„Þetta er leikur sem við eigum að vinna“ Valur Páll Eiríksson skrifar 6. júní 2022 22:30 Arnór Sigurðsson segir að Ísland eigi að vinna Albaníu á heimavelli. Vísir/Diego Arnór Sigurðsson var öflugur í liði Íslands er það gerði 1-1 jafntefli við Albaníu í Þjóðadeildinni á Laugardalsvelli í kvöld. Arnór segir Ísland eiga að gera kröfu á sigur í svona leik. „Þetta er svekkjandi að ná ekki að klára þetta. Mér fannst við koma vel inn í seinni hálfleikinn, fyrri hálfleikurinn var kannski kaflaskiptur, þar sem við náðum ekki alveg að spila þann leik sem við vildum spila. Við fáum, og ég fæ, fín færi í fyrri hálfleik og við komumst í fínar stöður í seinni, svo það er svekkjandi að ná ekki að klára þetta.“ sagði Arnór um tilfinninguna eftir leik. Arnór var þá spurður hvort liðið hefði farið yfir eitthvað sérstakt í hálfleik. Fyrst tilfinningin sé að síðari hálfleikurinn hafi verið töluvert betri en sá fyrri. „Við vildum pressa þá hærra. Það var líka planið í fyrri en kannski gekk ekki alveg. Við vorum ákveðnari og meðvitaðri um það í seinni og skorum snemma sem gefur okkur helling. Seinni hálfleikurinn mjög góður finnst mér.“ Ísland er með tvö stig eftir tvo leiki í riðli sínum í Þjóðadeildinni. Jafntefli kvöldsins kemur í kjölfarið á 2-2 jafntefli við Ísrael ytra í miðri viku. Hvað vantar upp á svo þrjú stig náist? „Mér fannst markið sem þeir skora frekar soft. Við þurfum að vera þéttari og þetta á ekki að gerast, það á ekki að koma rebound inn í teig sem við vinnum ekki. Þannig að við þurfum að fara yfir þennan leik. Mér fannst við sýna karakter að koma til baka en við eigum líka að klára svona leiki - heima á móti Albaníu - þetta er leikur sem við eigum að vinna.“ segir Arnór. Arnór kvaðst að lokum ánægður með stemninguna á vellinum í kvöld. Alltaf sé gott að spila á Laugardalsvelli. „Það er alltaf gaman að koma og spila á Íslandi, sérstaklega þegar það er stemning. Mér fannst fín stemning í dag og vonandi sjáum við fleiri á móti Ísrael. En það að koma og spila á Laugardalsvelli er alltaf sérstök tilfinning.“ Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir „Vildi ekki reyna að halda boltanum á blautu grasi“ Rúnar Alex Rúnarsson, markmaður A-landsliðs karla, var súr eftir annað jafnteflið í röð í Þjóðadeild UEFA 6. júní 2022 21:45 Einkunnir Íslands: Engar flugeldasýningar Ísland náði í annað stigið sitt þegar þeir gerðu jafntefli á móti Albönum fyrr í kvöld á Laugardalsvelli. Leikið var í annarri umferð annars riðils B deildar Þjóðardeildarinnar og enduðu leikar 1-1 í kaflaskiptum leik. 6. júní 2022 21:30 Twitter um landsleikinn: „Betur má ef duga skal“ Ísland og Albanía gerðu 1-1 jafntefli þegar liðin mættust í Þjóðadeild UEFA á Laugardalsvelli í kvöld. Eins og áður hafði þjóðin ýmislegt um leikinn að segja á Twitter. 6. júní 2022 20:42 Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Littler hunsaði Beckham óvart Enski boltinn Þórir búinn að opna pakkann Handbolti Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti Domino's gerði grín að Havertz Enski boltinn „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Fótbolti Fleiri fréttir Conte vill fá Garnacho í staðinn fyrir Kvaratskhelia Littler hunsaði Beckham óvart „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Domino's gerði grín að Havertz Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Unnu fyrir þrettán ára vin sem lést úr hvítblæði Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Ekkert mál fyrir Dýrlingana Tvö mörk frá Elíasi Má dugðu ekki til Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Sjá meira
„Þetta er svekkjandi að ná ekki að klára þetta. Mér fannst við koma vel inn í seinni hálfleikinn, fyrri hálfleikurinn var kannski kaflaskiptur, þar sem við náðum ekki alveg að spila þann leik sem við vildum spila. Við fáum, og ég fæ, fín færi í fyrri hálfleik og við komumst í fínar stöður í seinni, svo það er svekkjandi að ná ekki að klára þetta.“ sagði Arnór um tilfinninguna eftir leik. Arnór var þá spurður hvort liðið hefði farið yfir eitthvað sérstakt í hálfleik. Fyrst tilfinningin sé að síðari hálfleikurinn hafi verið töluvert betri en sá fyrri. „Við vildum pressa þá hærra. Það var líka planið í fyrri en kannski gekk ekki alveg. Við vorum ákveðnari og meðvitaðri um það í seinni og skorum snemma sem gefur okkur helling. Seinni hálfleikurinn mjög góður finnst mér.“ Ísland er með tvö stig eftir tvo leiki í riðli sínum í Þjóðadeildinni. Jafntefli kvöldsins kemur í kjölfarið á 2-2 jafntefli við Ísrael ytra í miðri viku. Hvað vantar upp á svo þrjú stig náist? „Mér fannst markið sem þeir skora frekar soft. Við þurfum að vera þéttari og þetta á ekki að gerast, það á ekki að koma rebound inn í teig sem við vinnum ekki. Þannig að við þurfum að fara yfir þennan leik. Mér fannst við sýna karakter að koma til baka en við eigum líka að klára svona leiki - heima á móti Albaníu - þetta er leikur sem við eigum að vinna.“ segir Arnór. Arnór kvaðst að lokum ánægður með stemninguna á vellinum í kvöld. Alltaf sé gott að spila á Laugardalsvelli. „Það er alltaf gaman að koma og spila á Íslandi, sérstaklega þegar það er stemning. Mér fannst fín stemning í dag og vonandi sjáum við fleiri á móti Ísrael. En það að koma og spila á Laugardalsvelli er alltaf sérstök tilfinning.“
Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir „Vildi ekki reyna að halda boltanum á blautu grasi“ Rúnar Alex Rúnarsson, markmaður A-landsliðs karla, var súr eftir annað jafnteflið í röð í Þjóðadeild UEFA 6. júní 2022 21:45 Einkunnir Íslands: Engar flugeldasýningar Ísland náði í annað stigið sitt þegar þeir gerðu jafntefli á móti Albönum fyrr í kvöld á Laugardalsvelli. Leikið var í annarri umferð annars riðils B deildar Þjóðardeildarinnar og enduðu leikar 1-1 í kaflaskiptum leik. 6. júní 2022 21:30 Twitter um landsleikinn: „Betur má ef duga skal“ Ísland og Albanía gerðu 1-1 jafntefli þegar liðin mættust í Þjóðadeild UEFA á Laugardalsvelli í kvöld. Eins og áður hafði þjóðin ýmislegt um leikinn að segja á Twitter. 6. júní 2022 20:42 Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Littler hunsaði Beckham óvart Enski boltinn Þórir búinn að opna pakkann Handbolti Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti Domino's gerði grín að Havertz Enski boltinn „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Fótbolti Fleiri fréttir Conte vill fá Garnacho í staðinn fyrir Kvaratskhelia Littler hunsaði Beckham óvart „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Domino's gerði grín að Havertz Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Unnu fyrir þrettán ára vin sem lést úr hvítblæði Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Ekkert mál fyrir Dýrlingana Tvö mörk frá Elíasi Má dugðu ekki til Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Sjá meira
„Vildi ekki reyna að halda boltanum á blautu grasi“ Rúnar Alex Rúnarsson, markmaður A-landsliðs karla, var súr eftir annað jafnteflið í röð í Þjóðadeild UEFA 6. júní 2022 21:45
Einkunnir Íslands: Engar flugeldasýningar Ísland náði í annað stigið sitt þegar þeir gerðu jafntefli á móti Albönum fyrr í kvöld á Laugardalsvelli. Leikið var í annarri umferð annars riðils B deildar Þjóðardeildarinnar og enduðu leikar 1-1 í kaflaskiptum leik. 6. júní 2022 21:30
Twitter um landsleikinn: „Betur má ef duga skal“ Ísland og Albanía gerðu 1-1 jafntefli þegar liðin mættust í Þjóðadeild UEFA á Laugardalsvelli í kvöld. Eins og áður hafði þjóðin ýmislegt um leikinn að segja á Twitter. 6. júní 2022 20:42