Salah og Kerr þóttu standa upp úr Hjörvar Ólafsson skrifar 9. júní 2022 20:14 Mohamed Salah fékk í kvöld enn eina rósina í hnappagat sitt. Vísir/Getty Samtök atvinnufóboltafólks, PFA, kunngjörðu í kvöld hvaða leikmenn urðu hlutskarpastir í kosningu um leikmann ársins á nýloknu keppnistímabili í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta karla og kvenna. Mohamed Salah, leikmaður Liverpool, og Sam Kerr, sem leikur fyrir Chelsea voru valin bestu leikmenn tímabilsins. Salah varð ásamt Son Heung-Minm markahæstur í ensku úrvalsdeildinni karlamegin með 23 mörk en Salah gaf einnig 13 stoðsendingar á samherja sína hjá Liverpool sem höfnuðu í öðru sæti deildarinnar. Sam Kerr er fyrsta ástralska fótboltakonan sem fær téð verðlaun. Vísir/Getty Kerr skoraði svo mest í kvennaflokki en 20 mörk hennar áttu ríkan þátt í því að Chelsea varð enskur meistari. Chelsea vann einnig enska bikarinn á síðustu leiktíð. Manchester City átti svo besta unga leikmanninn bæði í karla- og kvennaflokki. Phil Foden hlaut þá nafnbót annað árið í röð og Lauren Hemp fjórða árið í röð. Salah varð í kvöld níundi leikmaðurinn til þess að vera kjörinn besti leikmaðurinn af samtökum atvinnufólks tvisvar sinnum en áður höfðu Mark Hughes, Alan Shearer, Thierry Henry, Gareth Bale, Kevin de Bruyne, Lucy Bronze og Fran Kirby náð þeim áfanga. Liverpool átti svo sex fulltrúa í liði leiktíðarinnar hjá körlunum en einungis tveir leikmenn liðsins eru ekki leikmenn Manchester City eða Liverpool. Liðið er þannig skipað: Mark: Alisson Becker, Liverpool Vörn: Trent Alexander-Arnold, Liverpool, Virgil van Dijk, Liverpool, Antonio Rüdiger, Chelsea, Joao Cancelo, Manchester City. Miðja: Kevin De Bruyne, Manchester City, Thiago Alcantara, Liverpool, Bernardo Silva, Manchester City. Sókn: Mohamed Salah, Liverpool, Cristiano Ronaldo, Manchester United, Sadio Mané, Liverpool. Lið ársins hjá konunum samanstendur svo af eftirtöldum leikmönnum: Mark: Ann-Katrin Berger, Chelsea Vörn: Ona Batlle, Manchester United, Millie Bright, Chelsea, Leah Williamson, Arsenal, Alex Greenwood Manchester City. Miðja: Kim Little, Arsenal, Caroline Weir, Manchester City, Guro Reiten, Chelsea. Sókn: Vivianne Miedema, Arsenal, Sam Kerr, Chelsea, Lauren Hemp, Manchester City. Enski boltinn Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Óvissa í Indlandi lætur City selja Fótbolti Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Körfubolti Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Fótbolti Fleiri fréttir Man. United - Newcastle | Án Bruno en geta komist upp fyrir Liverpool Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Sjá meira
Mohamed Salah, leikmaður Liverpool, og Sam Kerr, sem leikur fyrir Chelsea voru valin bestu leikmenn tímabilsins. Salah varð ásamt Son Heung-Minm markahæstur í ensku úrvalsdeildinni karlamegin með 23 mörk en Salah gaf einnig 13 stoðsendingar á samherja sína hjá Liverpool sem höfnuðu í öðru sæti deildarinnar. Sam Kerr er fyrsta ástralska fótboltakonan sem fær téð verðlaun. Vísir/Getty Kerr skoraði svo mest í kvennaflokki en 20 mörk hennar áttu ríkan þátt í því að Chelsea varð enskur meistari. Chelsea vann einnig enska bikarinn á síðustu leiktíð. Manchester City átti svo besta unga leikmanninn bæði í karla- og kvennaflokki. Phil Foden hlaut þá nafnbót annað árið í röð og Lauren Hemp fjórða árið í röð. Salah varð í kvöld níundi leikmaðurinn til þess að vera kjörinn besti leikmaðurinn af samtökum atvinnufólks tvisvar sinnum en áður höfðu Mark Hughes, Alan Shearer, Thierry Henry, Gareth Bale, Kevin de Bruyne, Lucy Bronze og Fran Kirby náð þeim áfanga. Liverpool átti svo sex fulltrúa í liði leiktíðarinnar hjá körlunum en einungis tveir leikmenn liðsins eru ekki leikmenn Manchester City eða Liverpool. Liðið er þannig skipað: Mark: Alisson Becker, Liverpool Vörn: Trent Alexander-Arnold, Liverpool, Virgil van Dijk, Liverpool, Antonio Rüdiger, Chelsea, Joao Cancelo, Manchester City. Miðja: Kevin De Bruyne, Manchester City, Thiago Alcantara, Liverpool, Bernardo Silva, Manchester City. Sókn: Mohamed Salah, Liverpool, Cristiano Ronaldo, Manchester United, Sadio Mané, Liverpool. Lið ársins hjá konunum samanstendur svo af eftirtöldum leikmönnum: Mark: Ann-Katrin Berger, Chelsea Vörn: Ona Batlle, Manchester United, Millie Bright, Chelsea, Leah Williamson, Arsenal, Alex Greenwood Manchester City. Miðja: Kim Little, Arsenal, Caroline Weir, Manchester City, Guro Reiten, Chelsea. Sókn: Vivianne Miedema, Arsenal, Sam Kerr, Chelsea, Lauren Hemp, Manchester City.
Enski boltinn Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Óvissa í Indlandi lætur City selja Fótbolti Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Körfubolti Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Fótbolti Fleiri fréttir Man. United - Newcastle | Án Bruno en geta komist upp fyrir Liverpool Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Sjá meira