Salah og Kerr þóttu standa upp úr Hjörvar Ólafsson skrifar 9. júní 2022 20:14 Mohamed Salah fékk í kvöld enn eina rósina í hnappagat sitt. Vísir/Getty Samtök atvinnufóboltafólks, PFA, kunngjörðu í kvöld hvaða leikmenn urðu hlutskarpastir í kosningu um leikmann ársins á nýloknu keppnistímabili í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta karla og kvenna. Mohamed Salah, leikmaður Liverpool, og Sam Kerr, sem leikur fyrir Chelsea voru valin bestu leikmenn tímabilsins. Salah varð ásamt Son Heung-Minm markahæstur í ensku úrvalsdeildinni karlamegin með 23 mörk en Salah gaf einnig 13 stoðsendingar á samherja sína hjá Liverpool sem höfnuðu í öðru sæti deildarinnar. Sam Kerr er fyrsta ástralska fótboltakonan sem fær téð verðlaun. Vísir/Getty Kerr skoraði svo mest í kvennaflokki en 20 mörk hennar áttu ríkan þátt í því að Chelsea varð enskur meistari. Chelsea vann einnig enska bikarinn á síðustu leiktíð. Manchester City átti svo besta unga leikmanninn bæði í karla- og kvennaflokki. Phil Foden hlaut þá nafnbót annað árið í röð og Lauren Hemp fjórða árið í röð. Salah varð í kvöld níundi leikmaðurinn til þess að vera kjörinn besti leikmaðurinn af samtökum atvinnufólks tvisvar sinnum en áður höfðu Mark Hughes, Alan Shearer, Thierry Henry, Gareth Bale, Kevin de Bruyne, Lucy Bronze og Fran Kirby náð þeim áfanga. Liverpool átti svo sex fulltrúa í liði leiktíðarinnar hjá körlunum en einungis tveir leikmenn liðsins eru ekki leikmenn Manchester City eða Liverpool. Liðið er þannig skipað: Mark: Alisson Becker, Liverpool Vörn: Trent Alexander-Arnold, Liverpool, Virgil van Dijk, Liverpool, Antonio Rüdiger, Chelsea, Joao Cancelo, Manchester City. Miðja: Kevin De Bruyne, Manchester City, Thiago Alcantara, Liverpool, Bernardo Silva, Manchester City. Sókn: Mohamed Salah, Liverpool, Cristiano Ronaldo, Manchester United, Sadio Mané, Liverpool. Lið ársins hjá konunum samanstendur svo af eftirtöldum leikmönnum: Mark: Ann-Katrin Berger, Chelsea Vörn: Ona Batlle, Manchester United, Millie Bright, Chelsea, Leah Williamson, Arsenal, Alex Greenwood Manchester City. Miðja: Kim Little, Arsenal, Caroline Weir, Manchester City, Guro Reiten, Chelsea. Sókn: Vivianne Miedema, Arsenal, Sam Kerr, Chelsea, Lauren Hemp, Manchester City. Enski boltinn Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Fótbolti Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Fleiri fréttir Í beinni: Portúgal - Belgía | Lokaleikurinn hjá Belgunum hennar Betu Í beinni: Ítalía - Spánn | Spánverjar vilja vinna riðilinn Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Dramatískt jafntefli sendir heimakonur í átta liða úrslit Ítalskur deildarleikur í Ástralíu í febrúar? „Við erum að gera eitthvað rétt“ Sjá meira
Mohamed Salah, leikmaður Liverpool, og Sam Kerr, sem leikur fyrir Chelsea voru valin bestu leikmenn tímabilsins. Salah varð ásamt Son Heung-Minm markahæstur í ensku úrvalsdeildinni karlamegin með 23 mörk en Salah gaf einnig 13 stoðsendingar á samherja sína hjá Liverpool sem höfnuðu í öðru sæti deildarinnar. Sam Kerr er fyrsta ástralska fótboltakonan sem fær téð verðlaun. Vísir/Getty Kerr skoraði svo mest í kvennaflokki en 20 mörk hennar áttu ríkan þátt í því að Chelsea varð enskur meistari. Chelsea vann einnig enska bikarinn á síðustu leiktíð. Manchester City átti svo besta unga leikmanninn bæði í karla- og kvennaflokki. Phil Foden hlaut þá nafnbót annað árið í röð og Lauren Hemp fjórða árið í röð. Salah varð í kvöld níundi leikmaðurinn til þess að vera kjörinn besti leikmaðurinn af samtökum atvinnufólks tvisvar sinnum en áður höfðu Mark Hughes, Alan Shearer, Thierry Henry, Gareth Bale, Kevin de Bruyne, Lucy Bronze og Fran Kirby náð þeim áfanga. Liverpool átti svo sex fulltrúa í liði leiktíðarinnar hjá körlunum en einungis tveir leikmenn liðsins eru ekki leikmenn Manchester City eða Liverpool. Liðið er þannig skipað: Mark: Alisson Becker, Liverpool Vörn: Trent Alexander-Arnold, Liverpool, Virgil van Dijk, Liverpool, Antonio Rüdiger, Chelsea, Joao Cancelo, Manchester City. Miðja: Kevin De Bruyne, Manchester City, Thiago Alcantara, Liverpool, Bernardo Silva, Manchester City. Sókn: Mohamed Salah, Liverpool, Cristiano Ronaldo, Manchester United, Sadio Mané, Liverpool. Lið ársins hjá konunum samanstendur svo af eftirtöldum leikmönnum: Mark: Ann-Katrin Berger, Chelsea Vörn: Ona Batlle, Manchester United, Millie Bright, Chelsea, Leah Williamson, Arsenal, Alex Greenwood Manchester City. Miðja: Kim Little, Arsenal, Caroline Weir, Manchester City, Guro Reiten, Chelsea. Sókn: Vivianne Miedema, Arsenal, Sam Kerr, Chelsea, Lauren Hemp, Manchester City.
Enski boltinn Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Fótbolti Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Fleiri fréttir Í beinni: Portúgal - Belgía | Lokaleikurinn hjá Belgunum hennar Betu Í beinni: Ítalía - Spánn | Spánverjar vilja vinna riðilinn Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Dramatískt jafntefli sendir heimakonur í átta liða úrslit Ítalskur deildarleikur í Ástralíu í febrúar? „Við erum að gera eitthvað rétt“ Sjá meira