UEFA biður Liverpool og Real Madrid afsökunar Atli Arason skrifar 3. júní 2022 19:30 Stade de France leikvangurinn rétt áður en úrslitaleikur Real Madrid og Liverpool hófst. Getty Images Tæpri viku eftir úrslitaleik Meistaradeildarinnar í París hefur knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, loks beðist afsökunar á þeirri óreiðu sem varð fyrir utan Stade de France leikvanginn. „UEFA biðst innilegar afsökunar til allra þeirra stuðningsmanna sem upplifðu eða urðu vitni af hræðilegum atburðum í aðdraganda úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Enginn stuðningsmaður á að þurfa að upplifa svona lagað og þetta má ekki koma fyrir aftur,“ segir í yfirlýsingu frá UEFA. Aðkoma stuðningsmanna að leikvanginum var ekki nægilega vel skipulögð og sérstaklega sú sem sneri að stuðningsmönnum Liverpool. Stuðningsmennirnir voru síðar beittir táragasi þegar sumir þeirra reyndu í örvæntingu sinni að komast inn á leikvöllinn. Fyrstu viðbrögð UEFA við atburðunum var að seinka leiknum og skella sökinni á stuðningsmenn sem komu of seint á völlinn. Síðar gaf knattspyrnusambandið þær útskýringar að seinkunin var vegna þess hve margir stuðningsmenn voru með falsaða miða. Strax að leik loknum skipaði UEFA í óháða nefnd sem átti að fara yfir það sem fór úrskeiðis með því markmiði að greina mistök og draga lærdóm af atburðunum. Nefnd UEFA mun fara yfir atburðina frá A til Ö, alveg frá því að stuðningsmenn beggja liða komu saman og þá leið sem þeir fóru að leikvanginum. Einnig munu almennir óháðir áhorfendur vera skoðaðir og farið yfir störf og viðbrögð frönsku lögreglunnar, franska knattspyrnusambandsins og starfsfólks Stade de France. Portúgalinn Tiago Brandão Rodrigues mun leiða störf nefndarinnar og skýrslan verður birt um leið og hún er klár, að sögn UEFA. UEFA wishes to sincerely apologise to all spectators who had to experience or witness frightening and distressing events in the build-up to the UEFA Champions League final last week.An independent review will seek to establish a full picture of what occurred.Full details: ⬇️— UEFA (@UEFA) June 3, 2022 Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla UEFA Frakkland Mest lesið Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Fótbolti „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Íslenski boltinn „Dómur af himnum ofan“ Íslenski boltinn Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Íslenski boltinn Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Sjá meira
„UEFA biðst innilegar afsökunar til allra þeirra stuðningsmanna sem upplifðu eða urðu vitni af hræðilegum atburðum í aðdraganda úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Enginn stuðningsmaður á að þurfa að upplifa svona lagað og þetta má ekki koma fyrir aftur,“ segir í yfirlýsingu frá UEFA. Aðkoma stuðningsmanna að leikvanginum var ekki nægilega vel skipulögð og sérstaklega sú sem sneri að stuðningsmönnum Liverpool. Stuðningsmennirnir voru síðar beittir táragasi þegar sumir þeirra reyndu í örvæntingu sinni að komast inn á leikvöllinn. Fyrstu viðbrögð UEFA við atburðunum var að seinka leiknum og skella sökinni á stuðningsmenn sem komu of seint á völlinn. Síðar gaf knattspyrnusambandið þær útskýringar að seinkunin var vegna þess hve margir stuðningsmenn voru með falsaða miða. Strax að leik loknum skipaði UEFA í óháða nefnd sem átti að fara yfir það sem fór úrskeiðis með því markmiði að greina mistök og draga lærdóm af atburðunum. Nefnd UEFA mun fara yfir atburðina frá A til Ö, alveg frá því að stuðningsmenn beggja liða komu saman og þá leið sem þeir fóru að leikvanginum. Einnig munu almennir óháðir áhorfendur vera skoðaðir og farið yfir störf og viðbrögð frönsku lögreglunnar, franska knattspyrnusambandsins og starfsfólks Stade de France. Portúgalinn Tiago Brandão Rodrigues mun leiða störf nefndarinnar og skýrslan verður birt um leið og hún er klár, að sögn UEFA. UEFA wishes to sincerely apologise to all spectators who had to experience or witness frightening and distressing events in the build-up to the UEFA Champions League final last week.An independent review will seek to establish a full picture of what occurred.Full details: ⬇️— UEFA (@UEFA) June 3, 2022
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla UEFA Frakkland Mest lesið Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Fótbolti „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Íslenski boltinn „Dómur af himnum ofan“ Íslenski boltinn Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Íslenski boltinn Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Sjá meira