Eitt mesta magn fíkniefna sem lögregla hafi lagt hald á Eiður Þór Árnason og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 9. júní 2022 14:25 Margeir Sveinsson aðstoðaryfirlögregluþjónn, Halla Bergþóra Björnsdóttir lögreglustjóri, Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn og Hulda Elsa Björgvinsdóttir, sviðsstjóri ákærusviðs, voru viðstödd upplýsingafundinn. Vísir/Vilhelm Lögreglan hefur lagt hald á gríðarlegt magn fíkniefna og handtekið tíu manns í tengslum við tvær umfangsmiklar rannsóknir á skipulagðri brotastarfsemi. Önnur rannsóknin hófst um mitt ár 2020 þegar lögregla fékk aðgang að upplýsingum með milligöngu Europol sem aflað var úr dulkóðuðum samskiptum. Að sögn Gríms Grímssonar, yfirlögregluþjóns hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, komust rannsakendur í kjölfarið að því að á fyrri hluta 2020 hafi verið flutt inn efni til landsins sem notuð voru til framleiðslu á 117,5 kílóum af amfetamíni. Efnin fylla nú birgðageymslur lögreglu.Vísir/Vilhelm Einnig voru handlögð fimm kíló af amfetamíni í aðskildu máli sem grunur leikur á að sé hluti hinna framleiddu efna. Þetta kom fram á blaðamannafundi lögreglunnar í dag en verðmæti hinna framleiddu efna eru talin vera ríflega 700 milljónir króna miðað við götuvirði. Þann 20. maí síðastliðinn réðst lögregla svo í aðgerðir sem vörðuðu bæði umrædda rannsókn og aðra sem fjallað var á upplýsingafundinum. Að sögn Gríms voru tíu handteknir í tengslum við báðar rannsóknir. Sjö hefur nú verið sleppt úr gæsluvarðhaldi og eru þrír enn í varðhaldi í þágu rannsóknar. Meta götuvirðið 1,7 milljarð króna Margeir Sveinsson aðstoðaryfirlögregluþjónn greindi frá því á blaðamannafundinum að undanfarna mánuði hafi lögregla verið með hóp manna til rannsóknar sem grunaðir séu um aðild að dreifingu og sölu fíkniefna auk peningaþvættis. Alls hafi tuttugu leitir verið gerðar í ökutækjum og húsnæði í maí og tíu verið handteknir. Rannsókn sé þó enn ekki lokið. Margeir sagði að við rannsóknina hafi lögregla komist yfir mikið magn fíkniefna, sem er talið vera eitt mesta magn sem hún hafi lagt hald á í tengslum við eina rannsókn. Margeir Sveinsson aðstoðaryfirlögregluþjónn.Vísir/Vilhelm Handlögðu efnin Rúmlega 200 stykki af kannabisplöntum Rúmlega 30 kíló af marijúana Rúmlega 20 kíló af hassi Um 7 kíló af MDMA-kristal sem hægt er að nota til að framleiða um 50 þúsund E-töflur Rúmlega 7 þúsund stykki af MDMA-töflum tilbúnum til sölu Rúmlega 20 lítrar af MDMA-basa sem hægt er að nota til að framleiða um og yfir 200 þúsund e-töflur 2 kíló af kókaíni 1 kíló af amfetamíni 40 lítrar af amfetamín basa sem lögregla áætlar að hægt sé að nota til að gera 170 kíló af tilbúnu amfetamíni Tvö kíló af kristalmetamfetamíni Óverulegt magn af LSD, hassolíu og sterum Talvert magn af íblöndunarefnum Að sögn Margeirs er talið að götuvirði efnanna sem lögregla hafi lagt hald á í tengslum við þessa rannsókn nemi um 1,7 milljarði króna. Hann bætti við að fleiri rannsóknir væru í gangi á meintri skipulagðri brotastarfsemi og væru nú alls um tíu talsins. Halla Bergþóra Björnsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu.Vísir/Vilhelm Tímafrekar og mannfrekar rannsóknir Halla Bergþóra Björnsdóttir lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu sagði á blaðamannafundinum að rannsóknir á skipulagðri brotastarfsemi væri oft tímafrekar og mannfrekar þar sem þær teygi sig gjarnan yfir lögregluumdæmi og landamæri. Þannig geti þær oft staðið yfir í eitt, tvö ár eða jafnvel lengur. Áðurnefndar rannsóknir séu samstarfsverkefni Ríkislögreglustjóra, lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og á Suðurlandi. Að sögn Höllu er innfluttningur og framleiðsla fíkniefna stærsti þátturinn í starfsemi skipulagðra glæpahópa og telur lögreglan þá vera einhverja mestu ógn sem íslenskt samfélag glími við í dag. Fréttin hefur verið uppfærð.
Önnur rannsóknin hófst um mitt ár 2020 þegar lögregla fékk aðgang að upplýsingum með milligöngu Europol sem aflað var úr dulkóðuðum samskiptum. Að sögn Gríms Grímssonar, yfirlögregluþjóns hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, komust rannsakendur í kjölfarið að því að á fyrri hluta 2020 hafi verið flutt inn efni til landsins sem notuð voru til framleiðslu á 117,5 kílóum af amfetamíni. Efnin fylla nú birgðageymslur lögreglu.Vísir/Vilhelm Einnig voru handlögð fimm kíló af amfetamíni í aðskildu máli sem grunur leikur á að sé hluti hinna framleiddu efna. Þetta kom fram á blaðamannafundi lögreglunnar í dag en verðmæti hinna framleiddu efna eru talin vera ríflega 700 milljónir króna miðað við götuvirði. Þann 20. maí síðastliðinn réðst lögregla svo í aðgerðir sem vörðuðu bæði umrædda rannsókn og aðra sem fjallað var á upplýsingafundinum. Að sögn Gríms voru tíu handteknir í tengslum við báðar rannsóknir. Sjö hefur nú verið sleppt úr gæsluvarðhaldi og eru þrír enn í varðhaldi í þágu rannsóknar. Meta götuvirðið 1,7 milljarð króna Margeir Sveinsson aðstoðaryfirlögregluþjónn greindi frá því á blaðamannafundinum að undanfarna mánuði hafi lögregla verið með hóp manna til rannsóknar sem grunaðir séu um aðild að dreifingu og sölu fíkniefna auk peningaþvættis. Alls hafi tuttugu leitir verið gerðar í ökutækjum og húsnæði í maí og tíu verið handteknir. Rannsókn sé þó enn ekki lokið. Margeir sagði að við rannsóknina hafi lögregla komist yfir mikið magn fíkniefna, sem er talið vera eitt mesta magn sem hún hafi lagt hald á í tengslum við eina rannsókn. Margeir Sveinsson aðstoðaryfirlögregluþjónn.Vísir/Vilhelm Handlögðu efnin Rúmlega 200 stykki af kannabisplöntum Rúmlega 30 kíló af marijúana Rúmlega 20 kíló af hassi Um 7 kíló af MDMA-kristal sem hægt er að nota til að framleiða um 50 þúsund E-töflur Rúmlega 7 þúsund stykki af MDMA-töflum tilbúnum til sölu Rúmlega 20 lítrar af MDMA-basa sem hægt er að nota til að framleiða um og yfir 200 þúsund e-töflur 2 kíló af kókaíni 1 kíló af amfetamíni 40 lítrar af amfetamín basa sem lögregla áætlar að hægt sé að nota til að gera 170 kíló af tilbúnu amfetamíni Tvö kíló af kristalmetamfetamíni Óverulegt magn af LSD, hassolíu og sterum Talvert magn af íblöndunarefnum Að sögn Margeirs er talið að götuvirði efnanna sem lögregla hafi lagt hald á í tengslum við þessa rannsókn nemi um 1,7 milljarði króna. Hann bætti við að fleiri rannsóknir væru í gangi á meintri skipulagðri brotastarfsemi og væru nú alls um tíu talsins. Halla Bergþóra Björnsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu.Vísir/Vilhelm Tímafrekar og mannfrekar rannsóknir Halla Bergþóra Björnsdóttir lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu sagði á blaðamannafundinum að rannsóknir á skipulagðri brotastarfsemi væri oft tímafrekar og mannfrekar þar sem þær teygi sig gjarnan yfir lögregluumdæmi og landamæri. Þannig geti þær oft staðið yfir í eitt, tvö ár eða jafnvel lengur. Áðurnefndar rannsóknir séu samstarfsverkefni Ríkislögreglustjóra, lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og á Suðurlandi. Að sögn Höllu er innfluttningur og framleiðsla fíkniefna stærsti þátturinn í starfsemi skipulagðra glæpahópa og telur lögreglan þá vera einhverja mestu ógn sem íslenskt samfélag glími við í dag. Fréttin hefur verið uppfærð.
Lögreglumál Fíkniefnabrot Saltdreifaramálið Mest lesið Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Sjá meira