„Ég hugsaði: Vá, það er eitthvað mikið í vændum“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. júní 2022 08:00 Karólína Lea Vilhjálmsdóttir í leik U-19 ára liða Íslands og Þýskalands fyrir tveimur árum. Íslendingar unnu 2-0 sigur. getty/Johannes Simon Karólína Lea Vilhjálmsdóttir segir að það hafi hjálpað sér að hafa koma inn í íslenska landsliðið á sama tíma og nokkrir aðrir leikmenn á svipuðum aldri. Fyrir tveimur árum tók Jón Þór Hauksson, þáverandi landsliðsþjálfari, Karólínu og fleiri unga leikmenn, meðal annars Sveindísi Jane Jónsdóttur og Alexöndru Jóhannsdóttur, inn í landsliðið. „Það var góður árgangur að koma upp. Það hjálpaði mjög mikið að hafði spilað með nokkrum þeirra áður. Maður kom ekki inn í eitthvað alveg nýtt,“ sagði Karólína þegar blaðamaður Vísis settist niður með henni fyrir leik Íslands og Tékklands í undankeppni HM í apríl. „Jón Þór hækkaði rána með því að þora að spila yngri leikmönnum. Það var mjög gott hjá honum og það var þægilegt að hafa einhverja sem maður þekkti. Mér finnst frábær blanda í landsliðinu, af yngri og eldri leikmönnum.“ Klippa: Karólína um nýju kynslóðina Karólína var fyrirliði U-19 ára landsliðsins sem vann alla leiki sína á sterku móti á La Manga í mars 2020. Ísland sigraði Sviss 4-1, Ítalíu 7-1 og loks Þýskaland 2-0. Að sögn Karólínu sýndi sérstaklega sigurinn á Þjóðverjum að þessi hópur, leikmanna fæddra 2001-03, gæti náð langt. „Klárlega, ég man vel eftir þessum leik. Við byrjuðum á að hápressa þær og þær áttu ekki möguleika. Ég hugsaði: vá, það er eitthvað mikið í vændum, að koma inn í A-landsliðið,“ sagði Karólína. „Ég talaði við Glódísi [Perlu Viggósdóttur] og spurði hvernig henni hafi liðið þegar þessir yngri leikmenn komu inn í landsliðið. Hún sagðist hafa hugsað að einhver geggjuð kynslóð væri að koma núna. Ég held að allir hafi verið mjög spenntir yfir þessum úrslitum gegn Þýskalandi.“ Því miður fyrir Karólínu og stöllur hennar í U-19 ára liðinu gátu þær ekki spilað á lokamótinu sem var blásið af vegna kórónuveirufaraldursins. Sjö af þeim ellefu leikmönnum sem byrjuðu leikinn gegn Þýskalandi hafa leikið með A-landsliðinu: Karólína, Sveindís, Cecilía Rán Rúnarsdóttir, Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir, Hafrún Rakel Halldórsdóttir, Barbára Sól Gísladóttir og Ída Marín Hermannsdóttir. Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Elska að spila með fyrirmyndunum: „Hélt það yrði miklu erfiðara að komast inn í þetta“ Tvær af ungu stjörnum íslenska kvennalandsliðsins njóta þess að spila með eldri leikmönnum liðsins sem þær hafa litið lengi upp til. 20. maí 2022 09:01 Erfið byrjun hjá Bayern: „Mamma kom til mín í heilan mánuð til að styrkja mig andlega“ Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, landsliðskona í fótbolta, viðurkennir að fyrstu mánuðirnar hjá Bayern München hafi reynt á. Það hafi hins vegar hjálpað mikið þegar hún fékk tvo íslenska samherja. 3. maí 2022 09:00 Mest lesið Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Körfubolti Fylkir og Valur í formlegt samstarf Körfubolti Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Fótbolti Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fótbolti Pedro skaut Chelsea í úrslitin Fótbolti Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Golf Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Fótbolti Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Íslenski boltinn EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu Fótbolti Fleiri fréttir Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Sjá meira
Fyrir tveimur árum tók Jón Þór Hauksson, þáverandi landsliðsþjálfari, Karólínu og fleiri unga leikmenn, meðal annars Sveindísi Jane Jónsdóttur og Alexöndru Jóhannsdóttur, inn í landsliðið. „Það var góður árgangur að koma upp. Það hjálpaði mjög mikið að hafði spilað með nokkrum þeirra áður. Maður kom ekki inn í eitthvað alveg nýtt,“ sagði Karólína þegar blaðamaður Vísis settist niður með henni fyrir leik Íslands og Tékklands í undankeppni HM í apríl. „Jón Þór hækkaði rána með því að þora að spila yngri leikmönnum. Það var mjög gott hjá honum og það var þægilegt að hafa einhverja sem maður þekkti. Mér finnst frábær blanda í landsliðinu, af yngri og eldri leikmönnum.“ Klippa: Karólína um nýju kynslóðina Karólína var fyrirliði U-19 ára landsliðsins sem vann alla leiki sína á sterku móti á La Manga í mars 2020. Ísland sigraði Sviss 4-1, Ítalíu 7-1 og loks Þýskaland 2-0. Að sögn Karólínu sýndi sérstaklega sigurinn á Þjóðverjum að þessi hópur, leikmanna fæddra 2001-03, gæti náð langt. „Klárlega, ég man vel eftir þessum leik. Við byrjuðum á að hápressa þær og þær áttu ekki möguleika. Ég hugsaði: vá, það er eitthvað mikið í vændum, að koma inn í A-landsliðið,“ sagði Karólína. „Ég talaði við Glódísi [Perlu Viggósdóttur] og spurði hvernig henni hafi liðið þegar þessir yngri leikmenn komu inn í landsliðið. Hún sagðist hafa hugsað að einhver geggjuð kynslóð væri að koma núna. Ég held að allir hafi verið mjög spenntir yfir þessum úrslitum gegn Þýskalandi.“ Því miður fyrir Karólínu og stöllur hennar í U-19 ára liðinu gátu þær ekki spilað á lokamótinu sem var blásið af vegna kórónuveirufaraldursins. Sjö af þeim ellefu leikmönnum sem byrjuðu leikinn gegn Þýskalandi hafa leikið með A-landsliðinu: Karólína, Sveindís, Cecilía Rán Rúnarsdóttir, Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir, Hafrún Rakel Halldórsdóttir, Barbára Sól Gísladóttir og Ída Marín Hermannsdóttir.
Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Elska að spila með fyrirmyndunum: „Hélt það yrði miklu erfiðara að komast inn í þetta“ Tvær af ungu stjörnum íslenska kvennalandsliðsins njóta þess að spila með eldri leikmönnum liðsins sem þær hafa litið lengi upp til. 20. maí 2022 09:01 Erfið byrjun hjá Bayern: „Mamma kom til mín í heilan mánuð til að styrkja mig andlega“ Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, landsliðskona í fótbolta, viðurkennir að fyrstu mánuðirnar hjá Bayern München hafi reynt á. Það hafi hins vegar hjálpað mikið þegar hún fékk tvo íslenska samherja. 3. maí 2022 09:00 Mest lesið Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Körfubolti Fylkir og Valur í formlegt samstarf Körfubolti Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Fótbolti Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fótbolti Pedro skaut Chelsea í úrslitin Fótbolti Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Golf Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Fótbolti Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Íslenski boltinn EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu Fótbolti Fleiri fréttir Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Sjá meira
Elska að spila með fyrirmyndunum: „Hélt það yrði miklu erfiðara að komast inn í þetta“ Tvær af ungu stjörnum íslenska kvennalandsliðsins njóta þess að spila með eldri leikmönnum liðsins sem þær hafa litið lengi upp til. 20. maí 2022 09:01
Erfið byrjun hjá Bayern: „Mamma kom til mín í heilan mánuð til að styrkja mig andlega“ Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, landsliðskona í fótbolta, viðurkennir að fyrstu mánuðirnar hjá Bayern München hafi reynt á. Það hafi hins vegar hjálpað mikið þegar hún fékk tvo íslenska samherja. 3. maí 2022 09:00