Réttarhöld yfir Blatter og Platini hefjast í dag Valur Páll Eiríksson skrifar 8. júní 2022 11:01 Platini og Blatter hafa þegar verið dæmdir í lífstíðarbann frá fótbolta en gætu átt frekari refsingu yfir höfði sér. Martin Rose/Getty Images Réttarhöld vegna meintrar spillingar og fjársvika Sepps Blatter, fyrrum forseta FIFA, og Michels Platini, fyrrum forseta UEFA, hefjast í Bellinzona í Sviss í dag. Blatter og Platini eru sakaðir um að hafa svikið fé út úr FIFA en báðir þurftu þeir að segja af sér vegna málsins á sínum tíma. Blatter sagði af sér sem forseti Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, þann 21. desember 2015 og Platini steig einnig frá borði sama dag sem forseti Evrópska knattspyrnusambandsins, UEFA. Platini þurfti þá einnig að falla frá áformum sínum um að fara í forsetaframboð hjá FIFA. Báðir sögðu þeir af sér í skugga stærri skandals sem skók fótboltaheiminn á þeim tíma, en bandaríska alríkislögreglan, FBI, handtók fjölda stjórnenda hjá FIFA í maí 2015. Svissnesk lögregluyfirvöld hófu rannsókn sama ár vegna greiðslu frá FIFA til Platini upp á tvær milljónir bandaríkjadala sem hafði átt sér stað fjórum árum áður, 2011. Á meðal kæruliða er ásökun gegn Blatter fyrir að falsa skjöl tengd greiðslunni. Hann greindi frá því að greiðslan væri fyrir ráðgjafahlutverk Platinis á fyrsta kjörtímabili Blatters sem forseta, árin 1998 til 2002. Enginn skriflegur samningur er til um slíkt hlutverk Frakkans. Báðir hafa þeir neitað sök í málinu og segjast hafa náð munnlegu samkomulagi um ráðgjafastörf Platinis árið 1998. Sú vörn skilaði litlum árangri fyrir siðanefnd FIFA, með þeim afleiðingum að þeir voru dæmdir í lífstíðarbann frá fótbolta, og þá varð árangur þeirra litlu meiri við áfrýjanir til Alþjóðaíþróttadómstólsins, CAS. Platini sendi reikning vegna greiðslunnar til FIFA í janúar 2011, 13 árum eftir að meint samkomulag á að hafa náðst milli félaganna, en aðeins örfáum vikum eftir að Katar var veittur hýsingarréttur á HM 2022. Reikningurinn var snarlega greiddur er Blatter stóð að undirbúningi fyrir framboð sitt til endurkjörs í forsetastóli. Enginn þeirra 22 manna úr framkvæmdanefnd FIFA sem kusu um HM í Katar er enn við störf hjá sambandinu, og hafa þeir allir ýmist verið kærðir, ásakaðir eða dæmdir fyrir spillingu í sínum störfum fyrir FIFA. Blatter mun bera vitnisburð fyrir rétti í dag og Platini á morgun. Búist er við að dómsúrskurður verði borinn upp í málinu eftir tvær vikur, þann 22. júní. FIFA Sviss Mest lesið Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Ómar Ingi og Gísli Þorgeir markahæstir í tapi Handbolti Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Sport Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Chelsea mætir Real Betis Sport „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Körfubolti Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Fótbolti Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Ronaldo slapp við bann á HM Theodór Elmar hættur hjá KR Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Íslensku stelpurnar hjá Inter báðar í liði umferðarinnar Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Hareide með krabbamein í heila Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Hörður á flugi og vann Hjört í slag um fjórða sæti Pep skammast sín og biðst afsökunar María aftur heim til Klepp Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Messi með mark og stoðsendingaþrennu og liðið tveimur sigrum frá titlinum Sjá meira
Blatter og Platini eru sakaðir um að hafa svikið fé út úr FIFA en báðir þurftu þeir að segja af sér vegna málsins á sínum tíma. Blatter sagði af sér sem forseti Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, þann 21. desember 2015 og Platini steig einnig frá borði sama dag sem forseti Evrópska knattspyrnusambandsins, UEFA. Platini þurfti þá einnig að falla frá áformum sínum um að fara í forsetaframboð hjá FIFA. Báðir sögðu þeir af sér í skugga stærri skandals sem skók fótboltaheiminn á þeim tíma, en bandaríska alríkislögreglan, FBI, handtók fjölda stjórnenda hjá FIFA í maí 2015. Svissnesk lögregluyfirvöld hófu rannsókn sama ár vegna greiðslu frá FIFA til Platini upp á tvær milljónir bandaríkjadala sem hafði átt sér stað fjórum árum áður, 2011. Á meðal kæruliða er ásökun gegn Blatter fyrir að falsa skjöl tengd greiðslunni. Hann greindi frá því að greiðslan væri fyrir ráðgjafahlutverk Platinis á fyrsta kjörtímabili Blatters sem forseta, árin 1998 til 2002. Enginn skriflegur samningur er til um slíkt hlutverk Frakkans. Báðir hafa þeir neitað sök í málinu og segjast hafa náð munnlegu samkomulagi um ráðgjafastörf Platinis árið 1998. Sú vörn skilaði litlum árangri fyrir siðanefnd FIFA, með þeim afleiðingum að þeir voru dæmdir í lífstíðarbann frá fótbolta, og þá varð árangur þeirra litlu meiri við áfrýjanir til Alþjóðaíþróttadómstólsins, CAS. Platini sendi reikning vegna greiðslunnar til FIFA í janúar 2011, 13 árum eftir að meint samkomulag á að hafa náðst milli félaganna, en aðeins örfáum vikum eftir að Katar var veittur hýsingarréttur á HM 2022. Reikningurinn var snarlega greiddur er Blatter stóð að undirbúningi fyrir framboð sitt til endurkjörs í forsetastóli. Enginn þeirra 22 manna úr framkvæmdanefnd FIFA sem kusu um HM í Katar er enn við störf hjá sambandinu, og hafa þeir allir ýmist verið kærðir, ásakaðir eða dæmdir fyrir spillingu í sínum störfum fyrir FIFA. Blatter mun bera vitnisburð fyrir rétti í dag og Platini á morgun. Búist er við að dómsúrskurður verði borinn upp í málinu eftir tvær vikur, þann 22. júní.
FIFA Sviss Mest lesið Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Ómar Ingi og Gísli Þorgeir markahæstir í tapi Handbolti Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Sport Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Chelsea mætir Real Betis Sport „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Körfubolti Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Fótbolti Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Ronaldo slapp við bann á HM Theodór Elmar hættur hjá KR Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Íslensku stelpurnar hjá Inter báðar í liði umferðarinnar Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Hareide með krabbamein í heila Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Hörður á flugi og vann Hjört í slag um fjórða sæti Pep skammast sín og biðst afsökunar María aftur heim til Klepp Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Messi með mark og stoðsendingaþrennu og liðið tveimur sigrum frá titlinum Sjá meira