Lokatölur í leiknum urðu 3-1 FH í vil en það voru Kristin Schnurr, Elín Björg Norðfjörð Símonardóttir og Shaina Faiena Ashouri sem komu gestunum þremur mörkum yfir áður en Ísold Kristín Rúnarsdóttir klóraði í bakkann fyrir HK undir lok leiksins.
FH hefur 16 stig á toppi deildarinnar en HK er sæti neðar með stigi minna.
Víkingur og Tindastóll eru svo í þriðja til fjórða sæti deildarinnar með 12 stig hvort lið.
Víkingur lagði Hauka að velli með tveimur mörkum gegn einu í leik liðanna að Ásvöllum.
Berglind Þrastardóttir kom Haukum yfir í leiknum í kvöld en það voru svo Christabel Oduro og Dagbjört Ingvarsdóttir sem snéru taflinu við fyrir Víking.
Haukar hafa þrjú stig eftir fyrstu sex leiki sína í deildinni í sumar.
Upplýsingar um úrslit og markaskorara eru fengnar frá fotbolta.net.