Tevez hóf feril sinn hjá Boca Juniors í Argentínu áður en hann elti seðilinn til Corinthians í Brasilíu. Þaðan lá leiðin til West Ham United á Englandi sem þá var undir íslensku eignarhaldi.
"I lost my number one fan"
— talkSPORT (@talkSPORT) June 4, 2022
Carlos Tevez has called time on a glittering career https://t.co/bG68rTLBxh
Tevez var ekki allra og segja má að ýmis vistaskipti hans hafi vakið athygli, undrun og reiði. Þó aldrei eins og þegar hann færði sig um set frá Manchester United til Manchester City árið 2009. Þaðan lá leiðin til Juventus á Ítalíu, heim til Boca áður en hann elti seðilinn á nýjan leik en að þessu sinni til Kína og svo aftur til Boca árið 2018 þar sem hann hefur spilað síðan 2018.
„Það hefur verið erfitt að spila undanfarið ár en ég gat þó alltaf séð gamla manninn (föður sinn). Ég hef ákveðið að hætta að spila þar sem ég hef misst minn helsta stuðningsmann,“ sagði Tevez um ástæðu þess að skórnir væru farnir á hilluna.
Tevez var gríðarlega vinnusamur framherji sem skoraði þó vel yfir 200 mörk á ferli sínum. Þá vann hann fjölda titla, þar á meðal ensku úrvalsdeildina þrívegis, FA bikarinn og ítölsku úrvalsdeildina tvívegis sem og Meistaradeild Evrópu og FA bikarinn einu sinni.
Carlos Tevez gave us one of the coldest football photos pic.twitter.com/3yDMMX9BZw
— B/R Football (@brfootball) June 4, 2022
Þá vann Tevez gull á Ólympíuleikunum með Argentínu ásamt því að enda þrívegis í öðru sæti Suður-Ameríkubikarsins.