Tívolí í Kaupmannahöfn skreytt íslenskum veifum úr lopa Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 8. júní 2022 20:05 Hressar íslenskar prjónakonur í Jónshúsi í Danmörku, sem taka þátt í veifuverkefninu í Tívolí. Aðsend Það verður Íslendingabragur í Tívolíinu í Kaupmannahöfn á þjóðhátíðardaginn, 17. júní, því þá verður tívolíið allt meira og minna skreytt með handprjónuðum veifum úr íslenskri ull. Íslenskar hannyrðakonur á öllum Norðurlöndunum hafa tekið þátt í prjónaskapnum en stefnan er sett á að prjóna einn kílómetra af veifum til að skreyta með í tívolíinu. Selfyssingurinn Guðný Traustadóttir er ein af konunum, sem er í forsvari fyrir veifuverkefnið í Tívolíinu en hún er með garnverslun á Amager með vinkonu sinni. Hópur íslenskra kvenna hefur hist í Jónshúsi undir forystu Höllu Benediktsdóttur síðustu mánuði og setið saman og prjónað íslensku veifurnar í fánalitunum. Stefnan er að prjóna einn kílómetra af veifum, sem verða út um allt í tívolíinu á þjóðhátíðardegi Íslendinga, 17. júní. „Við erum í hópi nokkrar íslenskar konur þar sem við erum að prjóna svona veifur með íslensku fánalitunum úr íslenskri ull og garðurinn verður skreyttur frá inngangi og niður á Orangeri þar sem við verðum með aðstöðu. Þetta verður lengsta veifulengja í Tívolí nokkru sinni. Þetta verður rosalega gaman og það verða allskonar íslenskir viðburðir,“ segir Guðný og bætir við. Mikil stemming og stuð er í krinigum þessa prjónamennsku, enda allir til í að leggja sitt af mörgum við prjónamennskuna.Aðsend „Þetta er alveg dásamlegt og gaman að vera þátttakandi í þessu. Tívolí er náttúrulega elsti skemmtistaður í Evrópu og hvergi fallegra að vera, þannig að þetta er mikill heiður, þeir ætla að hylla íslenska menningu og tónlist.“ Guðný Traustadóttir í Tryggvagarði á Selfossi að prjóna en hún er ein af þeim, sem stýrir verkefninu fyrir 17. júní hátíðarhöldin í Tívolí. Guðný segir frábært að verða vitni af samtakamætti íslenskra kvenna á öllum Norðurlöndunum í veifuverkefninu. Konurnar hafi allir verið til og komið saman víða til að prjóna og eiga góða stund saman. Stefnan er að prjóna tvö þúsund veifur. Prjónaðar veifur og veifur.Magnús Hlynur Hreiðarsson Þurfa þá Íslendingar að fjölmenna í Tívolí á þjóðhátíðardaginn? „Algjörlega, þetta verður svo gaman. Það er spáð góðu veðri, Danir geta spáð langt fram í tímann og það stenst, það verður sól og hlýtt.“ Og þú ert alsæl í Danmörku með prjónana þína? „Já, já, alsæl, ég er nú hérna í fjarbúð á Íslandi, þannig að við fljúgumst á, ég og kærastinn minn,“ segir Guðný og hlær. Mikil og góð stemming hefur verið í Jónshúsi við prjónaskapinn.Aðsend Prjónaskapur Danmörk Menning Íslendingar erlendis 17. júní Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira
Selfyssingurinn Guðný Traustadóttir er ein af konunum, sem er í forsvari fyrir veifuverkefnið í Tívolíinu en hún er með garnverslun á Amager með vinkonu sinni. Hópur íslenskra kvenna hefur hist í Jónshúsi undir forystu Höllu Benediktsdóttur síðustu mánuði og setið saman og prjónað íslensku veifurnar í fánalitunum. Stefnan er að prjóna einn kílómetra af veifum, sem verða út um allt í tívolíinu á þjóðhátíðardegi Íslendinga, 17. júní. „Við erum í hópi nokkrar íslenskar konur þar sem við erum að prjóna svona veifur með íslensku fánalitunum úr íslenskri ull og garðurinn verður skreyttur frá inngangi og niður á Orangeri þar sem við verðum með aðstöðu. Þetta verður lengsta veifulengja í Tívolí nokkru sinni. Þetta verður rosalega gaman og það verða allskonar íslenskir viðburðir,“ segir Guðný og bætir við. Mikil stemming og stuð er í krinigum þessa prjónamennsku, enda allir til í að leggja sitt af mörgum við prjónamennskuna.Aðsend „Þetta er alveg dásamlegt og gaman að vera þátttakandi í þessu. Tívolí er náttúrulega elsti skemmtistaður í Evrópu og hvergi fallegra að vera, þannig að þetta er mikill heiður, þeir ætla að hylla íslenska menningu og tónlist.“ Guðný Traustadóttir í Tryggvagarði á Selfossi að prjóna en hún er ein af þeim, sem stýrir verkefninu fyrir 17. júní hátíðarhöldin í Tívolí. Guðný segir frábært að verða vitni af samtakamætti íslenskra kvenna á öllum Norðurlöndunum í veifuverkefninu. Konurnar hafi allir verið til og komið saman víða til að prjóna og eiga góða stund saman. Stefnan er að prjóna tvö þúsund veifur. Prjónaðar veifur og veifur.Magnús Hlynur Hreiðarsson Þurfa þá Íslendingar að fjölmenna í Tívolí á þjóðhátíðardaginn? „Algjörlega, þetta verður svo gaman. Það er spáð góðu veðri, Danir geta spáð langt fram í tímann og það stenst, það verður sól og hlýtt.“ Og þú ert alsæl í Danmörku með prjónana þína? „Já, já, alsæl, ég er nú hérna í fjarbúð á Íslandi, þannig að við fljúgumst á, ég og kærastinn minn,“ segir Guðný og hlær. Mikil og góð stemming hefur verið í Jónshúsi við prjónaskapinn.Aðsend
Prjónaskapur Danmörk Menning Íslendingar erlendis 17. júní Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira