„Ömurlegt“ að spila ekki en Martin vill reyna allt til að hjálpa Íslandi á HM Sindri Sverrisson skrifar 3. júní 2022 10:00 Martin Hermannsson var í liði Íslands sem vann sigurinn frækna á Ítölum í Hafnarfirði í febrúar. vísir/bára Íslenska karlalandsliðið í körfubolta á raunhæfa möguleika á að komast á HM í fyrsta sinn í sögunni en verður án Martins Hermannssonar í leikjum sínum í sumar eftir að hann sleit krossband í hné í vikunni. Martin verður frá keppni fram á næsta ár og missir mögulega af öllum sjö leikjunum sem Ísland á eftir í undankeppninni en henni lýkur í febrúar. „Það er ömurlegt. Við erum í bullandi séns á að komast á HM. Baldur [Þór Ragnarsson] aðstoðarþjálfari landsliðsins var einmitt hér hjá mér í síðustu viku í fríi og við vorum búnir að ræða það fram og til baka hvað gæti orðið. Við höfum aldrei verið svona nálægt því að komast á HM. Við erum með lið sem gæti gert virkilega góða hluti,“ segir Martin. Klippa: Martin um landsliðið og HM-drauminn Með Martin innanborðs vann Ísland nefnilega frábæra sigra á Hollandi á útivelli og gegn Ítalíu á heimavelli. Fjórða liðið í riðlinum, Rússland, var svo dæmt úr keppni. Því er ljóst að Ísland kemst áfram á seinna stig undankeppninnar fyrir HM og tekur þangað með sér að minnsta kosti tvo sigra, og mögulega þrjá ef liðið vinnur Holland á Ásvöllum 1. júlí. „Hef áfram bullandi trú á strákunum“ Þannig verður liðið í álitlegri stöðu þegar seinna stig undankeppninnar hefst í ágúst, þar sem Ísland, Holland og Ítalía blandast saman í riðil með Georgíu og Spáni og sennilega Úkraínu. Þrjú liðanna komast á HM. Ísland spilar hins vegar án síns besta leikmanns, Martins, og það gerir HM-drauminn fjarlægari en Martin vill gera allt sem hann getur til að hjálpa til: „Þetta er það skemmtilegasta sem maður gerir, að spila með bestu vinum sínum í landsliðinu. Þetta er því hrikalega svekkjandi en ég hef áfram bullandi trú á strákunum. Síðustu tvö ár hef ég ekki verið mikið með landsliðinu og ég held að það hafi hjálpað mönnum að fá enn stærra hlutverk. Það kemur maður í manns stað og ég mun reyna að hjálpa liðinu eins mikið og ég get með öðrum hætti, bara andlega og með því að vera í kringum strákana. Þó ég geti ekki verið inni á gólfinu mun ég leggja mitt að mörkum, hvernig sem ég get gert það.“ Körfubolti HM 2023 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Tengdar fréttir Einkalæknir Nadals sér um Martin Körfuboltamaðurinn Martin Hermannsson segist vera í fullkomlega góðum höndum hjá Valencia vegna meiðsla sinna en hann sleit krossband í hné á mánudagskvöld. 2. júní 2022 11:31 Martin var í sigti risaliða en gæti flutt til Íslands Sannkölluð stórlið í evrópskum körfubolta voru farin að bera víurnar í Martin Hermannsson áður en hann sleit krossband í hné á mánudagskvöld. Nú gerir hann ráð fyrir að vera áfram í Valencia og þar líður honum afar vel. 2. júní 2022 08:31 „Fannst ég hafa legið þarna í tvo tíma“ „Maður hlustaði ekki nógu vel á líkamann,“ segir Martin Hermannsson, landsliðsmaður í körfubolta, sem hafði ekki getað æft með hefðbundnum hætti síðustu vikur áður en hann sleit krossband í hné á mánudagskvöld. 1. júní 2022 16:02 Mest lesið Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Körfubolti Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Körfubolti Í beinni: Ísland - Færeyjar | Leiðin á EM hefst Fótbolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Körfubolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn Fleiri fréttir EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Nýi kani Keflavíkur spilaði með Maryland, Marquette og í sumardeild NBA Myndaveisla frá bardaganum við Luka Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið „Auðvitað er ég svekktur“ Sjá meira
Martin verður frá keppni fram á næsta ár og missir mögulega af öllum sjö leikjunum sem Ísland á eftir í undankeppninni en henni lýkur í febrúar. „Það er ömurlegt. Við erum í bullandi séns á að komast á HM. Baldur [Þór Ragnarsson] aðstoðarþjálfari landsliðsins var einmitt hér hjá mér í síðustu viku í fríi og við vorum búnir að ræða það fram og til baka hvað gæti orðið. Við höfum aldrei verið svona nálægt því að komast á HM. Við erum með lið sem gæti gert virkilega góða hluti,“ segir Martin. Klippa: Martin um landsliðið og HM-drauminn Með Martin innanborðs vann Ísland nefnilega frábæra sigra á Hollandi á útivelli og gegn Ítalíu á heimavelli. Fjórða liðið í riðlinum, Rússland, var svo dæmt úr keppni. Því er ljóst að Ísland kemst áfram á seinna stig undankeppninnar fyrir HM og tekur þangað með sér að minnsta kosti tvo sigra, og mögulega þrjá ef liðið vinnur Holland á Ásvöllum 1. júlí. „Hef áfram bullandi trú á strákunum“ Þannig verður liðið í álitlegri stöðu þegar seinna stig undankeppninnar hefst í ágúst, þar sem Ísland, Holland og Ítalía blandast saman í riðil með Georgíu og Spáni og sennilega Úkraínu. Þrjú liðanna komast á HM. Ísland spilar hins vegar án síns besta leikmanns, Martins, og það gerir HM-drauminn fjarlægari en Martin vill gera allt sem hann getur til að hjálpa til: „Þetta er það skemmtilegasta sem maður gerir, að spila með bestu vinum sínum í landsliðinu. Þetta er því hrikalega svekkjandi en ég hef áfram bullandi trú á strákunum. Síðustu tvö ár hef ég ekki verið mikið með landsliðinu og ég held að það hafi hjálpað mönnum að fá enn stærra hlutverk. Það kemur maður í manns stað og ég mun reyna að hjálpa liðinu eins mikið og ég get með öðrum hætti, bara andlega og með því að vera í kringum strákana. Þó ég geti ekki verið inni á gólfinu mun ég leggja mitt að mörkum, hvernig sem ég get gert það.“
Körfubolti HM 2023 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Tengdar fréttir Einkalæknir Nadals sér um Martin Körfuboltamaðurinn Martin Hermannsson segist vera í fullkomlega góðum höndum hjá Valencia vegna meiðsla sinna en hann sleit krossband í hné á mánudagskvöld. 2. júní 2022 11:31 Martin var í sigti risaliða en gæti flutt til Íslands Sannkölluð stórlið í evrópskum körfubolta voru farin að bera víurnar í Martin Hermannsson áður en hann sleit krossband í hné á mánudagskvöld. Nú gerir hann ráð fyrir að vera áfram í Valencia og þar líður honum afar vel. 2. júní 2022 08:31 „Fannst ég hafa legið þarna í tvo tíma“ „Maður hlustaði ekki nógu vel á líkamann,“ segir Martin Hermannsson, landsliðsmaður í körfubolta, sem hafði ekki getað æft með hefðbundnum hætti síðustu vikur áður en hann sleit krossband í hné á mánudagskvöld. 1. júní 2022 16:02 Mest lesið Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Körfubolti Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Körfubolti Í beinni: Ísland - Færeyjar | Leiðin á EM hefst Fótbolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Körfubolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn Fleiri fréttir EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Nýi kani Keflavíkur spilaði með Maryland, Marquette og í sumardeild NBA Myndaveisla frá bardaganum við Luka Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið „Auðvitað er ég svekktur“ Sjá meira
Einkalæknir Nadals sér um Martin Körfuboltamaðurinn Martin Hermannsson segist vera í fullkomlega góðum höndum hjá Valencia vegna meiðsla sinna en hann sleit krossband í hné á mánudagskvöld. 2. júní 2022 11:31
Martin var í sigti risaliða en gæti flutt til Íslands Sannkölluð stórlið í evrópskum körfubolta voru farin að bera víurnar í Martin Hermannsson áður en hann sleit krossband í hné á mánudagskvöld. Nú gerir hann ráð fyrir að vera áfram í Valencia og þar líður honum afar vel. 2. júní 2022 08:31
„Fannst ég hafa legið þarna í tvo tíma“ „Maður hlustaði ekki nógu vel á líkamann,“ segir Martin Hermannsson, landsliðsmaður í körfubolta, sem hafði ekki getað æft með hefðbundnum hætti síðustu vikur áður en hann sleit krossband í hné á mánudagskvöld. 1. júní 2022 16:02