Diljá segir hatur og mannfyrirlitningu vella upp úr séra Davíð Jakob Bjarnar skrifar 1. júní 2022 13:45 Diljá Mist spyr hvort ekki sé kominn tími á breytingar þegar upp úr Séra Davíð Þór velli daglega hatur og mannfyrirlitning. vísir/vilhelm Diljá Mist Einarsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins, 4. varaforseti Alþingis, vandar séra Davíð Þór Jónssyni sóknarpresti í Laugarneskirkju ekki kveðjurnar í pistli sem birtist í Fréttablaðinu. Pistillinn er ekki langur en þeim mun harðorðari. Hann hefst á hugleiðingum forsetans um að þekkt sé og skiljanlegt að fólk skipti um starfsvettvang yfir ævina í ljósi hækkandi aldurs. Fólk á miðjum aldrei sé orðið „eirðarlaust og gramt, jafnvel þannig að það smitist út í umhverfið, ætti e.t.v. að hugsa sér til hreyfings,“ skrifar Dilja og segir að hún og fleiri hafi orðið áskynja óstöðugrar hegðunar sóknarprests í Reykjavík. Segir prest misnota hempuna Hún segir að til prestsstarfa veljist menn sem búa yfir hæfileikanum að miðla málum en því sé ekki að fagna hvað þennan umrædda prest varðar. „Umræddur prestur nefnir tiltekið fólk fasista og dæmir það til helvítisvistar og réttlætir skrifin með vísan til Biblíunnar. Það er því sannarlega ekki hægt að aðgreina prestinn og persónuna,“ segir Diljá. Liggur þá fyrir, hafi einhver velkst þar í vafa um, að hún er að tala um Séra Davíð Þór en nýlegur pistill sem hann birti á Facebook hefur vakið mikla athygli og leiddi til þess að Agnes M. Sigurðardóttir biskup veitti honum áminningu. Diljá segir Davíð hafa notað hempuna og Guðs hús til að predika „eigin stjórnmálaskoðanir yfir fækkandi sóknarbörnum sínum. Ég er því fegin eins og fleiri að hann er ekki minn sóknarprestur. Þegar hatur og mannfyrirlitning er farin að vella daglega upp úr prestinum undir þeim formerkjum að hann sé kærleiksríkari og betri en aðrir, er þá ekki kominn tími á breytingar?“ Ræðst að forsætisráðherra sem tryggt hefur kirkjunni fjárhagslegt öryggi Fyrir liggur að Séra Davíð Þór er ekki í hávegum hafður meðal stjórnarliða en hann hefur gagnrýnt stjórnvöld harkalega í tengslum við fyrirhugaða brottvikningu hælisleitenda. Pistill þingmannsins tekur af öll tvímæli þar um. Birgir Þórarinsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins birti grein í Morgunblaðinu í gær þar sem hann segir Séra Davíð hafa ráðist gegn forsætisráðherra með illmælgi, sem skjóti skökku við því það hafi verið undir forystu hans sem endurnýjað var kirkjujarðasamkomulag ríkis og kirkju sem hefur skapað kirkjunni fjárhagslegt sjálfstæði og öryggi.Vísir/vilhelm Þá birti Birgir Þórarinsson þingmaður Sjálfstæðisflokks grein í Morgunblaðinu í gær undir fyrirsögninni „Illmælgi klerks“ þar sem hann beinir einnig spjótum sínum að Séra Davíð Þór. Grein sinni lýkur hann á því að segja, eftir að hafa haldið því fram að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hafi mátt sitja undir „rætinni illmælgi“, að það skjóti skökku við. Því skemmst sé að minnast þess að undir „forystu forsætisráðherra hefur verið endurnýjað kirkjujarðasamkomulag ríkis og kirkju sem reynst hefur kirkjunni traustur bakhjarl og hefur gegnt lykilhlutverki í að skapa henni fjárhagslegt sjálfstæði og öryggi.“ Alþingi Þjóðkirkjan Hælisleitendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Biskup neitar að afhenda bréf sitt til séra Davíðs Þórs Biskupsstofa telur sig undanþegna upplýsingalögum og hefur neitað fyrirspurn Vísis þess efnis að fá að sjá bréf Agnesar M. Sigurðardóttur biskups til Séra Davíðs Þórs Jónssonar í Laugarneskirkju þar sem hún veitir honum formlega áminningu. 30. maí 2022 12:55 Segir einkennilegt að hægt sé að veita prestum tiltal fyrir Facebook-skrif Formaður Prestafélags Íslands segir einkennilegt að hægt sé að veita opinberum starfsmönnum formlegt tiltal fyrir skrif á Facebook. Hann segir að eðlilegra hefði verið að mál Davíðs Þórs Jónssonar sóknarprests hefði farið fyrir opinbera nefnd áður en honum var veitt tiltal. 27. maí 2022 17:00 „Hatursáróður getur aldrei beinst gegn valdhöfum“ Davíð Þór Jónsson sóknarprestur í Laugarneskirkju hafnar því að ummæli hans um að fyrirhugaður brottflutningur hátt í þrjú hundruð hælisleitenda og flóttamanna falli undir fasisma sé haturso. Hann segir áhyggjuefni að flokksmenn VG skilji ekki merkingu hatursorðræðu. 27. maí 2022 12:16 Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira
Pistillinn er ekki langur en þeim mun harðorðari. Hann hefst á hugleiðingum forsetans um að þekkt sé og skiljanlegt að fólk skipti um starfsvettvang yfir ævina í ljósi hækkandi aldurs. Fólk á miðjum aldrei sé orðið „eirðarlaust og gramt, jafnvel þannig að það smitist út í umhverfið, ætti e.t.v. að hugsa sér til hreyfings,“ skrifar Dilja og segir að hún og fleiri hafi orðið áskynja óstöðugrar hegðunar sóknarprests í Reykjavík. Segir prest misnota hempuna Hún segir að til prestsstarfa veljist menn sem búa yfir hæfileikanum að miðla málum en því sé ekki að fagna hvað þennan umrædda prest varðar. „Umræddur prestur nefnir tiltekið fólk fasista og dæmir það til helvítisvistar og réttlætir skrifin með vísan til Biblíunnar. Það er því sannarlega ekki hægt að aðgreina prestinn og persónuna,“ segir Diljá. Liggur þá fyrir, hafi einhver velkst þar í vafa um, að hún er að tala um Séra Davíð Þór en nýlegur pistill sem hann birti á Facebook hefur vakið mikla athygli og leiddi til þess að Agnes M. Sigurðardóttir biskup veitti honum áminningu. Diljá segir Davíð hafa notað hempuna og Guðs hús til að predika „eigin stjórnmálaskoðanir yfir fækkandi sóknarbörnum sínum. Ég er því fegin eins og fleiri að hann er ekki minn sóknarprestur. Þegar hatur og mannfyrirlitning er farin að vella daglega upp úr prestinum undir þeim formerkjum að hann sé kærleiksríkari og betri en aðrir, er þá ekki kominn tími á breytingar?“ Ræðst að forsætisráðherra sem tryggt hefur kirkjunni fjárhagslegt öryggi Fyrir liggur að Séra Davíð Þór er ekki í hávegum hafður meðal stjórnarliða en hann hefur gagnrýnt stjórnvöld harkalega í tengslum við fyrirhugaða brottvikningu hælisleitenda. Pistill þingmannsins tekur af öll tvímæli þar um. Birgir Þórarinsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins birti grein í Morgunblaðinu í gær þar sem hann segir Séra Davíð hafa ráðist gegn forsætisráðherra með illmælgi, sem skjóti skökku við því það hafi verið undir forystu hans sem endurnýjað var kirkjujarðasamkomulag ríkis og kirkju sem hefur skapað kirkjunni fjárhagslegt sjálfstæði og öryggi.Vísir/vilhelm Þá birti Birgir Þórarinsson þingmaður Sjálfstæðisflokks grein í Morgunblaðinu í gær undir fyrirsögninni „Illmælgi klerks“ þar sem hann beinir einnig spjótum sínum að Séra Davíð Þór. Grein sinni lýkur hann á því að segja, eftir að hafa haldið því fram að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hafi mátt sitja undir „rætinni illmælgi“, að það skjóti skökku við. Því skemmst sé að minnast þess að undir „forystu forsætisráðherra hefur verið endurnýjað kirkjujarðasamkomulag ríkis og kirkju sem reynst hefur kirkjunni traustur bakhjarl og hefur gegnt lykilhlutverki í að skapa henni fjárhagslegt sjálfstæði og öryggi.“
Alþingi Þjóðkirkjan Hælisleitendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Biskup neitar að afhenda bréf sitt til séra Davíðs Þórs Biskupsstofa telur sig undanþegna upplýsingalögum og hefur neitað fyrirspurn Vísis þess efnis að fá að sjá bréf Agnesar M. Sigurðardóttur biskups til Séra Davíðs Þórs Jónssonar í Laugarneskirkju þar sem hún veitir honum formlega áminningu. 30. maí 2022 12:55 Segir einkennilegt að hægt sé að veita prestum tiltal fyrir Facebook-skrif Formaður Prestafélags Íslands segir einkennilegt að hægt sé að veita opinberum starfsmönnum formlegt tiltal fyrir skrif á Facebook. Hann segir að eðlilegra hefði verið að mál Davíðs Þórs Jónssonar sóknarprests hefði farið fyrir opinbera nefnd áður en honum var veitt tiltal. 27. maí 2022 17:00 „Hatursáróður getur aldrei beinst gegn valdhöfum“ Davíð Þór Jónsson sóknarprestur í Laugarneskirkju hafnar því að ummæli hans um að fyrirhugaður brottflutningur hátt í þrjú hundruð hælisleitenda og flóttamanna falli undir fasisma sé haturso. Hann segir áhyggjuefni að flokksmenn VG skilji ekki merkingu hatursorðræðu. 27. maí 2022 12:16 Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira
Biskup neitar að afhenda bréf sitt til séra Davíðs Þórs Biskupsstofa telur sig undanþegna upplýsingalögum og hefur neitað fyrirspurn Vísis þess efnis að fá að sjá bréf Agnesar M. Sigurðardóttur biskups til Séra Davíðs Þórs Jónssonar í Laugarneskirkju þar sem hún veitir honum formlega áminningu. 30. maí 2022 12:55
Segir einkennilegt að hægt sé að veita prestum tiltal fyrir Facebook-skrif Formaður Prestafélags Íslands segir einkennilegt að hægt sé að veita opinberum starfsmönnum formlegt tiltal fyrir skrif á Facebook. Hann segir að eðlilegra hefði verið að mál Davíðs Þórs Jónssonar sóknarprests hefði farið fyrir opinbera nefnd áður en honum var veitt tiltal. 27. maí 2022 17:00
„Hatursáróður getur aldrei beinst gegn valdhöfum“ Davíð Þór Jónsson sóknarprestur í Laugarneskirkju hafnar því að ummæli hans um að fyrirhugaður brottflutningur hátt í þrjú hundruð hælisleitenda og flóttamanna falli undir fasisma sé haturso. Hann segir áhyggjuefni að flokksmenn VG skilji ekki merkingu hatursorðræðu. 27. maí 2022 12:16