„Byrjum bara á einum leik í einu eins mikil klisja og það er“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 3. júní 2022 07:00 Davíð Snorri Jónasson, þjálfari U-21 árs landsliðs karla. Stöð 2 Íslenska landsliðið í knattspyrnu skipað leikmönnum 21 árs og yngri mætir Liechtenstein í kvöld. Þetta er fyrsti leikur liðsins af þrem á næstu átta dögum og Davíð Snorri Jónasson, þjálfari liðsins, segist vilja fara út úr þessum glugga með góða tilfinningu. „Ég vil bara að við náum að endurspegla hvernig við höfum spilað í þessu móti. Við höfum spilað vel og tekið framförum og bara að fara út úr þessum glugga með góða tilfinningu. Það er það sem við viljum,“ sagði Davíð í samtali við Stöð 2 í gær. Leikirnir sem eru framundan eru seinustu þrír leikir liðsins í riðlinum í undankeppni EM. Liðið hefur oft á tíðum spilað vel eins og Davíð segir og náði meðal annars jafntefli gegn Portúgal sem er eitt besta lið Evrópu. „Maður er auðvitað ósáttur með að ná ekki alltaf í úrslit, en við erum bara búnir að sýna það að þetta er ákveðin þróun sem er í gangi og að við getum spilað með frammistöðum á hæsta klassa og við erum ofboðslega ánægðir með það.“ „Þetta er bara eitthvað til að byggja á og halda áfram. Og við vonumst til að tengja við það í þessum glugga.“ Aðspurður að því hvað honum þætti raunhæft að ná í mörg stig í þessum þremur leikjum var Davíð diplómatískur í svörum. „Við byrjum bara á einum leik í einu eins mikil klisja og það er. Það eru níu stig í boði og þú getur fengið níu stig. Þannig að það er auðvitað raunhæft. En byrjum bara á hverjum leik fyrir sig og reynum að spila á okkar gildum og ná þeim markmiðum sem við viljum út úr þessu. Það vonandi skilar því sem við viljum.“ Eins og áður segir þá mætir tekur íslenska liðið á móti Liechtenstein í kvöld. Davíð vill ekki meina að um skyldusigur sé að ræða, en segir þó að liðið ætli sér sigur. „Í íþróttum getur auðvitað allt gerst en við ætlum okkur að byrja sterkt og spila góðan leik á morgun [í dag] og vonandi getum við tekið úrslitin með okkur líka.“ Fótbolti Landslið karla í fótbolta Mest lesið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Wenger á allt annarri skoðun en Klopp Fótbolti Glódís: „Gríðarlega erfitt að sitja með þá tilfinningu eftir mót“ Sport Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara Fótbolti Fleiri fréttir Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Dramatískt jafntefli sendir heimakonur í átta liða úrslit Ítalskur deildarleikur í Ástralíu í febrúar? „Við erum að gera eitthvað rétt“ Þrjár breytingar: Katla fær stórt tækifæri í lokaleik Íslands á EM Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ajax riftir samningi Jordans Henderson Sjá meira
„Ég vil bara að við náum að endurspegla hvernig við höfum spilað í þessu móti. Við höfum spilað vel og tekið framförum og bara að fara út úr þessum glugga með góða tilfinningu. Það er það sem við viljum,“ sagði Davíð í samtali við Stöð 2 í gær. Leikirnir sem eru framundan eru seinustu þrír leikir liðsins í riðlinum í undankeppni EM. Liðið hefur oft á tíðum spilað vel eins og Davíð segir og náði meðal annars jafntefli gegn Portúgal sem er eitt besta lið Evrópu. „Maður er auðvitað ósáttur með að ná ekki alltaf í úrslit, en við erum bara búnir að sýna það að þetta er ákveðin þróun sem er í gangi og að við getum spilað með frammistöðum á hæsta klassa og við erum ofboðslega ánægðir með það.“ „Þetta er bara eitthvað til að byggja á og halda áfram. Og við vonumst til að tengja við það í þessum glugga.“ Aðspurður að því hvað honum þætti raunhæft að ná í mörg stig í þessum þremur leikjum var Davíð diplómatískur í svörum. „Við byrjum bara á einum leik í einu eins mikil klisja og það er. Það eru níu stig í boði og þú getur fengið níu stig. Þannig að það er auðvitað raunhæft. En byrjum bara á hverjum leik fyrir sig og reynum að spila á okkar gildum og ná þeim markmiðum sem við viljum út úr þessu. Það vonandi skilar því sem við viljum.“ Eins og áður segir þá mætir tekur íslenska liðið á móti Liechtenstein í kvöld. Davíð vill ekki meina að um skyldusigur sé að ræða, en segir þó að liðið ætli sér sigur. „Í íþróttum getur auðvitað allt gerst en við ætlum okkur að byrja sterkt og spila góðan leik á morgun [í dag] og vonandi getum við tekið úrslitin með okkur líka.“
Fótbolti Landslið karla í fótbolta Mest lesið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Wenger á allt annarri skoðun en Klopp Fótbolti Glódís: „Gríðarlega erfitt að sitja með þá tilfinningu eftir mót“ Sport Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara Fótbolti Fleiri fréttir Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Dramatískt jafntefli sendir heimakonur í átta liða úrslit Ítalskur deildarleikur í Ástralíu í febrúar? „Við erum að gera eitthvað rétt“ Þrjár breytingar: Katla fær stórt tækifæri í lokaleik Íslands á EM Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ajax riftir samningi Jordans Henderson Sjá meira