Ísak Snær ekki með gegn Val | Atli Hrafn aftur í bann Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. júní 2022 17:01 Ísak Snær er á leið í leikbann. Vísir/Hulda Margrét Aganefnd Knattspyrnusambands Íslands hefur birt lista yfir þá leikmenn og þjálfara Bestu deildar karla sem verða í leikbanni er deildin hefst á nýjan leik um miðjan júní eftir landsleikjahlé. Markahæsti maður deildarinnar er þar á meðal. Ísak Snær Þorvaldsson hefur verið drifkrafturinn á bakvið frábæra byrjun Breiðabliks en hann verður hvergi sjáanlegur er Breiðablik heimsækir Hlíðarenda og mætir heimamönnum í Val 16. júní. Ísak Snær hefur verið iðinn við kolann, bæði hvað varðar markaskorun og spjaldasöfnun. Hann er kominn með níu mörk í átta leikjum í Bestu deildinni sem og fjögur gul spjöld. Því hefur hann verið dæmdur í eins leiks bann. Valur verður án Birkis Heimissonar í sama leik en hann er í leikbanni eftir að hafa fengið tvö gul og þar með rautt er Valur tapaði 3-2 fyrir Fram í síðustu umferð. Atli Hrafn Andrason er á leið í tveggja leikja bann fyrir rautt spjald sem hann fékk eftir að fara verið tekinn af velli í 1-0 tapi ÍBV gegn Stjörnunni. Atli Hrafn hafði fengið að líta rauða spjaldið gegn KR fyrr í sumar og fer því í tveggja leikja bann. Athygli vekur að Atli Hrafn hefur aðeins spilað 225 mínútur í sumar eða rétt rúmlega tvo og hálfan leik. Hann mun ekki geta bætt við þann fjölda á næstunni. Stutt er síðan Guðmundur Benediktsson og sérfræðingar í Stúkunni fóru yfir agavandamál Eyjamanna. Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Íslands- og bikarmeistara Víkings er á leið í leikbann eftir að hafa misst stjórn á skapi sínu eftir jöfnunarmark KA í Víkinni. Íslandsmeistararnir unnu þó leikinn á endanum. Arnar missir því af ferð Víkinga til Vestmannaeyja nema hann fari með og sitji í stúkunni. Þá eru þeir Brynjar Hlöðversson (Leiknir R.) og Patrik Johannesen (Keflavík) á leið í eins leiks bann þar sem þeir hafa báðir nælt sér í fjögur gul spjöld til þessa á leiktíðinni. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Fótbolti Íslenski boltinn Valur Breiðablik Besta deild karla Mest lesið Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Íslenski boltinn Miðvarðabölvun Rauðu djöflanna Enski boltinn Fullorðnir menn grétu á Ölveri Enski boltinn Mínútu þögn fyrir mann sem reyndist vera á lífi Fótbolti Einar kveður Guðmund og fer í „stærstu og bestu deild heims“ Handbolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 84-81 | Njarðvíkingar í úrslitaleikinn Körfubolti Fær enn morðhótanir daglega Fótbolti Fyrirliði Vestra í tveggja mánaða bann Íslenski boltinn Arnar stýrði sinni fyrstu landsliðsæfingu Fótbolti Hvorki sjálfbært né íslenskum körfubolta til bóta Körfubolti Fleiri fréttir Valur í úrslit eftir vítaspyrnukeppni „Verður einn okkar allra mikilvægasti leikmaður“ Fyrirliði Vestra í tveggja mánaða bann Varnargarðahópurinn stendur vörð um fótboltann í Grindavík Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Leifur Andri leggur skóna á hilluna Frá Króknum á Hlíðarenda Reynslumikill Svíi á að styrkja miðsvæði Fram Víkingur missir undanúrslitasætið Þriðja þáttaröðin af LUÍH hefst í kvöld: „Mögulega besta móment lífs míns“ Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Sjá meira
Ísak Snær Þorvaldsson hefur verið drifkrafturinn á bakvið frábæra byrjun Breiðabliks en hann verður hvergi sjáanlegur er Breiðablik heimsækir Hlíðarenda og mætir heimamönnum í Val 16. júní. Ísak Snær hefur verið iðinn við kolann, bæði hvað varðar markaskorun og spjaldasöfnun. Hann er kominn með níu mörk í átta leikjum í Bestu deildinni sem og fjögur gul spjöld. Því hefur hann verið dæmdur í eins leiks bann. Valur verður án Birkis Heimissonar í sama leik en hann er í leikbanni eftir að hafa fengið tvö gul og þar með rautt er Valur tapaði 3-2 fyrir Fram í síðustu umferð. Atli Hrafn Andrason er á leið í tveggja leikja bann fyrir rautt spjald sem hann fékk eftir að fara verið tekinn af velli í 1-0 tapi ÍBV gegn Stjörnunni. Atli Hrafn hafði fengið að líta rauða spjaldið gegn KR fyrr í sumar og fer því í tveggja leikja bann. Athygli vekur að Atli Hrafn hefur aðeins spilað 225 mínútur í sumar eða rétt rúmlega tvo og hálfan leik. Hann mun ekki geta bætt við þann fjölda á næstunni. Stutt er síðan Guðmundur Benediktsson og sérfræðingar í Stúkunni fóru yfir agavandamál Eyjamanna. Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Íslands- og bikarmeistara Víkings er á leið í leikbann eftir að hafa misst stjórn á skapi sínu eftir jöfnunarmark KA í Víkinni. Íslandsmeistararnir unnu þó leikinn á endanum. Arnar missir því af ferð Víkinga til Vestmannaeyja nema hann fari með og sitji í stúkunni. Þá eru þeir Brynjar Hlöðversson (Leiknir R.) og Patrik Johannesen (Keflavík) á leið í eins leiks bann þar sem þeir hafa báðir nælt sér í fjögur gul spjöld til þessa á leiktíðinni. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Fótbolti Íslenski boltinn Valur Breiðablik Besta deild karla Mest lesið Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Íslenski boltinn Miðvarðabölvun Rauðu djöflanna Enski boltinn Fullorðnir menn grétu á Ölveri Enski boltinn Mínútu þögn fyrir mann sem reyndist vera á lífi Fótbolti Einar kveður Guðmund og fer í „stærstu og bestu deild heims“ Handbolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 84-81 | Njarðvíkingar í úrslitaleikinn Körfubolti Fær enn morðhótanir daglega Fótbolti Fyrirliði Vestra í tveggja mánaða bann Íslenski boltinn Arnar stýrði sinni fyrstu landsliðsæfingu Fótbolti Hvorki sjálfbært né íslenskum körfubolta til bóta Körfubolti Fleiri fréttir Valur í úrslit eftir vítaspyrnukeppni „Verður einn okkar allra mikilvægasti leikmaður“ Fyrirliði Vestra í tveggja mánaða bann Varnargarðahópurinn stendur vörð um fótboltann í Grindavík Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Leifur Andri leggur skóna á hilluna Frá Króknum á Hlíðarenda Reynslumikill Svíi á að styrkja miðsvæði Fram Víkingur missir undanúrslitasætið Þriðja þáttaröðin af LUÍH hefst í kvöld: „Mögulega besta móment lífs míns“ Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Sjá meira