Búist við tæplega 3000 áhorfendum á Laugardalsvöll á morgun | „Þetta unga lið á skilið stuðning“ Arnar Geir Halldórsson skrifar 5. júní 2022 14:10 Laugardalsvöllur í Reykjavík, höfuðstöðvar KSÍ. Vísir/Vilhelm Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari Íslands, segir mikilvægt fyrir ungt A-landslið Íslands að finna fyrir stuðning frá íslensku þjóðinni. Þetta kom fram í máli Arnars Þórs á blaðamannafundi sem haldinn var í dag í aðdraganda leiks Íslands og Albaníu á Laugardalsvelli á morgun. Í byrjun fundarins vakti Ómar Smárason, samskiptastjóri KSÍ, athygli á því að búist væri við á bilinu 2500-3000 áhorfendum á Laugardalsvöll á morgun og í þeim hópi væru minnst 140 albanskir stuðningsmenn. Birkir Bjarnason, landsliðsfyrirliði, sat einnig fyrir svörum og sagðist vona til þess að betri spilamennska liðsins að undanförnu myndi laða fólk á leikinn. „Andinn er mjög góður í hópnum. Við viljum og vonumst til að fá marga á völlinn á morgun. Við skiljum að við höfum ekki verið að ná nógu góðum úrslitum undanfarin ár en mér finnst við hafa verið að spila mjög góðan bolta í síðustu leikjum. Vonandi sér fólk það og mætir á völlinn,“ sagði Birkir. Ekki eru liðin mörg ár síðan slegist var um að fá miða á landsleiki Íslands.VÍSIR/DANÍEL Arnar Þór var spurður út í það hvað landsliðið gæti gert til að fá fólk aftur á völlinn. „Við þurfum að halda áfram að sýna frammistöður eins og við gerðum úti í Ísrael. Það var mjög góður leikur. Fjögur mörk og mikið af færum. Það er það sem fólk vill sjá,“ sagði Arnar Þór og hélt áfram. „Ég man sjálfur þegar maður var lítill pjakkur að mæta á Laugardalsvöll að sjá íslenska landsliðið spila. Þetta voru hetjurnar mínar. Ég vona að foreldrar barna sem eru í fótbolta á Íslandi geri sér leið í Laugardalinn á morgun og gefi börnunum sínum tækifæri á að koma og sjá íslenska landsliðið spila.“ „Fyrir ungt knattspyrnufólk er þetta eitthvað sem situr í hausnum þeirra allt þeirra líf. Ég man enn eftir að hafa mætt á völlinn og séð Atla og Ásgeir. Það byggði upp minn draum,“ sagði Arnar Þór. Hann sagði það einnig mikilvægt fyrir leikmenn landsliðsins að fá góðan stuðning en sjaldan í íslenskri knattspyrnusögu hefur Ísland teflt fram jafn reynslulitlu landsliði og þessa dagana. „Það er mikilvægt fyrir okkar leikmenn að finna fyrir stuðning frá þjóðinni. Þetta veit ég frá því ég var spila sjálfur. Þegar það var góð og jákvæð stemning í Laugardalnum þá getur það ýtt liðinu áfram. Þetta unga lið á það skilið. Þetta eru mjög hæfileikaríkir knattspyrnumenn sem við erum að ala upp og þróa svo ég vona að fólk geri sér leið í Laugardalinn og geti sagt eftir eitt eða tvö ár: Ég man bara þegar þessir voru að byrja. Þá verðum við vonandi komnir með alvöru lið á lokamót,“ sagði Arnar Þór. Blaðamannafundinn í heild sinni má sjá hér að neðan. Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Svona var blaðamannafundur Íslands fyrir leikinn gegn Albaníu Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari karla í fótbolta, sat fyrir svörum ásamt Birki Bjarnasyni, landsliðsfyrirliða, á blaðamannafundi fyrir leik Íslands gegn Albaníu í Þjóðadeildinni annað kvöld. 5. júní 2022 13:35 Mest lesið Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Elías mættur til meistaranna Íslenski boltinn Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Stjarnan - Álftanes | Nágrannaslagur í Garðabæ Körfubolti KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Sjá meira
Þetta kom fram í máli Arnars Þórs á blaðamannafundi sem haldinn var í dag í aðdraganda leiks Íslands og Albaníu á Laugardalsvelli á morgun. Í byrjun fundarins vakti Ómar Smárason, samskiptastjóri KSÍ, athygli á því að búist væri við á bilinu 2500-3000 áhorfendum á Laugardalsvöll á morgun og í þeim hópi væru minnst 140 albanskir stuðningsmenn. Birkir Bjarnason, landsliðsfyrirliði, sat einnig fyrir svörum og sagðist vona til þess að betri spilamennska liðsins að undanförnu myndi laða fólk á leikinn. „Andinn er mjög góður í hópnum. Við viljum og vonumst til að fá marga á völlinn á morgun. Við skiljum að við höfum ekki verið að ná nógu góðum úrslitum undanfarin ár en mér finnst við hafa verið að spila mjög góðan bolta í síðustu leikjum. Vonandi sér fólk það og mætir á völlinn,“ sagði Birkir. Ekki eru liðin mörg ár síðan slegist var um að fá miða á landsleiki Íslands.VÍSIR/DANÍEL Arnar Þór var spurður út í það hvað landsliðið gæti gert til að fá fólk aftur á völlinn. „Við þurfum að halda áfram að sýna frammistöður eins og við gerðum úti í Ísrael. Það var mjög góður leikur. Fjögur mörk og mikið af færum. Það er það sem fólk vill sjá,“ sagði Arnar Þór og hélt áfram. „Ég man sjálfur þegar maður var lítill pjakkur að mæta á Laugardalsvöll að sjá íslenska landsliðið spila. Þetta voru hetjurnar mínar. Ég vona að foreldrar barna sem eru í fótbolta á Íslandi geri sér leið í Laugardalinn á morgun og gefi börnunum sínum tækifæri á að koma og sjá íslenska landsliðið spila.“ „Fyrir ungt knattspyrnufólk er þetta eitthvað sem situr í hausnum þeirra allt þeirra líf. Ég man enn eftir að hafa mætt á völlinn og séð Atla og Ásgeir. Það byggði upp minn draum,“ sagði Arnar Þór. Hann sagði það einnig mikilvægt fyrir leikmenn landsliðsins að fá góðan stuðning en sjaldan í íslenskri knattspyrnusögu hefur Ísland teflt fram jafn reynslulitlu landsliði og þessa dagana. „Það er mikilvægt fyrir okkar leikmenn að finna fyrir stuðning frá þjóðinni. Þetta veit ég frá því ég var spila sjálfur. Þegar það var góð og jákvæð stemning í Laugardalnum þá getur það ýtt liðinu áfram. Þetta unga lið á það skilið. Þetta eru mjög hæfileikaríkir knattspyrnumenn sem við erum að ala upp og þróa svo ég vona að fólk geri sér leið í Laugardalinn og geti sagt eftir eitt eða tvö ár: Ég man bara þegar þessir voru að byrja. Þá verðum við vonandi komnir með alvöru lið á lokamót,“ sagði Arnar Þór. Blaðamannafundinn í heild sinni má sjá hér að neðan.
Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Svona var blaðamannafundur Íslands fyrir leikinn gegn Albaníu Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari karla í fótbolta, sat fyrir svörum ásamt Birki Bjarnasyni, landsliðsfyrirliða, á blaðamannafundi fyrir leik Íslands gegn Albaníu í Þjóðadeildinni annað kvöld. 5. júní 2022 13:35 Mest lesið Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Elías mættur til meistaranna Íslenski boltinn Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Stjarnan - Álftanes | Nágrannaslagur í Garðabæ Körfubolti KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Sjá meira
Svona var blaðamannafundur Íslands fyrir leikinn gegn Albaníu Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari karla í fótbolta, sat fyrir svörum ásamt Birki Bjarnasyni, landsliðsfyrirliða, á blaðamannafundi fyrir leik Íslands gegn Albaníu í Þjóðadeildinni annað kvöld. 5. júní 2022 13:35