Hinn 37 ára gamli Chiellini hefur samið við bandaríska úrvalsdeildarliðið Los Angeles FC sem hafnaði í nítjánda sæti MLS deildarinnar á síðustu leiktíð þrátt fyrir að skarta Carlos Vela í fremstu víglínu.
Tvítugur að aldri var Chiellini keyptur til Juventus og hefur síðan þá, ef frá er talið eitt tímabil að láni hjá Fiorentina, verið máttarstólpi í varnarleik liðsins og hampað ófáum titlum með Juventus.
#Calciomercato | #Chiellini, accordo raggiunto con il @LAFC: manca solo la firmahttps://t.co/LhKpIz69t9
— Gianluca Di Marzio (@DiMarzio) June 3, 2022
Chiellini yfirgefur Juventus sem þriðji leikjahæsti leikmaður í sögu félagsins með 561 leik en aðeins Alessandro Del Piero og Gianluigi Buffon hafa leikið fleiri leiki fyrir ítalska stórveldið.