Skin og skúrir færðu Sigga storm til Samfylkingarinnar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 7. júní 2022 13:07 Sigurður Þ. Ragnarsson er farinn úr Miðflokknum yfir í Samfylkinguna. Vísir/Vilhelm Veðurfræðingurinn Sigurður Þ. Ragnarsson, betur þekktur sem Siggi Stormur hefur ákveðið að hætta í Miðflokknum og ganga til liðs við Samfylkinguna. Hann segir lífshættuleg veikindi sonar hans hafa gjörbreytt hugsun sinni. Sigurður greinir frá þessu í færslu á Facebook, þar sem hann segist standa á ákveðnum tímamótum. Sigurður var oddviti og eini bæjarfulltrúi Miðflokksins í Hafnarfirði á síðasta kjörtímabili en náði ekki endurkjöri í nýafstöðunum bæjarstjórnarkosningum. Í færslunni vísar Sigurður til alvarlegra veikinda Árna Þórðar Sigurðssonar, sonar hans og Hólmfríðar Þórisdóttur. „Eins og margir vita lentum við hjónin í miklu áfalli þegar sonur okkar varð lífshættulega veikur mánuðum saman og sér ekki fyrir endann á. Svona áfall gjörbreytir hugsun manns og lífið og lífsgæði fara í fremsta þrep. En þó áföllin dynji yfir mann, þá verður maður líka að reyna að halda áfram,“ skrifar Sigurður. Segist hann hafa farið að spegla sig við flokkanna og fundið fyrir því að hann vildi segja manngæsku og mannlegar þarfir í fyrsta sæti, eins og hann kemst að orði. „Ég hef alltaf verið svolítið til hægri og hef haft gaman að pólitísku vafstri. Nú hef ég gert upp hug minn og ákveðið að hætta í Miðflokknum og yfirgefa hægrið. Ég hef semsagt ákveðið að færa mig yfir línuna til vinstri og ákveðið að ganga til liðs við Samfylkinguna. Þar sé ég samsvörun við það sem mér finnst öllu máli skipta, þegar öllu er á botninn hvolft, lífsgæði og velferð fólks,“ skrifar Sigurður. Segist hann vera sáttur við þessa ákvörðun og fullur tilhlökkunar til að starfa með Samfylkingunni í Hafnarfirði. Flokkurinn er þar í minnihluta eftir að Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn endurnýjuðu meirihlutasamstarfs sitt. Miðflokkurinn Samfylkingin Hafnarfjörður Tengdar fréttir Sonur Sigga Storms kominn úr öndunarvél Sigurður Þ. Ragnarsson borgarfulltrúi og veðurfréttamaður með meiru segir stefna í kraftaverk en syni hans hefur verið haldið sofandi í tvo og hálfan mánuð vegna alvarlegrar líffærabilunar. 14. mars 2022 11:31 Sonur Sigga storms berst fyrir lífi sínu á gjörgæslu Árna Þórði, syni Sigurðar Þ. Ragnarssonar bæjarfulltrúa í Hafnarfirði og Hólmfríðar Þórisdóttur, hefur verið haldið sofandi nú í viku í öndunarvél vegna alvarlegrar líffærabilunar. Veikindi Árna Þórðar hafa ekkert með Covid að gera. 27. desember 2021 11:28 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Sigurður greinir frá þessu í færslu á Facebook, þar sem hann segist standa á ákveðnum tímamótum. Sigurður var oddviti og eini bæjarfulltrúi Miðflokksins í Hafnarfirði á síðasta kjörtímabili en náði ekki endurkjöri í nýafstöðunum bæjarstjórnarkosningum. Í færslunni vísar Sigurður til alvarlegra veikinda Árna Þórðar Sigurðssonar, sonar hans og Hólmfríðar Þórisdóttur. „Eins og margir vita lentum við hjónin í miklu áfalli þegar sonur okkar varð lífshættulega veikur mánuðum saman og sér ekki fyrir endann á. Svona áfall gjörbreytir hugsun manns og lífið og lífsgæði fara í fremsta þrep. En þó áföllin dynji yfir mann, þá verður maður líka að reyna að halda áfram,“ skrifar Sigurður. Segist hann hafa farið að spegla sig við flokkanna og fundið fyrir því að hann vildi segja manngæsku og mannlegar þarfir í fyrsta sæti, eins og hann kemst að orði. „Ég hef alltaf verið svolítið til hægri og hef haft gaman að pólitísku vafstri. Nú hef ég gert upp hug minn og ákveðið að hætta í Miðflokknum og yfirgefa hægrið. Ég hef semsagt ákveðið að færa mig yfir línuna til vinstri og ákveðið að ganga til liðs við Samfylkinguna. Þar sé ég samsvörun við það sem mér finnst öllu máli skipta, þegar öllu er á botninn hvolft, lífsgæði og velferð fólks,“ skrifar Sigurður. Segist hann vera sáttur við þessa ákvörðun og fullur tilhlökkunar til að starfa með Samfylkingunni í Hafnarfirði. Flokkurinn er þar í minnihluta eftir að Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn endurnýjuðu meirihlutasamstarfs sitt.
Miðflokkurinn Samfylkingin Hafnarfjörður Tengdar fréttir Sonur Sigga Storms kominn úr öndunarvél Sigurður Þ. Ragnarsson borgarfulltrúi og veðurfréttamaður með meiru segir stefna í kraftaverk en syni hans hefur verið haldið sofandi í tvo og hálfan mánuð vegna alvarlegrar líffærabilunar. 14. mars 2022 11:31 Sonur Sigga storms berst fyrir lífi sínu á gjörgæslu Árna Þórði, syni Sigurðar Þ. Ragnarssonar bæjarfulltrúa í Hafnarfirði og Hólmfríðar Þórisdóttur, hefur verið haldið sofandi nú í viku í öndunarvél vegna alvarlegrar líffærabilunar. Veikindi Árna Þórðar hafa ekkert með Covid að gera. 27. desember 2021 11:28 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Sonur Sigga Storms kominn úr öndunarvél Sigurður Þ. Ragnarsson borgarfulltrúi og veðurfréttamaður með meiru segir stefna í kraftaverk en syni hans hefur verið haldið sofandi í tvo og hálfan mánuð vegna alvarlegrar líffærabilunar. 14. mars 2022 11:31
Sonur Sigga storms berst fyrir lífi sínu á gjörgæslu Árna Þórði, syni Sigurðar Þ. Ragnarssonar bæjarfulltrúa í Hafnarfirði og Hólmfríðar Þórisdóttur, hefur verið haldið sofandi nú í viku í öndunarvél vegna alvarlegrar líffærabilunar. Veikindi Árna Þórðar hafa ekkert með Covid að gera. 27. desember 2021 11:28