„Öll umræða um afregluvæðingu er til að hleypa svindli að“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 9. júní 2022 11:13 Daníel Orri Einarsson, formaður Frama. Vísir/Friðrik Þór Formaður félags leigubifreiðastjóra líst illa á allar breytingar á lögum um leigubifreiðaakstur sem hann segir fullkomin eins og þau eru. Hann gefur lítið fyrir gagnrýni á kerfið eins og það er í dag og telur hagsmuni neytenda best borgið með núverandi löggjöf. Innviðaráðherra hefur á ný lagt fram frumvarp til breytinga á lögum um leigubifreiðaakstur. Þar segir að markmiðið með lögunum sé að færa lög og reglur um leigubifreiðar til nútímalegra horfs og tryggja gott aðgengi að hagkvæmri, skilvirkri og öruggri leigubifreiðaþjónustu. Þá er nýjum lögum ætlað að tryggja að íslenska ríkið standi við skuldbindingar sínar samkvæmt samningnum um evrópska efnahagssvæðið. Jóhannes Stefánsson, lögfræðingur Viðskiptaráðs, tjáði sig um málið í Bítinu í síðustu viku. Þar segir hann frumvarpið ekki vera ætlað að bæta samkeppni og frjálsræði í leigubifreiðaakstri og vill ganga enn lengra. Lögin fullkomin eins og þau eru „Það eru margir sem eru að tjá sig um þetta sem að þekkja ekki starfsemina og eru ekki að gera neinum greiða með því,“ segir Daníel Orri Einarsson, formaður Frama, félags leigubifreiðastjóra. „Lög um leigubifreiðar er neytendavernd. Þegar þessi lög eru ekki virt þá er verið að eyðileggja neytendaverndina.“ Hann segir leigubílstjóra samt standa frammi fyrir skorti á bifreiðum og búi við kröpp kjör eins og staðan sé í dag. „Lögin um leigubíla eru fullkomin eins og þau eru og það á að virða þau og þetta tal um vistabönd er algjör della.“ Varðandi afnám skyldna um leigubifreðastöðvar og gjaldmæla til að færa þjónustuna í nútímalegra horf segir Daníel slíkar breytingar ekki vera til þess fallnar að bæta þjónustu eða neytendavernd. „Þessi lagabreyting er ekki að breyta einum eða tveimur þáttum sem ESA ályktunin benti á, heldur er verið að mölva allt og brjóta til þess að einhverjir aðrir geti komið inn á markaðinn og tekið hann af okkur.“ Þá segir Daníel leigubíla bjóða eins ódýrt verð og hægt sé. „Til að minnka kostnaðinn þarf að svindla og það er það sem þessir skutlarar gera, svinda á skatti, svindla á tryggingum og skráningum og þar með er verið að svindla á farþegum. Öll þessi umræða um afregluvæðingu er til að hleypa svindli að,“ sagði Daníel að lokum. Leigubílar Neytendur Tengdar fréttir Óþörf vistarbönd þjóni hvorki hagsmunum leigubílstjóra né neytenda Viðskiptaráð hefur lagt fram umsögn um frumvarp innviðaráðherra um leigubifreiðaakstur á Íslandi. Þar er lagt til að ýmis skilyrði leigubifreðiaaksturs verði afnumin og að gamaldags gjaldmælar skuli heyra sögunni til. 8. júní 2022 17:06 Ráðherra bað „Frjálsmund“ um að hætta til að fá sinn mann inn Jóhannes Stefánsson segist hafa verið ósammála fulltrúum leigubílstjóra í öllu en þeir hafi færst nær eftir því sem leið á vinnu starfshóps um leigubifreiðamarkað. 26. febrúar 2018 15:45 Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Sjá meira
Innviðaráðherra hefur á ný lagt fram frumvarp til breytinga á lögum um leigubifreiðaakstur. Þar segir að markmiðið með lögunum sé að færa lög og reglur um leigubifreiðar til nútímalegra horfs og tryggja gott aðgengi að hagkvæmri, skilvirkri og öruggri leigubifreiðaþjónustu. Þá er nýjum lögum ætlað að tryggja að íslenska ríkið standi við skuldbindingar sínar samkvæmt samningnum um evrópska efnahagssvæðið. Jóhannes Stefánsson, lögfræðingur Viðskiptaráðs, tjáði sig um málið í Bítinu í síðustu viku. Þar segir hann frumvarpið ekki vera ætlað að bæta samkeppni og frjálsræði í leigubifreiðaakstri og vill ganga enn lengra. Lögin fullkomin eins og þau eru „Það eru margir sem eru að tjá sig um þetta sem að þekkja ekki starfsemina og eru ekki að gera neinum greiða með því,“ segir Daníel Orri Einarsson, formaður Frama, félags leigubifreiðastjóra. „Lög um leigubifreiðar er neytendavernd. Þegar þessi lög eru ekki virt þá er verið að eyðileggja neytendaverndina.“ Hann segir leigubílstjóra samt standa frammi fyrir skorti á bifreiðum og búi við kröpp kjör eins og staðan sé í dag. „Lögin um leigubíla eru fullkomin eins og þau eru og það á að virða þau og þetta tal um vistabönd er algjör della.“ Varðandi afnám skyldna um leigubifreðastöðvar og gjaldmæla til að færa þjónustuna í nútímalegra horf segir Daníel slíkar breytingar ekki vera til þess fallnar að bæta þjónustu eða neytendavernd. „Þessi lagabreyting er ekki að breyta einum eða tveimur þáttum sem ESA ályktunin benti á, heldur er verið að mölva allt og brjóta til þess að einhverjir aðrir geti komið inn á markaðinn og tekið hann af okkur.“ Þá segir Daníel leigubíla bjóða eins ódýrt verð og hægt sé. „Til að minnka kostnaðinn þarf að svindla og það er það sem þessir skutlarar gera, svinda á skatti, svindla á tryggingum og skráningum og þar með er verið að svindla á farþegum. Öll þessi umræða um afregluvæðingu er til að hleypa svindli að,“ sagði Daníel að lokum.
Leigubílar Neytendur Tengdar fréttir Óþörf vistarbönd þjóni hvorki hagsmunum leigubílstjóra né neytenda Viðskiptaráð hefur lagt fram umsögn um frumvarp innviðaráðherra um leigubifreiðaakstur á Íslandi. Þar er lagt til að ýmis skilyrði leigubifreðiaaksturs verði afnumin og að gamaldags gjaldmælar skuli heyra sögunni til. 8. júní 2022 17:06 Ráðherra bað „Frjálsmund“ um að hætta til að fá sinn mann inn Jóhannes Stefánsson segist hafa verið ósammála fulltrúum leigubílstjóra í öllu en þeir hafi færst nær eftir því sem leið á vinnu starfshóps um leigubifreiðamarkað. 26. febrúar 2018 15:45 Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Sjá meira
Óþörf vistarbönd þjóni hvorki hagsmunum leigubílstjóra né neytenda Viðskiptaráð hefur lagt fram umsögn um frumvarp innviðaráðherra um leigubifreiðaakstur á Íslandi. Þar er lagt til að ýmis skilyrði leigubifreðiaaksturs verði afnumin og að gamaldags gjaldmælar skuli heyra sögunni til. 8. júní 2022 17:06
Ráðherra bað „Frjálsmund“ um að hætta til að fá sinn mann inn Jóhannes Stefánsson segist hafa verið ósammála fulltrúum leigubílstjóra í öllu en þeir hafi færst nær eftir því sem leið á vinnu starfshóps um leigubifreiðamarkað. 26. febrúar 2018 15:45