HM sem ætti að hefjast í dag | Dauðsföll, spilling og svikin loforð Valur Páll Eiríksson skrifar 9. júní 2022 07:02 Heimsmeistaramótið hefst 21. nóvember. Vísir/Getty Ef allt væri eðlilegt myndi heimsmeistaramót karla í fótbolta hefjast í dag, enda mótið hafist annan fimmtudaginn í júní síðustu í þrjú skipti. Biðin er þó lengri í þetta skiptið, eftir umdeildasta heimsmeistaramótinu til þessa. Mótið í Katar verður það dýrasta í sögunni. Ef marka má erlenda fjölmiðla mun mótið kosta fleiri þúsundir milljarða íslenskra króna, og fari langt fram úr því sem Brasilíumenn eyddu í dýrasta mótið hingað til árið 2014. Þónokkrum spurningum er enn ósvarað fyrir komandi heimsmeistaramót og margt hefur gengið á frá því að tilkynnt var í desember 2010 að mótið færi fram í Katar. Hér verður stiklað á stóru í þeim málum sem hafa komið upp síðan. Af hverju fékk Katar HM? Árið 2010 var tilkynnt að HM 2022 færi fram í Katar.Vísir/Getty Katar vann kosningu á meðal 22 meðlima framkvæmdastjórnar FIFA þann 2. desember 2010, en þann sama dag var Rússlandi afhendur rétturinn að HM 2018. Sú kosning hefur sætt mikilli gagnrýni vegna ásakana um mútuþægni þeirra kjörgengu. Katar og Rússland gerðu veglegan gasleiðslusamning sín á milli skömmu áður en atkvæðagreiðslan fór fram og hafa margar kenningar verið settar fram um hvað gekk á dagana fyrir kosninguna. Michael Garcia, fyrrum saksóknara í Bandaríkjunum, var ætlað að komast að því með veigamikilli rannsókn, sem kostuð var af FIFA. Sú ákvörðun að halda báðar atkvæðagreiðslur samtímis er á meðal þess sem gagnrýnt var í hinni svokölluðu Garcia-skýrslu. Það hafi boðið hættunni heim, þar sem hætt var við að menn myndu skiptast á atkvæðum. Þegar niðurstöður skýrslunnar voru birtar gagnrýndi Garcia sambandið fyrir að hafa hvítþvegið niðurstöðurnar, þar sem aðeins valdir hlutar úr henni voru birtir 2014. Ekki var öll sagan sögð í þeim hlutum sem FIFA birti opinberlega, sér í lagi þegar kom að gagnrýni Garcia tengda forsetanum Sepp Blatter. Milli 2010 og 2014 rigndi inn ásökunum um mútuþægni og árið 2015 var fjöldinn allur af mönnum úr framkvæmdastjórninni tekinn fastur af bandarísku alríkislögreglunni, FBI. Allir 22 meðlimir framkvæmdastjórnarinnar hafa ýmist fengið lífstíðarbann frá fótbolta, verið ásakaðir, kærðir eða sakfelldir fyrir mútuþægni og önnur hvítflibbabrot tengd störfum sínum hjá FIFA. Mútuþægni tengd valinu á Katar hefur þó ekki fengist sönnuð. Að halda mót sem þessi hefur verið stór hluti af utanríkismálastefnu Katar undanfarin ár þar sem fjöldamörg stórmót, ýmist í handbolta, frjálsum íþróttum, tennis og fjöldanum öllum af greinum hafa verið haldin í landinu. Þetta er gert til þess að fá viðurkenningu alþjóðasamfélagsins og öðlast svokallað mjúkt vald (e. soft power) sem felur í sér mýkri leiðir til að fá sínu framgengt, samanborið við hart vald (e. hard power) sem felur í sér þvingun og afl. Í því samhengi hafa mannréttindasamtök sakað Katara um að nýta mót sem þessi til að hvítþvo mannréttindabrot sín. Ávinningur Katar, peningalega, verður líklega í smærri kantinum, enda fær FIFA mestallan hagnað af öllum heimsmeistaramótum. Katar öðlast hins vegar mjúkt vald, bætt orðspor og hlýtur langtíma ágóða af aðgengi að valdafólki sem kemur víða af. Vellir sem eiga hlutverk í einn mánuð Lusail-völlurinn, krúnudjásnið á HM, sem tekur 80 þúsund manns í sæti.Qatar22 Katarar voru með háleitar hugmyndir, misraunhæfar margar hverjar, þegar boð þeirra til að halda mótið var sett fram árið 2010. Reisa átti tólf stórglæsilega nýja leikvanga fyrir mótið og hafa á hverjum einasta framúrstefnulegt kælikerfi til að verjast yfirgengilegum hita í landinu yfir sumarmánuðina. Því kerfi var ætlað að lækka hita á völlunum um allt að 20 gráður. Vellirnir urðu að lokum aðeins átta vegna samkomulags sem gert var við FIFA árið 2013. Katarar virtust þá átta sig á því að kostnaður færi fram úr hófi og bregðast þurfti við því með því að fækka völlum. Fæstir vallanna munu þó standa að mótinu loknu enda hafa þeir afar litlu hlutverki að gegna. Sex vallana taka á bilinu 40 til 45 þúsund manns í sæti, einn tekur 60 þúsund og sá stærsti rúmar 80 þúsund manns. Það er í landi þar sem meðaláhorfendafjöldi á leik var 670 (sexhundruð og sjötíu) manns á leik í katörsku úrvalsdeildinni tímabilið 2016-17. Katarar stefna á að koma þeim völlum sem rifnir verða niður til fátækari landa til uppbyggingar. Svæðið undan völlunum verði nýtt til alls kyns uppbyggingar og bóta á skipulagi í landinu. Kælikerfin verða til staðar á völlunum en ekki þótti ljóst að þau myndu virka sem skyldi. Mótið var því fært fram í nóvember og verður fyrsta heimsmeistaramót sögunnar sem ekki fer fram að sumri til. Það hefur í för með sér mikið rask á dagatali fótboltans, og hafa leikmannasamtök lýst yfir áhyggjum vegna álags á leikmenn sem fá styttra sumarfrí í ár og litla pásu í kringum mótið í vetur. Hvernig fór undirbúningur fram? Fjöldi nýrra valla er byggður upp í Katar, sem þjóna litlum tilgangi eftir að móti lýkur.Etsuo Hara/Getty Images Ekkert stórmót sem Katar hefur staðið að síðustu ár jafnast á við HM í fótbolta að stærðargráðu. Verkefni sem þetta, þar sem vellir og innviðir eru byggðir upp frá grunni, krefjast gríðarlegs magns vinnuafls. Mikil fólksfjölgun hefur orðið í Katar á síðustu árum, sem er að langmestu leyti vegna innflutnings á vinnuafli. Hlutfall katarskra ríkisborgarara var aðeins um 10% í landinu árið 2019, um 278 þúsund af 2,6 milljónum sem þar búa, en restin eru réttindalitlir farandverkamenn. Sem dæmi fjölgaði Indverjum í Katar úr 170 þúsund árið 2004 í 700 þúsund árið 2019. Allt er þetta gert til að sinna verkefnum líkt og heimsmeistaramótinu. Mannréttindasamtök hafa gagnrýnt aðstöðu verkamanna í landinu en þar hefur um árabil svokallað Kafala-kerfi verið við lýði. Hver starfsmaður sem kemur inn í landið þarf, samkvæmt því kerfi, að gera samning við yfirmann sinn (hans kafil) sem gerir katarska ríkinu kleift að hafa yfirsýn og umsjón með fjölda verkamanna í landinu. Samkvæmt þessum samningi sem verkamaðurinn gerir, er hann algjörlega upp á sinn yfirmann kominn með hluti eins og læknisþjónustu, lyf og atvinnuleyfi. Amnesty International er á meðal þeirra samtaka sem segja Kafala-kerfið vera de facto þrælahald. Misjafnt virðist þá vera hversu vel kafilarnir sinna sínum starfsmönnum, en aðstaða þeirra hefur sætt mikilli gagnrýni. Í grein frá 2019 greindi The Guardian frá því að minnst 6500 verkamenn hefðu látið lífið á meðan þeir unnu að uppbyggingu fyrir HM í Katar. Katarar brugðust við ásökununum í fyrra með því að hækka lágmarkskaup um 25% og gera farandverkafólk ekki lengur skylt til að fá leyfi atvinnuveitanda síns til að skipta um starf eða komast úr landi. Áhyggjur af réttindum kvenna og samkynhneigðra Paola Schiekat þurfti að yfirgefa draumastarfið sitt, sem hluti af skipulagsnefnd mótsins.Mexico News Daily Einhverjir hafa þá lýst yfir áhyggjum af öryggi ákveðinna hópa fólks þegar á mótið er komið. Samkynhneigð er ólögleg í ríkinu og var greint frá því í síðasta mánuði að nokkur þeirra hótela sem hýsa gesti á mótinu muni banna samkynhneigðum að gista í sínum húsum. Fjöldi hótela til viðbótar bannar gestum að „sýna“ að þeir séu samkynhneigðir. „Við dæmum ekki en… Ef þú farðar þig og klæðir þig eins og samkynhneigður þá gengur það í bága við stefnu landsins og stjórnvalda. En hvað hótelið okkar varðar þá er þetta í lagi ef þú klæðir þig á viðeigandi hátt og sýnir ekki kynferðislega hegðun eða kelar á almannafæri.“ sagði í svari einna hótelanna við fyrirspurn vegna málsins. Staða kvenna innan Katar er einnig áhyggjuvaldur, líkt og saga hinnar mexíkósku Paolu Schiekat er dæmi um. Schiekat var að vinna sem hluti af skipulagsnefnd fyrir mótið í Katar sumarið 2021 þegar hún tilkynnti lögregluyfirvöldum að sér hefði verið nauðgað. Katörsk yfirvöld brugðust við með því að ásaka hana um að stunda kynlíf utan hjónabands, sem er glæpur í landinu, í það minnsta fyrir konu. Eftir því sem kom fram í mexíkóskum fjölmiðlum í febrúar, var hún dæmd til sjö ára fangelsisvistar auk 100 svipuhögga fyrir brot sitt. Lögmenn hennar í málinu leiðbentu henni að giftast árásarmanni sínum til að losna undan refsingu, sem hún neitaði. Schiekat þurfti ekki að þola höggin eða fangelsisvist í Katar þar sem hún flúði land áður en dómnum var framfylgt og yfirgaf í leiðinni starf sitt fyrir FIFA og skipulagsaðila. „Fyrsta kolefnishlutlausa heimsmeistaramótið“ Gianni Infantino tók við forsetastól FIFA af Sepp Blatter. Hann hefur stutt við bakið á Katörum og flutti til landsins í vetur.Markus Gilliar/Getty Images Í síðustu viku settu samtökin Carbon Market Watch, sem vinna reglulega með Evrópusambandinu þegar kemur að málefnum útblásturs og mengunar, fram skýrslu sem sýndi fram á að Katar væri langt frá því að uppfylla loforð sín um að halda fyrsta kolefnishlutlausa (e. carbon neutral) heimsmeistaramót sögunnar. Samkvæmt skýrslunni stefnir í að útblástur og mengun vegna mótsins verði tvöföld á við þá sem fylgdi HM í Rússlandi árið 2018. Það er þrátt fyrir gríðarlegar vegalengdir milli keppnisstaða í Rússlandi með meðfylgjandi útblæstri vegna lestar-, flug- og bílferða milli staða. Öfugt við Rússland, hefur aldrei verið eins stutt á milli leikstaða og í smáríkinu Katar, sem segir sitt um kolefnisspor af öðrum völdum á mótinu sem fram undan er. Spurningum hefur þá verið velt upp um sjálfbærnina sem fylgir því að byggja upp fjölda fótboltavalla og innviði fyrir mótið sem hafa litlum sem engum tilgangi að gegna eftir að mótinu lýkur. Eða eingöngu til þess að vera flutt úr landi með meðfylgjandi kolefnisspori. Almenningur borgar brúsann Stuðningsmenn víða af þurfa að bera gríðarmikinn kostnað af för til Katar.Nick Tre. Smith/Icon Sportswire via Getty Images Samkvæmt úttekt Telegraph verður mótið það dýrasta í sögunni fyrir hinn almenna stuðningsmann að fara á. Dæmi er tekið af miðakostnaði fyrir stuðningsmann Englands sem kaupi miða á alla leiki liðsins, fari það alla leið í úrslit eða bronsleik. Hann er rúmlega 1200 pund, flugið kostar lágmark 1000 pund og þá er gert ráð fyrir að meðalstuðningsmaðurinn þurfi að eyða um 2000 pundum í mat, áfengi, ferðakostnað innan Katar og annað meðfylgjandi, á meðan mótið fer fram. Heildarkostnaðurinn fari því yfir 7000 pund á mann, rúmlega 1,1 milljón króna, sé gistingin tekin með í reikninginn. Ódýrasta gisting sem finnst í Katar, í sérhönnuðum HM-kofum, kostar 25 þúsund krónur nóttin. Miðasala á mótið hefur þá farið illa af stað. Í maí höfðu aðeins um 800 þúsund miðar selst af þeim 3,1 milljón sem voru komnir í sölu. Á sama tímapunkti fyrir HM í Rússlandi 2018 höfðu 2,5 milljón miða af þremur milljónum selst. HM 2022 í Katar Katar FIFA Mest lesið Gary sem stal jólunum Enski boltinn Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Telur daga McGregor í UFC talda Sport City ætlar að kaupa í janúar Enski boltinn Fleiri fréttir Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Sjá meira
Mótið í Katar verður það dýrasta í sögunni. Ef marka má erlenda fjölmiðla mun mótið kosta fleiri þúsundir milljarða íslenskra króna, og fari langt fram úr því sem Brasilíumenn eyddu í dýrasta mótið hingað til árið 2014. Þónokkrum spurningum er enn ósvarað fyrir komandi heimsmeistaramót og margt hefur gengið á frá því að tilkynnt var í desember 2010 að mótið færi fram í Katar. Hér verður stiklað á stóru í þeim málum sem hafa komið upp síðan. Af hverju fékk Katar HM? Árið 2010 var tilkynnt að HM 2022 færi fram í Katar.Vísir/Getty Katar vann kosningu á meðal 22 meðlima framkvæmdastjórnar FIFA þann 2. desember 2010, en þann sama dag var Rússlandi afhendur rétturinn að HM 2018. Sú kosning hefur sætt mikilli gagnrýni vegna ásakana um mútuþægni þeirra kjörgengu. Katar og Rússland gerðu veglegan gasleiðslusamning sín á milli skömmu áður en atkvæðagreiðslan fór fram og hafa margar kenningar verið settar fram um hvað gekk á dagana fyrir kosninguna. Michael Garcia, fyrrum saksóknara í Bandaríkjunum, var ætlað að komast að því með veigamikilli rannsókn, sem kostuð var af FIFA. Sú ákvörðun að halda báðar atkvæðagreiðslur samtímis er á meðal þess sem gagnrýnt var í hinni svokölluðu Garcia-skýrslu. Það hafi boðið hættunni heim, þar sem hætt var við að menn myndu skiptast á atkvæðum. Þegar niðurstöður skýrslunnar voru birtar gagnrýndi Garcia sambandið fyrir að hafa hvítþvegið niðurstöðurnar, þar sem aðeins valdir hlutar úr henni voru birtir 2014. Ekki var öll sagan sögð í þeim hlutum sem FIFA birti opinberlega, sér í lagi þegar kom að gagnrýni Garcia tengda forsetanum Sepp Blatter. Milli 2010 og 2014 rigndi inn ásökunum um mútuþægni og árið 2015 var fjöldinn allur af mönnum úr framkvæmdastjórninni tekinn fastur af bandarísku alríkislögreglunni, FBI. Allir 22 meðlimir framkvæmdastjórnarinnar hafa ýmist fengið lífstíðarbann frá fótbolta, verið ásakaðir, kærðir eða sakfelldir fyrir mútuþægni og önnur hvítflibbabrot tengd störfum sínum hjá FIFA. Mútuþægni tengd valinu á Katar hefur þó ekki fengist sönnuð. Að halda mót sem þessi hefur verið stór hluti af utanríkismálastefnu Katar undanfarin ár þar sem fjöldamörg stórmót, ýmist í handbolta, frjálsum íþróttum, tennis og fjöldanum öllum af greinum hafa verið haldin í landinu. Þetta er gert til þess að fá viðurkenningu alþjóðasamfélagsins og öðlast svokallað mjúkt vald (e. soft power) sem felur í sér mýkri leiðir til að fá sínu framgengt, samanborið við hart vald (e. hard power) sem felur í sér þvingun og afl. Í því samhengi hafa mannréttindasamtök sakað Katara um að nýta mót sem þessi til að hvítþvo mannréttindabrot sín. Ávinningur Katar, peningalega, verður líklega í smærri kantinum, enda fær FIFA mestallan hagnað af öllum heimsmeistaramótum. Katar öðlast hins vegar mjúkt vald, bætt orðspor og hlýtur langtíma ágóða af aðgengi að valdafólki sem kemur víða af. Vellir sem eiga hlutverk í einn mánuð Lusail-völlurinn, krúnudjásnið á HM, sem tekur 80 þúsund manns í sæti.Qatar22 Katarar voru með háleitar hugmyndir, misraunhæfar margar hverjar, þegar boð þeirra til að halda mótið var sett fram árið 2010. Reisa átti tólf stórglæsilega nýja leikvanga fyrir mótið og hafa á hverjum einasta framúrstefnulegt kælikerfi til að verjast yfirgengilegum hita í landinu yfir sumarmánuðina. Því kerfi var ætlað að lækka hita á völlunum um allt að 20 gráður. Vellirnir urðu að lokum aðeins átta vegna samkomulags sem gert var við FIFA árið 2013. Katarar virtust þá átta sig á því að kostnaður færi fram úr hófi og bregðast þurfti við því með því að fækka völlum. Fæstir vallanna munu þó standa að mótinu loknu enda hafa þeir afar litlu hlutverki að gegna. Sex vallana taka á bilinu 40 til 45 þúsund manns í sæti, einn tekur 60 þúsund og sá stærsti rúmar 80 þúsund manns. Það er í landi þar sem meðaláhorfendafjöldi á leik var 670 (sexhundruð og sjötíu) manns á leik í katörsku úrvalsdeildinni tímabilið 2016-17. Katarar stefna á að koma þeim völlum sem rifnir verða niður til fátækari landa til uppbyggingar. Svæðið undan völlunum verði nýtt til alls kyns uppbyggingar og bóta á skipulagi í landinu. Kælikerfin verða til staðar á völlunum en ekki þótti ljóst að þau myndu virka sem skyldi. Mótið var því fært fram í nóvember og verður fyrsta heimsmeistaramót sögunnar sem ekki fer fram að sumri til. Það hefur í för með sér mikið rask á dagatali fótboltans, og hafa leikmannasamtök lýst yfir áhyggjum vegna álags á leikmenn sem fá styttra sumarfrí í ár og litla pásu í kringum mótið í vetur. Hvernig fór undirbúningur fram? Fjöldi nýrra valla er byggður upp í Katar, sem þjóna litlum tilgangi eftir að móti lýkur.Etsuo Hara/Getty Images Ekkert stórmót sem Katar hefur staðið að síðustu ár jafnast á við HM í fótbolta að stærðargráðu. Verkefni sem þetta, þar sem vellir og innviðir eru byggðir upp frá grunni, krefjast gríðarlegs magns vinnuafls. Mikil fólksfjölgun hefur orðið í Katar á síðustu árum, sem er að langmestu leyti vegna innflutnings á vinnuafli. Hlutfall katarskra ríkisborgarara var aðeins um 10% í landinu árið 2019, um 278 þúsund af 2,6 milljónum sem þar búa, en restin eru réttindalitlir farandverkamenn. Sem dæmi fjölgaði Indverjum í Katar úr 170 þúsund árið 2004 í 700 þúsund árið 2019. Allt er þetta gert til að sinna verkefnum líkt og heimsmeistaramótinu. Mannréttindasamtök hafa gagnrýnt aðstöðu verkamanna í landinu en þar hefur um árabil svokallað Kafala-kerfi verið við lýði. Hver starfsmaður sem kemur inn í landið þarf, samkvæmt því kerfi, að gera samning við yfirmann sinn (hans kafil) sem gerir katarska ríkinu kleift að hafa yfirsýn og umsjón með fjölda verkamanna í landinu. Samkvæmt þessum samningi sem verkamaðurinn gerir, er hann algjörlega upp á sinn yfirmann kominn með hluti eins og læknisþjónustu, lyf og atvinnuleyfi. Amnesty International er á meðal þeirra samtaka sem segja Kafala-kerfið vera de facto þrælahald. Misjafnt virðist þá vera hversu vel kafilarnir sinna sínum starfsmönnum, en aðstaða þeirra hefur sætt mikilli gagnrýni. Í grein frá 2019 greindi The Guardian frá því að minnst 6500 verkamenn hefðu látið lífið á meðan þeir unnu að uppbyggingu fyrir HM í Katar. Katarar brugðust við ásökununum í fyrra með því að hækka lágmarkskaup um 25% og gera farandverkafólk ekki lengur skylt til að fá leyfi atvinnuveitanda síns til að skipta um starf eða komast úr landi. Áhyggjur af réttindum kvenna og samkynhneigðra Paola Schiekat þurfti að yfirgefa draumastarfið sitt, sem hluti af skipulagsnefnd mótsins.Mexico News Daily Einhverjir hafa þá lýst yfir áhyggjum af öryggi ákveðinna hópa fólks þegar á mótið er komið. Samkynhneigð er ólögleg í ríkinu og var greint frá því í síðasta mánuði að nokkur þeirra hótela sem hýsa gesti á mótinu muni banna samkynhneigðum að gista í sínum húsum. Fjöldi hótela til viðbótar bannar gestum að „sýna“ að þeir séu samkynhneigðir. „Við dæmum ekki en… Ef þú farðar þig og klæðir þig eins og samkynhneigður þá gengur það í bága við stefnu landsins og stjórnvalda. En hvað hótelið okkar varðar þá er þetta í lagi ef þú klæðir þig á viðeigandi hátt og sýnir ekki kynferðislega hegðun eða kelar á almannafæri.“ sagði í svari einna hótelanna við fyrirspurn vegna málsins. Staða kvenna innan Katar er einnig áhyggjuvaldur, líkt og saga hinnar mexíkósku Paolu Schiekat er dæmi um. Schiekat var að vinna sem hluti af skipulagsnefnd fyrir mótið í Katar sumarið 2021 þegar hún tilkynnti lögregluyfirvöldum að sér hefði verið nauðgað. Katörsk yfirvöld brugðust við með því að ásaka hana um að stunda kynlíf utan hjónabands, sem er glæpur í landinu, í það minnsta fyrir konu. Eftir því sem kom fram í mexíkóskum fjölmiðlum í febrúar, var hún dæmd til sjö ára fangelsisvistar auk 100 svipuhögga fyrir brot sitt. Lögmenn hennar í málinu leiðbentu henni að giftast árásarmanni sínum til að losna undan refsingu, sem hún neitaði. Schiekat þurfti ekki að þola höggin eða fangelsisvist í Katar þar sem hún flúði land áður en dómnum var framfylgt og yfirgaf í leiðinni starf sitt fyrir FIFA og skipulagsaðila. „Fyrsta kolefnishlutlausa heimsmeistaramótið“ Gianni Infantino tók við forsetastól FIFA af Sepp Blatter. Hann hefur stutt við bakið á Katörum og flutti til landsins í vetur.Markus Gilliar/Getty Images Í síðustu viku settu samtökin Carbon Market Watch, sem vinna reglulega með Evrópusambandinu þegar kemur að málefnum útblásturs og mengunar, fram skýrslu sem sýndi fram á að Katar væri langt frá því að uppfylla loforð sín um að halda fyrsta kolefnishlutlausa (e. carbon neutral) heimsmeistaramót sögunnar. Samkvæmt skýrslunni stefnir í að útblástur og mengun vegna mótsins verði tvöföld á við þá sem fylgdi HM í Rússlandi árið 2018. Það er þrátt fyrir gríðarlegar vegalengdir milli keppnisstaða í Rússlandi með meðfylgjandi útblæstri vegna lestar-, flug- og bílferða milli staða. Öfugt við Rússland, hefur aldrei verið eins stutt á milli leikstaða og í smáríkinu Katar, sem segir sitt um kolefnisspor af öðrum völdum á mótinu sem fram undan er. Spurningum hefur þá verið velt upp um sjálfbærnina sem fylgir því að byggja upp fjölda fótboltavalla og innviði fyrir mótið sem hafa litlum sem engum tilgangi að gegna eftir að mótinu lýkur. Eða eingöngu til þess að vera flutt úr landi með meðfylgjandi kolefnisspori. Almenningur borgar brúsann Stuðningsmenn víða af þurfa að bera gríðarmikinn kostnað af för til Katar.Nick Tre. Smith/Icon Sportswire via Getty Images Samkvæmt úttekt Telegraph verður mótið það dýrasta í sögunni fyrir hinn almenna stuðningsmann að fara á. Dæmi er tekið af miðakostnaði fyrir stuðningsmann Englands sem kaupi miða á alla leiki liðsins, fari það alla leið í úrslit eða bronsleik. Hann er rúmlega 1200 pund, flugið kostar lágmark 1000 pund og þá er gert ráð fyrir að meðalstuðningsmaðurinn þurfi að eyða um 2000 pundum í mat, áfengi, ferðakostnað innan Katar og annað meðfylgjandi, á meðan mótið fer fram. Heildarkostnaðurinn fari því yfir 7000 pund á mann, rúmlega 1,1 milljón króna, sé gistingin tekin með í reikninginn. Ódýrasta gisting sem finnst í Katar, í sérhönnuðum HM-kofum, kostar 25 þúsund krónur nóttin. Miðasala á mótið hefur þá farið illa af stað. Í maí höfðu aðeins um 800 þúsund miðar selst af þeim 3,1 milljón sem voru komnir í sölu. Á sama tímapunkti fyrir HM í Rússlandi 2018 höfðu 2,5 milljón miða af þremur milljónum selst.
HM 2022 í Katar Katar FIFA Mest lesið Gary sem stal jólunum Enski boltinn Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Telur daga McGregor í UFC talda Sport City ætlar að kaupa í janúar Enski boltinn Fleiri fréttir Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Sjá meira