ertu búinn að sjá haförninn hérna? „Já, hann flýgur hérna yfir mér daglega.“ -Hann er ekkert hræddur við þig? „Nei, alls ekki, sko,“ svarar Ragnar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Teigsskógur Vegagerð Samgöngur Reykhólahreppur Umhverfismál Umferðaröryggi Tengdar fréttir Gröfustjórinn segir að passa verði hverja þúfu í Teigsskógi Ein umdeildasta vegagerð landsins, lagning vegar um Teigsskóg, hófst í dag, nítján árum eftir að tillaga um þessa veglínu var fyrst kynnt. Þessi ellefu kílómetra vegarkafli á að verða tilbúinn í október á næsta ári. 30. maí 2022 23:23 Skrifað undir verksamning um vegagerð í Teigsskógi Vegagerðin og Borgarverk undirrituðu í gær verksamning um lagningu ellefu kílómetra kafla um Teigsskóg. Borgarverk átti lægsta boð í verkið, upp á 1.235 milljónir króna, sem reyndist um tvöhundruð milljónum króna undir kostnaðaráætlun. 10. maí 2022 14:00 Ernir fljúga yfir vinnusvæði þrátt fyrir sprengingar og véladrunur Miklar sprengingar og drynjandi hávaði vinnuvéla í brúargerð í Þorskafirði hafa ekki fælt haferni frá vinnusvæðinu. Þeir fljúga yfir á hverjum degi til að forvitnast um framvindu verksins, að sögn verkstjóra Suðurverks. 30. september 2021 22:44 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Fleiri fréttir Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjá meira
Hún var kölluð sagan endalausa, deilan um Teigsskóg, og það voru eflaust margir sem héldu að þeir myndu aldrei sjá þann dag að vinnuvélar hæfu vegagerðina. Það var í gærmorgun sem gröfumaður Borgarverks hóf að grafa fyrir vegstæðinu. Það var þó annar maður sem var byrjaður fyrr í verkinu. Það er sá sem hefur verið að kurla niður skóginn, en rætt var við hann í fréttum Stöðvar 2. Ragnar var mættur með kurlarann í skóginn áður en birkiskógurinn tók að laufgast.Ragnar Ágúst Isaksen Hann var mættur á undan öllum öðrum á vinnuvél með trjákurlara framaná, heitir Ragnar Isaksen, er 24 ára gamall sonur Ingibjargar Isaksen, þingflokksformanns Framsóknar. Hann starfar hjá akureyska verktakanum Finni ehf., sem tók að sér verkið fyrir Vegagerðina. „Ég er að kurla niður allt vegstæðið hérna og gera klárt fyrir Borgarverk.“ -Og hvað er langt síðan þú byrjaðir? „Það er svona rúmur mánuður, eitthvað svoleiðis.“ -Þannig að þú ert í raun sá sem byrjaði á því að ryðja Teigsskóg? „Já, það má alveg segja það.“ -Og ekkert samviskubit yfir því? „Nei, alls ekki,“ svarar Ragnar Ágúst. Hér sést vel hvernig búið er að kurla niður skóginn í vegstæðinu. Grafa Borgarverks byrjaði á því í gær að leggja vinnuslóða.Arnar Halldórsson Drónamyndirnir sýna hvernig Ragnar er langt kominn með að hreinsa burt allan trjágróður úr vegstæðinu en hann býst við að klára verkið um miðjan júní. Hinn eiginlegi Teigsskógur er þar sem sumarbústaðurinn sést við ströndina á myndum Stöðvar 2. Þar fyrir ofan eru hæstu trén en megnið af skóginum er þó kjarr undir tveggja metra hæð. -Ertu búinn að fara í gegnum háan skóg? „Já, það koma alveg kaflar þar sem eru stærri tré.“ -En það er ekki bara skógur hérna. Hér er falleg náttúra og fuglalíf. „Það vantar ekki. Heilmikið af því.“ Veglínan mótast í landi Grafar í Þorskafirði. Innar má sjá hvar verið er að brúa fjörðinn.Arnar Halldórsson -Ertu búinn að sjá haförninn hérna? „Já, hann flýgur hérna yfir mér daglega.“ -Hann er ekkert hræddur við þig? „Nei, alls ekki, sko,“ svarar Ragnar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Teigsskógur Vegagerð Samgöngur Reykhólahreppur Umhverfismál Umferðaröryggi Tengdar fréttir Gröfustjórinn segir að passa verði hverja þúfu í Teigsskógi Ein umdeildasta vegagerð landsins, lagning vegar um Teigsskóg, hófst í dag, nítján árum eftir að tillaga um þessa veglínu var fyrst kynnt. Þessi ellefu kílómetra vegarkafli á að verða tilbúinn í október á næsta ári. 30. maí 2022 23:23 Skrifað undir verksamning um vegagerð í Teigsskógi Vegagerðin og Borgarverk undirrituðu í gær verksamning um lagningu ellefu kílómetra kafla um Teigsskóg. Borgarverk átti lægsta boð í verkið, upp á 1.235 milljónir króna, sem reyndist um tvöhundruð milljónum króna undir kostnaðaráætlun. 10. maí 2022 14:00 Ernir fljúga yfir vinnusvæði þrátt fyrir sprengingar og véladrunur Miklar sprengingar og drynjandi hávaði vinnuvéla í brúargerð í Þorskafirði hafa ekki fælt haferni frá vinnusvæðinu. Þeir fljúga yfir á hverjum degi til að forvitnast um framvindu verksins, að sögn verkstjóra Suðurverks. 30. september 2021 22:44 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Fleiri fréttir Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjá meira
Gröfustjórinn segir að passa verði hverja þúfu í Teigsskógi Ein umdeildasta vegagerð landsins, lagning vegar um Teigsskóg, hófst í dag, nítján árum eftir að tillaga um þessa veglínu var fyrst kynnt. Þessi ellefu kílómetra vegarkafli á að verða tilbúinn í október á næsta ári. 30. maí 2022 23:23
Skrifað undir verksamning um vegagerð í Teigsskógi Vegagerðin og Borgarverk undirrituðu í gær verksamning um lagningu ellefu kílómetra kafla um Teigsskóg. Borgarverk átti lægsta boð í verkið, upp á 1.235 milljónir króna, sem reyndist um tvöhundruð milljónum króna undir kostnaðaráætlun. 10. maí 2022 14:00
Ernir fljúga yfir vinnusvæði þrátt fyrir sprengingar og véladrunur Miklar sprengingar og drynjandi hávaði vinnuvéla í brúargerð í Þorskafirði hafa ekki fælt haferni frá vinnusvæðinu. Þeir fljúga yfir á hverjum degi til að forvitnast um framvindu verksins, að sögn verkstjóra Suðurverks. 30. september 2021 22:44