Elísabet mætir ekki í valdaafmælismessu á morgun vegna slappleika Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 2. júní 2022 20:26 Elísabet drottning með frænda sínum hertoganum af Kent við valdaafmælishátíðarhöldin í dag. Drottningin er sögð hafa fundið fyrir slappleika og átt erfitt með að hreyfingar við hátíðarhöldin í dag. AP/Jonathan Brady Elísabet Bretlandsdrottning mun ekki mæta til þakkargjörðarathafnar í dómkirkju St. Paul í Lundúnum á morgun, í tilefni sjötíu ára valdaafmælis hennar, vegna slappleika, sem hún fannn fyrir við hátíðarhöldin í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá konungshöllinni. Fram kemur í frétt The Guardian að talið sé að drottningin hafi átt erfitt með gang við hátíðarhöldin í dag. Drottningin mun þrátt fyrir þetta ferðast til Windsor kastala í kvöld til þess að vera viðstödd athöfn þar sem kveikt verður á leiðarljósi í kastalanum. Ferðalagið frá Buckingham til Windsor er um klukkustund ef ekið er í bíl og er ferðalagið sagt of tímafrekt og langt fyrir drottninguna, með svona stuttu millibili, það er til Windsor í kvöld og aftur til Lundúna í fyrramálið. „Drottningin naut hátíðarhaldanna vel í dag en fann fyrir örlitlum óþægindum. Með ferðalagið í huga og þá virkni sem þarf til að taka þátt í hátíðarhöldum morgundagsins í St. Paul dómkirkjunni, hefur hennar hátign af miklum trega ákveðið að vera ekki viðstödd,“ segir í tilkynningu frá höllinni. „Drottningin hlakar til að taka þátt í að tendra leiðarljósið í kvöld í Windsor kastala og vil þakka öllum þeim sem hafa gert daginn svo sérstakan og eftirminnilegan.“ Í fjarveru drottningarinnar mun Karl Bretaprins sinna skyldum móður sinnar í dómkirkjunni. Gera þarf örlitlar breytingar á athöfninni, það er að segja hvenær konungsfjölskyldan mætir. Með þessari breytingu munu Karl, Kamilla, Vilhjálmur og Katrín mæta tíu mínútum seinna en upphaflega var áætlað en athöfnin hefst klukkan 11:30. Bretland Kóngafólk Elísabet II Bretadrottning Mest lesið Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá konungshöllinni. Fram kemur í frétt The Guardian að talið sé að drottningin hafi átt erfitt með gang við hátíðarhöldin í dag. Drottningin mun þrátt fyrir þetta ferðast til Windsor kastala í kvöld til þess að vera viðstödd athöfn þar sem kveikt verður á leiðarljósi í kastalanum. Ferðalagið frá Buckingham til Windsor er um klukkustund ef ekið er í bíl og er ferðalagið sagt of tímafrekt og langt fyrir drottninguna, með svona stuttu millibili, það er til Windsor í kvöld og aftur til Lundúna í fyrramálið. „Drottningin naut hátíðarhaldanna vel í dag en fann fyrir örlitlum óþægindum. Með ferðalagið í huga og þá virkni sem þarf til að taka þátt í hátíðarhöldum morgundagsins í St. Paul dómkirkjunni, hefur hennar hátign af miklum trega ákveðið að vera ekki viðstödd,“ segir í tilkynningu frá höllinni. „Drottningin hlakar til að taka þátt í að tendra leiðarljósið í kvöld í Windsor kastala og vil þakka öllum þeim sem hafa gert daginn svo sérstakan og eftirminnilegan.“ Í fjarveru drottningarinnar mun Karl Bretaprins sinna skyldum móður sinnar í dómkirkjunni. Gera þarf örlitlar breytingar á athöfninni, það er að segja hvenær konungsfjölskyldan mætir. Með þessari breytingu munu Karl, Kamilla, Vilhjálmur og Katrín mæta tíu mínútum seinna en upphaflega var áætlað en athöfnin hefst klukkan 11:30.
Bretland Kóngafólk Elísabet II Bretadrottning Mest lesið Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Sjá meira