Sannfærð um að Ísland hefði unnið Eurovision og ákvað að læra íslensku Vésteinn Örn Pétursson skrifar 4. júní 2022 09:11 Louise ákvað að læra íslensku þar sem hún taldi Ísland líklegast til sigurs í Eurovision árið 2020, þegar keppnin var blásin af vegna Covid. Samsett Bresk kona sem hefur einsett sér að læra tungumál þeirrar þjóðar sem vinnur Eurovision hverju sinni ákvað að læra íslensku eftir að keppninni var aflýst árið 2020. Hún telur að Daði og Gagnamagnið hefðu verið líklegust til sigurs það árið. Hún hefur þegar lært ítölsku og hollensku en segir íslenskuna hafa verið meiri áskorun. Louise Frith er stödd hér á landi í nokkurs konar pílagrímsferð, eftir að hafa einsett sér að læra íslensku eftir að Eurovision 2020 var aflýst vegna Covid. Louise taldi Ísland líklegt til sigurs og ákvað því að byrja að læra íslensku þó að enginn opinber sigurvegari hafi verið krýndur. Framlag Íslands það árið var lagið Think about things með Daða og Gagnamagninu. Louise segir íslensku ekki aðgengilegasta tungumálið til að læra. „Mér tókst að kaupa kennslubók, býsna gamla, sem var ætluð bandarískum hermönnum á 5. áratugnum. Þetta er mjög gamaldags nám með bók og maður þarf að fara í gegnum alla málfræðina. Málfræðin er ekki mjög auðveld fyrir enskumælandi fólk,“ segir Louise, á ensku. Heldurðu að það hefði hjálpað að hafa app eins og Duolingo? „Já, tvímælalaust. Ég stunda tungumálanám aðallega á Duolingo,“ segir Louise. Hlaðvörp, fréttir og sjónvarpsþættir Louise lærir málið þó ekki á eina bók, heldur reynir hún að fylgjast með íslenskum fréttum, hlaðvörpum og sjónvarpsþáttum. Hún segir það valda því að hún sé farin að skilja málið nokkuð vel, bæði ritað og mælt. Hún gerir sitt besta við að reyna að tala málið líka, en finnst það talsvert erfiðara. Louise segist þó geta myndað einfaldar setningar. Þegar blaðamaður spurði hana, á íslensku, hvers vegna hún hefði lagt leið sína til Íslands, stóð ekki á svari á okkar ástkæra ylhýra: „Mig langar að læra íslensku.“ Hatari í uppáhaldi Louise hefur lengi verið mikill aðdáandi Eurovision, en ákvað eftir keppnina árið 2019 að læra tungumál sigurvegara hvers árs og ferðast til sigurlandsins. Hún hefur því bæði lært hollensku og ítölsku frá því hún tók upp nýja áhugamálið. Sigurvegarinn í ár var Úkraína, sem á nú í stríði við Rússland. Louise er þegar byrjuð að læra smá úkraínsku. „Mig langar til að fara einhvern tímann til Úkraínu en núna er auðvitað ekki rétti tíminn. Ég held að ég fari ekki þangað næstu árin, því miður,“ segir Louise, búin að skipta aftur yfir í enskuna. Louise segist mikill aðdáandi framlaga Íslands til Eurovision í gegnum tíðina og var til að mynda afar hrifin af atriði Íslands í ár. Hvað er uppáhalds íslenska Eurovision-lagið þitt? „Hatari með Hatrið mun sigra,“ segir Louise að lokum, á íslensku. Eurovision Íslenska á tækniöld Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslandsvinir Mest lesið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Lay Low á Grand Rokk Tónlist Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Lífið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Wulfgang í tónleikaferð til Kína Tónlist Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ Lífið Fleiri fréttir Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Sjá meira
Louise Frith er stödd hér á landi í nokkurs konar pílagrímsferð, eftir að hafa einsett sér að læra íslensku eftir að Eurovision 2020 var aflýst vegna Covid. Louise taldi Ísland líklegt til sigurs og ákvað því að byrja að læra íslensku þó að enginn opinber sigurvegari hafi verið krýndur. Framlag Íslands það árið var lagið Think about things með Daða og Gagnamagninu. Louise segir íslensku ekki aðgengilegasta tungumálið til að læra. „Mér tókst að kaupa kennslubók, býsna gamla, sem var ætluð bandarískum hermönnum á 5. áratugnum. Þetta er mjög gamaldags nám með bók og maður þarf að fara í gegnum alla málfræðina. Málfræðin er ekki mjög auðveld fyrir enskumælandi fólk,“ segir Louise, á ensku. Heldurðu að það hefði hjálpað að hafa app eins og Duolingo? „Já, tvímælalaust. Ég stunda tungumálanám aðallega á Duolingo,“ segir Louise. Hlaðvörp, fréttir og sjónvarpsþættir Louise lærir málið þó ekki á eina bók, heldur reynir hún að fylgjast með íslenskum fréttum, hlaðvörpum og sjónvarpsþáttum. Hún segir það valda því að hún sé farin að skilja málið nokkuð vel, bæði ritað og mælt. Hún gerir sitt besta við að reyna að tala málið líka, en finnst það talsvert erfiðara. Louise segist þó geta myndað einfaldar setningar. Þegar blaðamaður spurði hana, á íslensku, hvers vegna hún hefði lagt leið sína til Íslands, stóð ekki á svari á okkar ástkæra ylhýra: „Mig langar að læra íslensku.“ Hatari í uppáhaldi Louise hefur lengi verið mikill aðdáandi Eurovision, en ákvað eftir keppnina árið 2019 að læra tungumál sigurvegara hvers árs og ferðast til sigurlandsins. Hún hefur því bæði lært hollensku og ítölsku frá því hún tók upp nýja áhugamálið. Sigurvegarinn í ár var Úkraína, sem á nú í stríði við Rússland. Louise er þegar byrjuð að læra smá úkraínsku. „Mig langar til að fara einhvern tímann til Úkraínu en núna er auðvitað ekki rétti tíminn. Ég held að ég fari ekki þangað næstu árin, því miður,“ segir Louise, búin að skipta aftur yfir í enskuna. Louise segist mikill aðdáandi framlaga Íslands til Eurovision í gegnum tíðina og var til að mynda afar hrifin af atriði Íslands í ár. Hvað er uppáhalds íslenska Eurovision-lagið þitt? „Hatari með Hatrið mun sigra,“ segir Louise að lokum, á íslensku.
Eurovision Íslenska á tækniöld Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslandsvinir Mest lesið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Lay Low á Grand Rokk Tónlist Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Lífið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Wulfgang í tónleikaferð til Kína Tónlist Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ Lífið Fleiri fréttir Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Sjá meira
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning