Vantraust á ráðherra fellt og sænska stjórnin situr áfram Kjartan Kjartansson skrifar 7. júní 2022 11:29 Morgan Johansson, dómsmála- og innanríkisráðherra Svíþjóðar, slapp naumlega við vantraust í sænska þinginu. Vísir/EPA Dómsmála- og innanríkisráðherra Svíþjóðar stóð af sér vantrauststillögu í sænska þinginu í dag. Magdalena Anderson forsætisráðherra hafði hótað því að ríkisstjórnin segði af sér ef vantrausti yrði lýst á ráðherrann. Aðeins einu atkvæði munaði að vantrausti yrði lýst á Morgan Johansson, dómsmála- og innanríkisráðherra. Stjórnarandstaðan lagði fram vantrauststillöguna á hendur honum vegna fjölda skotárása í Svíþjóð að undanförnu. Á endanum greiddu 174 þingmann atkvæði með vantrausti en 97 á móti. Sjötíu sátu hjá eða voru fjarverandi. Atkvæði 175 þingmanna þufti til þess að lýsa yfir vantrausti á Johansson. Ebba Busch, leiðtogi Kristilegra demókrata, lýsti yfir vonbrigðum eftir að úrslit atkvæðagreiðslunnar lágu fyrir. Sakaði hún Johannsson um að hafa brugðist í baráttunni gegn glæpagengjum, að því er kemur fram í frétt Aftonbladet. Aðrir þingmenn voru gagnrýnir á tímasetningu vantrauststillögunnar, nú þegar stríð geisar í Úkraínu og umsókn Svíþjóðar um aðild að Atlantshafsbandalaginu er til meðferðar. „Það er stríð í gangi tveimur klukkustundum frá landamærum Svíþjóðar. Friði í Evrópu er ógnað og við erum í miðju viðkvæmu umsóknarferli hjá NATO. Síðan ákveða nokkrir flokkar að lýsa yfir vantrausti á ráðherra. Það er mjög vondur tími,“ sagði Annie Lööf, leiðtogi Miðflokksins, fyrir atkvæðagreiðsluna. Þingkosningar fara fram í Svíþjóð í september. Svíþjóð Tengdar fréttir Líf sænsku stjórnarinnar í húfi í atkvæðagreiðslu um vantraust Úrslit atkvæðagreiðslu um vantrauststillögu á hendur dómsmálaráðherra Svíþjóðar sem fer fram í sænska þinginu í dag gætu ráðið örlögum ríkisstjórnar Magdalenu Anderson forsætisráðherra. Útlit er fyrir að ráðherrann standi tillöguna af sér naumlega. 7. júní 2022 08:45 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Sjá meira
Aðeins einu atkvæði munaði að vantrausti yrði lýst á Morgan Johansson, dómsmála- og innanríkisráðherra. Stjórnarandstaðan lagði fram vantrauststillöguna á hendur honum vegna fjölda skotárása í Svíþjóð að undanförnu. Á endanum greiddu 174 þingmann atkvæði með vantrausti en 97 á móti. Sjötíu sátu hjá eða voru fjarverandi. Atkvæði 175 þingmanna þufti til þess að lýsa yfir vantrausti á Johansson. Ebba Busch, leiðtogi Kristilegra demókrata, lýsti yfir vonbrigðum eftir að úrslit atkvæðagreiðslunnar lágu fyrir. Sakaði hún Johannsson um að hafa brugðist í baráttunni gegn glæpagengjum, að því er kemur fram í frétt Aftonbladet. Aðrir þingmenn voru gagnrýnir á tímasetningu vantrauststillögunnar, nú þegar stríð geisar í Úkraínu og umsókn Svíþjóðar um aðild að Atlantshafsbandalaginu er til meðferðar. „Það er stríð í gangi tveimur klukkustundum frá landamærum Svíþjóðar. Friði í Evrópu er ógnað og við erum í miðju viðkvæmu umsóknarferli hjá NATO. Síðan ákveða nokkrir flokkar að lýsa yfir vantrausti á ráðherra. Það er mjög vondur tími,“ sagði Annie Lööf, leiðtogi Miðflokksins, fyrir atkvæðagreiðsluna. Þingkosningar fara fram í Svíþjóð í september.
Svíþjóð Tengdar fréttir Líf sænsku stjórnarinnar í húfi í atkvæðagreiðslu um vantraust Úrslit atkvæðagreiðslu um vantrauststillögu á hendur dómsmálaráðherra Svíþjóðar sem fer fram í sænska þinginu í dag gætu ráðið örlögum ríkisstjórnar Magdalenu Anderson forsætisráðherra. Útlit er fyrir að ráðherrann standi tillöguna af sér naumlega. 7. júní 2022 08:45 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Sjá meira
Líf sænsku stjórnarinnar í húfi í atkvæðagreiðslu um vantraust Úrslit atkvæðagreiðslu um vantrauststillögu á hendur dómsmálaráðherra Svíþjóðar sem fer fram í sænska þinginu í dag gætu ráðið örlögum ríkisstjórnar Magdalenu Anderson forsætisráðherra. Útlit er fyrir að ráðherrann standi tillöguna af sér naumlega. 7. júní 2022 08:45