Hrafn gæðir sér á þresti fyrir framan Seðlabankann Jakob Bjarnar skrifar 3. júní 2022 13:59 Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri náði mögnuðu myndskeiði þar sem sjá má hrafn nokkurn háma í sig þröst. Krás á kaldri steypu. vísir/vilhelm/Ásgeir Jónsson Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri náði einstöku myndskeiði þar sem hrafn nokkur er að háma í sig þröst fyrir utan Seðlabankann. „Og mér sýnist krummi bara býsna glaður með krás á kaldri steypu. Heillamerki hefði þetta einhvern tíma verið talið. Guð launar fyrir hrafninn stendur einhvers staðar,“ segir Ásgeir. Þó ýmsir sjái nú vá standa fyrir dyrum vegna hækkandi verðbólgu, meiri en mælst hefur síðan 2010 og þá að hrafninn sé slíkur váboði telur seðlabankastjóri, sem er vel að sér um sögu, þjóðtrú og heiðinn sið, það af og frá. Hann segir þetta þvert á móti heillamerki. „Ég er ekki farinn að fórna Óðni til þess að ná árangri gegn verðbólgu,“ segir Ásgeir kankvís í samtali við Vísi. En hvað veit maður? „Hrafninn hefur mjög ríka skírskotun í íslenska þjóðtrú – það að fæða hrafna er heillamerki,“ segir Ásgeir sem les í þetta jákvæð teikn. Hann segir þetta beint úr heiðninni og því hafi Ásgeir fengið að kynnast þegar hann ólst upp fyrir vestan. „Ég hef annars aldrei verið svona nálægt hrafni áður sem er í æti,“ segir Ásgeir sem gómaði hrafninn á mynd í morgun um klukkan 10:30. Þrösturinn þessi syngur þá ei meir borgarbúum til ánægju og yndisauka. En Ásgeir bendir á að hrafninn sé fyrst og fremst hrææta og því allar líkur á því að þrösturinn hafi verið dauður áður en krummi náði að læsa sínum klóm í hann. Ásgeir birti myndskeiðið á Facebook-síðu sinni og þar eru ýmsir að velta þýðingu þessa fyrir sér. Einn segir kaldhæðnislegt að ránfuglinn komist í veislu hjá Seðlabankanum og annar spyr hvort þetta sé nokkuð Þröstur Ólafsson hagfræðingur? En Þröstur sat níu ár í bankaráði Seðlabankans og var formaður þess 1994-99. Dýr Fuglar Seðlabankinn Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Sjá meira
„Og mér sýnist krummi bara býsna glaður með krás á kaldri steypu. Heillamerki hefði þetta einhvern tíma verið talið. Guð launar fyrir hrafninn stendur einhvers staðar,“ segir Ásgeir. Þó ýmsir sjái nú vá standa fyrir dyrum vegna hækkandi verðbólgu, meiri en mælst hefur síðan 2010 og þá að hrafninn sé slíkur váboði telur seðlabankastjóri, sem er vel að sér um sögu, þjóðtrú og heiðinn sið, það af og frá. Hann segir þetta þvert á móti heillamerki. „Ég er ekki farinn að fórna Óðni til þess að ná árangri gegn verðbólgu,“ segir Ásgeir kankvís í samtali við Vísi. En hvað veit maður? „Hrafninn hefur mjög ríka skírskotun í íslenska þjóðtrú – það að fæða hrafna er heillamerki,“ segir Ásgeir sem les í þetta jákvæð teikn. Hann segir þetta beint úr heiðninni og því hafi Ásgeir fengið að kynnast þegar hann ólst upp fyrir vestan. „Ég hef annars aldrei verið svona nálægt hrafni áður sem er í æti,“ segir Ásgeir sem gómaði hrafninn á mynd í morgun um klukkan 10:30. Þrösturinn þessi syngur þá ei meir borgarbúum til ánægju og yndisauka. En Ásgeir bendir á að hrafninn sé fyrst og fremst hrææta og því allar líkur á því að þrösturinn hafi verið dauður áður en krummi náði að læsa sínum klóm í hann. Ásgeir birti myndskeiðið á Facebook-síðu sinni og þar eru ýmsir að velta þýðingu þessa fyrir sér. Einn segir kaldhæðnislegt að ránfuglinn komist í veislu hjá Seðlabankanum og annar spyr hvort þetta sé nokkuð Þröstur Ólafsson hagfræðingur? En Þröstur sat níu ár í bankaráði Seðlabankans og var formaður þess 1994-99.
Dýr Fuglar Seðlabankinn Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Sjá meira