Hlynur verður fertugur eftir rétt rúman mánuð og er einn reynslumesti leikmaður íslenska körfuboltans.
Hann gerir eins árs framlengingu á samningi sínum við Garðabæjarliðið en hann hefur leikið með liðinu síðan 2016 og þrisvar hampað bikarmeistaratitli.
Hlynur hefur leikið með Snæfelli og Skallagrími hér á landi auk Stjörnunnar en lék einnig um skeið sem atvinnumaður í Svíþjóð og Hollandi. Hann er sjötti leikjahæsti leikmaður íslenska landsliðsins með 125 A-landsleiki.