Þetta kemur fram í tilkynningu frá konungshöllinni. Fram kemur í frétt The Guardian að talið sé að drottningin hafi átt erfitt með gang við hátíðarhöldin í dag. Drottningin mun þrátt fyrir þetta ferðast til Windsor kastala í kvöld til þess að vera viðstödd athöfn þar sem kveikt verður á leiðarljósi í kastalanum.
Ferðalagið frá Buckingham til Windsor er um klukkustund ef ekið er í bíl og er ferðalagið sagt of tímafrekt og langt fyrir drottninguna, með svona stuttu millibili, það er til Windsor í kvöld og aftur til Lundúna í fyrramálið.
„Drottningin naut hátíðarhaldanna vel í dag en fann fyrir örlitlum óþægindum. Með ferðalagið í huga og þá virkni sem þarf til að taka þátt í hátíðarhöldum morgundagsins í St. Paul dómkirkjunni, hefur hennar hátign af miklum trega ákveðið að vera ekki viðstödd,“ segir í tilkynningu frá höllinni.
„Drottningin hlakar til að taka þátt í að tendra leiðarljósið í kvöld í Windsor kastala og vil þakka öllum þeim sem hafa gert daginn svo sérstakan og eftirminnilegan.“
Í fjarveru drottningarinnar mun Karl Bretaprins sinna skyldum móður sinnar í dómkirkjunni. Gera þarf örlitlar breytingar á athöfninni, það er að segja hvenær konungsfjölskyldan mætir. Með þessari breytingu munu Karl, Kamilla, Vilhjálmur og Katrín mæta tíu mínútum seinna en upphaflega var áætlað en athöfnin hefst klukkan 11:30.