Öskugos hafið á Filippseyjum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 5. júní 2022 17:15 Aska og gufa risu upp frá eldfjallinu Bulusan um hádegisbilið í dag. AP Photo/Karlyn Dupan Hamor Öskugos hófst á Filippseyjum í morgun í fjalli suðaustur af Maníla, höfuðborg landsins. Öskuskýið frá fjallinu nær um kílómeter upp í himininn og ösku hefur rignt yfir nærliggjandi bæi. Hættuástandi var lýst yfir vegna gossins af náttúruvárstofnun Filippseyja í morgun þegar aska tók að rísa upp frá eldfjallinu Bulusan í Sorsogon héraði. Samkvæmt frétt AP er hraunrennsli ekki hafið úr fjallinu þó öskuskýið liggi yfir því. Að sögn yfirvalda hafa engin slys á fólki orðið í tengslum við gosið. Fjórtán ferðamenn auk fjögurra leiðsögumanna voru í göngu á fjallinu þegar öskugosið hófst um hádegisbil en allir komust óhulltir til byggða. Bulusan er eitt virkasta eldfjall Filippseyja og nokkur skjálftavirkni mælst við fjallið að undanförnu. Síðastliðin ár hafa öskugos verið tíð í fjallinu. Hættuástandi hefur verið lýst yfir á nærliggjandi svæðum við eldfjallið.AP Photo/Karlyn Dupan Hamor Minnst sjö þorp í kring um fjallið hafa fundið fyrir öskufalli í dag og fólk verið hvatt til að halda sig innandyra og bera grímur fyrir vitum. Þá hafa ferðamenn verið beðnir um að aka varlega í nágrenni við fjallið. Yfirvöld funda nú um hvort rýma eigi nærliggjandi þorp, þá sér í lagi þungaðar konur, aldraða og börn. Utan þess svæðis sem flokkað er hættusvæði vegna eldgossins hafa íbúar suðaustur af eldfjallinu verið beðnir um að fylgjast vel með næstu daga og vera viðbúnir ef ske kynni að eldgos hefjist í fjallinu. Þá hefur einnig verið varað við aurskriðum vegna öskufallsins, en nú er mikil rigningatíð í Filippseyjum. Þá hafa flugmenn verið varað við því að fljúga nálægt fjallinu, sem er um 600 kílómetra suðaustur af Maníla. Filippseyjar Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Búa sig undir að flytja hundruð þúsundir burt vegna eldgossins Áframhaldandi skjálftavirkni og vaxandi þrýstingur undir eldstöðinni þykir vísbending um að enn stærra gos sé í vændum á FIlippseyjum. 13. janúar 2020 15:52 Eldgos hafið á Filippseyjum Eldgos er hafið í eldfjallinu Taal á Filippseyjum sem er í um sjötíu kílómetra fjarlægð frá höfuðborginni Manila. 13. janúar 2020 08:31 Gríðarlegar hamfarir á Filippseyjum Fellibylurinni Haiyan skall á austurströnd Filippseyja á föstudaginn og olli gífurlegu manntjóni og eyðileggingu. Lík liggja á víð og dreif og hanga jafnvel úr trjám. Samband hefur enn ekki náðst við fjölda byggða og reiknað er með að fjöldi látinna muni hækka enn meira. 11. nóvember 2013 06:45 Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Fleiri fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Sjá meira
Hættuástandi var lýst yfir vegna gossins af náttúruvárstofnun Filippseyja í morgun þegar aska tók að rísa upp frá eldfjallinu Bulusan í Sorsogon héraði. Samkvæmt frétt AP er hraunrennsli ekki hafið úr fjallinu þó öskuskýið liggi yfir því. Að sögn yfirvalda hafa engin slys á fólki orðið í tengslum við gosið. Fjórtán ferðamenn auk fjögurra leiðsögumanna voru í göngu á fjallinu þegar öskugosið hófst um hádegisbil en allir komust óhulltir til byggða. Bulusan er eitt virkasta eldfjall Filippseyja og nokkur skjálftavirkni mælst við fjallið að undanförnu. Síðastliðin ár hafa öskugos verið tíð í fjallinu. Hættuástandi hefur verið lýst yfir á nærliggjandi svæðum við eldfjallið.AP Photo/Karlyn Dupan Hamor Minnst sjö þorp í kring um fjallið hafa fundið fyrir öskufalli í dag og fólk verið hvatt til að halda sig innandyra og bera grímur fyrir vitum. Þá hafa ferðamenn verið beðnir um að aka varlega í nágrenni við fjallið. Yfirvöld funda nú um hvort rýma eigi nærliggjandi þorp, þá sér í lagi þungaðar konur, aldraða og börn. Utan þess svæðis sem flokkað er hættusvæði vegna eldgossins hafa íbúar suðaustur af eldfjallinu verið beðnir um að fylgjast vel með næstu daga og vera viðbúnir ef ske kynni að eldgos hefjist í fjallinu. Þá hefur einnig verið varað við aurskriðum vegna öskufallsins, en nú er mikil rigningatíð í Filippseyjum. Þá hafa flugmenn verið varað við því að fljúga nálægt fjallinu, sem er um 600 kílómetra suðaustur af Maníla.
Filippseyjar Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Búa sig undir að flytja hundruð þúsundir burt vegna eldgossins Áframhaldandi skjálftavirkni og vaxandi þrýstingur undir eldstöðinni þykir vísbending um að enn stærra gos sé í vændum á FIlippseyjum. 13. janúar 2020 15:52 Eldgos hafið á Filippseyjum Eldgos er hafið í eldfjallinu Taal á Filippseyjum sem er í um sjötíu kílómetra fjarlægð frá höfuðborginni Manila. 13. janúar 2020 08:31 Gríðarlegar hamfarir á Filippseyjum Fellibylurinni Haiyan skall á austurströnd Filippseyja á föstudaginn og olli gífurlegu manntjóni og eyðileggingu. Lík liggja á víð og dreif og hanga jafnvel úr trjám. Samband hefur enn ekki náðst við fjölda byggða og reiknað er með að fjöldi látinna muni hækka enn meira. 11. nóvember 2013 06:45 Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Fleiri fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Sjá meira
Búa sig undir að flytja hundruð þúsundir burt vegna eldgossins Áframhaldandi skjálftavirkni og vaxandi þrýstingur undir eldstöðinni þykir vísbending um að enn stærra gos sé í vændum á FIlippseyjum. 13. janúar 2020 15:52
Eldgos hafið á Filippseyjum Eldgos er hafið í eldfjallinu Taal á Filippseyjum sem er í um sjötíu kílómetra fjarlægð frá höfuðborginni Manila. 13. janúar 2020 08:31
Gríðarlegar hamfarir á Filippseyjum Fellibylurinni Haiyan skall á austurströnd Filippseyja á föstudaginn og olli gífurlegu manntjóni og eyðileggingu. Lík liggja á víð og dreif og hanga jafnvel úr trjám. Samband hefur enn ekki náðst við fjölda byggða og reiknað er með að fjöldi látinna muni hækka enn meira. 11. nóvember 2013 06:45