Salah myndi fórna verðlaunum tímabilsins til að fá að endurtaka úrslitaleikinn Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 2. júní 2022 22:45 Mohamed Salah á erfitt með að sætta sig við að vera næstbestur. Jose Breton/Pics Action/NurPhoto via Getty Images Mohamed Salah, leikmaður Liverpool, segir að hann myndi fórna öllum þeim verðlaunum sem hann vann á nýliðnu tímabili til að fá að endurtaka úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu gegn Real Madrid. Salah og liðsfélagar hans þurftu að sætta sig við silfrið í Meistaradeildinni eftir 1-0 tap í úrslitaleiknum þar sem Vinicius Junior skoraði sigurmark Madrídinga. Liverpool var lengi vel í baráttu um alla þá fjóra titla sem liðinu stóð til boða. Á endanum tók liðið tvo titla, enska deildarbikarinn og FA-bikarinn, en endaði í öðru sæti ensku úrvalsdeildarinnar og tapaði í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu. Salah vann þó nokkur einstaklingsverðlaun á tímabilinu, en hann markahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar ásam Heung-Min Son. Þá var hann einnig stoðsendingahæsti leikmaður deildarinnar og var meðal annars valinn fótboltamaður ársins af samtökum fótboltablaðamanna á Englandi. Hann var einnig valinn leikmaður tímabilsins af stuðningsmönnum í ensku úrvalsdeildinni. Hann segir þó að hann myndi fórna öllum þeim einstaklingsverðlaunum sem hann vann á tímabilinu fyrir það eitt að fá að endurtaka úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu gegn Real Madrid. Being recognised by the fans and by the sports journalists in the same season is something special that I will never forget. I would however give all those personal awards up for a chance at replaying that final, but that is not how football works. pic.twitter.com/vOoXZgl9MK— Mohamed Salah (@MoSalah) June 2, 2022 „Að vera heiðraður af stuðningsmönnum og íþróttablaðamönnum á sama tímabilinu er sérstakt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma,“ skrifaði Egyptinn á Twitter-síðu sinni í dag. „Ég myndi hins vegar fórna öllum þessum einstaklingsverðlaunum fyrir möguleikan á því að spila úrslitaleik Meistaradeildarinnar aftur, en þannig virkar fótboltinn víst ekki.“ Salah birti svo aðra færslu á Tittwer um það bil klukkustund síðar þar sem hann segir að þrátt fyrir það að tímabilið hafi verið langt og strangt þá sé hluti af honum sem óski þess að næsta tímabil hefjist strax á morgun. I cannot express in words how much we wanted to bring that trophy back to Liverpool but in the end we couldn’t. I cannot thank the fans enough for your support. It has been a very long season but a part of me wishes the next one starts again tomorrow. pic.twitter.com/6ECyIL0AHN— Mohamed Salah (@MoSalah) June 2, 2022 „Ég get ekki lýst því í orðum hversu mikið við vildum koma með þennan bikar heim til Liverpool, en við gátum það ekki. Ég get ekki þakkað stuðningsmönnunum nógu mikið fyrir stuðninginn. Þetta hefur verið mjög langt tímabil, en hluti af mér óskar þess að það næsta hefjist á morgun.“ Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Enski boltinn Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Handbolti Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar Handbolti Fleiri fréttir Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Sigurður Bjartur á leið til Spánar? „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Óttast að Grealish verði lengi frá Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Sjá meira
Salah og liðsfélagar hans þurftu að sætta sig við silfrið í Meistaradeildinni eftir 1-0 tap í úrslitaleiknum þar sem Vinicius Junior skoraði sigurmark Madrídinga. Liverpool var lengi vel í baráttu um alla þá fjóra titla sem liðinu stóð til boða. Á endanum tók liðið tvo titla, enska deildarbikarinn og FA-bikarinn, en endaði í öðru sæti ensku úrvalsdeildarinnar og tapaði í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu. Salah vann þó nokkur einstaklingsverðlaun á tímabilinu, en hann markahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar ásam Heung-Min Son. Þá var hann einnig stoðsendingahæsti leikmaður deildarinnar og var meðal annars valinn fótboltamaður ársins af samtökum fótboltablaðamanna á Englandi. Hann var einnig valinn leikmaður tímabilsins af stuðningsmönnum í ensku úrvalsdeildinni. Hann segir þó að hann myndi fórna öllum þeim einstaklingsverðlaunum sem hann vann á tímabilinu fyrir það eitt að fá að endurtaka úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu gegn Real Madrid. Being recognised by the fans and by the sports journalists in the same season is something special that I will never forget. I would however give all those personal awards up for a chance at replaying that final, but that is not how football works. pic.twitter.com/vOoXZgl9MK— Mohamed Salah (@MoSalah) June 2, 2022 „Að vera heiðraður af stuðningsmönnum og íþróttablaðamönnum á sama tímabilinu er sérstakt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma,“ skrifaði Egyptinn á Twitter-síðu sinni í dag. „Ég myndi hins vegar fórna öllum þessum einstaklingsverðlaunum fyrir möguleikan á því að spila úrslitaleik Meistaradeildarinnar aftur, en þannig virkar fótboltinn víst ekki.“ Salah birti svo aðra færslu á Tittwer um það bil klukkustund síðar þar sem hann segir að þrátt fyrir það að tímabilið hafi verið langt og strangt þá sé hluti af honum sem óski þess að næsta tímabil hefjist strax á morgun. I cannot express in words how much we wanted to bring that trophy back to Liverpool but in the end we couldn’t. I cannot thank the fans enough for your support. It has been a very long season but a part of me wishes the next one starts again tomorrow. pic.twitter.com/6ECyIL0AHN— Mohamed Salah (@MoSalah) June 2, 2022 „Ég get ekki lýst því í orðum hversu mikið við vildum koma með þennan bikar heim til Liverpool, en við gátum það ekki. Ég get ekki þakkað stuðningsmönnunum nógu mikið fyrir stuðninginn. Þetta hefur verið mjög langt tímabil, en hluti af mér óskar þess að það næsta hefjist á morgun.“
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Enski boltinn Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Handbolti Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar Handbolti Fleiri fréttir Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Sigurður Bjartur á leið til Spánar? „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Óttast að Grealish verði lengi frá Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Sjá meira
Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu