Kári heldur áfram að láta landsliðið heyra það: „Hvað næst? Dimmalimm?“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 10. júní 2022 13:32 Kári Árnason í einum af sínum 90 A-landsleikjum. Vísir/Hulda Margrét Kári Árnason - fyrrverandi landsliðsmaður í fótbolta, yfirmaður knattspyrnumála hjá Íslands- og bikarmeisturum Víkings og sérfræðingur Viaplay, hefur verið duglegur að láta íslenska A-landsliðið heyra það undanfarið. Á því varð engin breyting er Ísland marði San Marínó. Íslenska landsliðið vann nauman 1-0 sigur á San Marínó, einu slakasta landsliði Evrópu, er liðin mættust í vináttulandsleik ytra á fimmtudag. Kári lék á sínum tíma 90 A-landsleiki en sinnir í dag meðal annars starfi sérfræðings á Viaplay þar sem leikirnir eru sýndir. Kári hefur ekki varið varlega í gagnrýni á liðið þegar honum hefur fundist frammistaða liðsins fyrir neðan allar hellur. Hann hélt því áfram eftir leikinn í San Marínó en ef marka má Twitter á meðan og eftir leik þá var Kári ekki einn um að vera nóg boðið. Kári lét sér ekki nægja að gagnrýna leik liðsins í gær heldur ræddi hann einnig æfingar og tók sem dæmi myndir og myndbönd sem hafa verið birt á samfélagsmiðlum KSÍ. . pic.twitter.com/4hB22NcKsx— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) June 8, 2022 „Ég er búin að sjá klippur af æfingum, þetta er alvarleg staða. Það brunnu allir heitar fyrir landsliðið en félagsliðið hjá okkur,“ sagði Kári. „Það vill þannig til að það er gaman að spila fótbolta en etta eiga að vera keppnismenn. Það sem ég er að sjá af æfingum þá eru þetta fíflalæti. Ég þoldi ekki svona, einhverjir leikir: Köttur og mús eða eltingaleikur, hvað er næst? Dimmalimm.“ In the lovely Serravalle stadium where we play San Marino in a friendly on Thursday. pic.twitter.com/Q5GPBLhHvv— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) June 8, 2022 „Það er gaman í fótbolta, mér finnst ekki lengur gaman í Dimmalimm. Það fór í taugarnar á mér og mig langaði að segja það,“ bætti Kári bersýnilega létt pirraður við. "Mér finnst ekkert gaman í Dimmalimm". Kári Árnason fer algerlega á kostum, Rúrik reyndar mjög flottur líka.— Thorir Hakonarson (@THakonarson) June 9, 2022 Fyrrverandi landsliðsmaðurinn Rúrik Gíslason er með Kára á Viaplay og tók í sama streng. Honum finnst landsliðiðsþjálfarinn fara of mjúkum höndum um leikmenn liðsins. „Ég er viss um að Kári myndi senda aðeins önnur skilaboð inn á völlinn ef hann væri þjálfari. Þetta er svo soft og vingjarnlegt. Það er eins og þeir þori ekki að gagnrýna leikmenn sína og biðja um almennilegan kraft.“ „Er alveg viss um að þú sért með mér í þessu. Ég hef heyrt þig gagnrýna menn inn á vellinum,“ sagði Rúrik að endingu. Íslenska A-landsliðið leikur sinn fjórða og síðasta leik á skömmum tíma er Ísrael mætir á Laugardalsvöll í Þjóðadeildinni á mánudaginn kemur. Liðin gerðu 2-2 jafntefli í Ísrael. Fótbolti Landslið karla í fótbolta KSÍ Tengdar fréttir Umfjöllun: San Marínó - Ísland 0-1 | Sigur í gæðasnauðum leik Íslenska karlalandsliðið í fótbolta mætti San Marínó í San Marínó fyrr í kvöld í vináttuleik sem náði aldrei neinu flugi. Leikurinn endaði með sigri Íslands 0-1 og í raun og veru þarf ekki að segja neitt meira um það. 9. júní 2022 20:53 Albert: Frammistaðan var í raun og veru léleg Albert Guðmundsson miðjumaður íslenska landsliðsins var á því að frammistaða liðsins hafi ekki verið nógu góð í kvöld á mót San Marínó. Albert var í viðtali við Viaplay skömmu eftir leik og var ómyrkur í máli og sagði að sigurinn hefði átt að vera stærri og krafturinn meiri. Ísland vann 1-0 sigur engu að síður og það var 9. júní 2022 21:20 Mest lesið Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti „Heimskuleg taktík hjá mér“ Körfubolti Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Körfubolti Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Handbolti Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Markið hjá Messi kom eftir 18 sendinga sókn Barca - myndband Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Þungavigtin: Gummi Tóta kveður New York í úrslitaleiknum Fótbolti Fleiri fréttir Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Sjálfsmark Cecilíu réði úrslitum í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Arna Sif aftur heim Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Cristiano Ronaldo segist eiga bara eitt eða tvö ár eftir Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Sjá meira
Íslenska landsliðið vann nauman 1-0 sigur á San Marínó, einu slakasta landsliði Evrópu, er liðin mættust í vináttulandsleik ytra á fimmtudag. Kári lék á sínum tíma 90 A-landsleiki en sinnir í dag meðal annars starfi sérfræðings á Viaplay þar sem leikirnir eru sýndir. Kári hefur ekki varið varlega í gagnrýni á liðið þegar honum hefur fundist frammistaða liðsins fyrir neðan allar hellur. Hann hélt því áfram eftir leikinn í San Marínó en ef marka má Twitter á meðan og eftir leik þá var Kári ekki einn um að vera nóg boðið. Kári lét sér ekki nægja að gagnrýna leik liðsins í gær heldur ræddi hann einnig æfingar og tók sem dæmi myndir og myndbönd sem hafa verið birt á samfélagsmiðlum KSÍ. . pic.twitter.com/4hB22NcKsx— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) June 8, 2022 „Ég er búin að sjá klippur af æfingum, þetta er alvarleg staða. Það brunnu allir heitar fyrir landsliðið en félagsliðið hjá okkur,“ sagði Kári. „Það vill þannig til að það er gaman að spila fótbolta en etta eiga að vera keppnismenn. Það sem ég er að sjá af æfingum þá eru þetta fíflalæti. Ég þoldi ekki svona, einhverjir leikir: Köttur og mús eða eltingaleikur, hvað er næst? Dimmalimm.“ In the lovely Serravalle stadium where we play San Marino in a friendly on Thursday. pic.twitter.com/Q5GPBLhHvv— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) June 8, 2022 „Það er gaman í fótbolta, mér finnst ekki lengur gaman í Dimmalimm. Það fór í taugarnar á mér og mig langaði að segja það,“ bætti Kári bersýnilega létt pirraður við. "Mér finnst ekkert gaman í Dimmalimm". Kári Árnason fer algerlega á kostum, Rúrik reyndar mjög flottur líka.— Thorir Hakonarson (@THakonarson) June 9, 2022 Fyrrverandi landsliðsmaðurinn Rúrik Gíslason er með Kára á Viaplay og tók í sama streng. Honum finnst landsliðiðsþjálfarinn fara of mjúkum höndum um leikmenn liðsins. „Ég er viss um að Kári myndi senda aðeins önnur skilaboð inn á völlinn ef hann væri þjálfari. Þetta er svo soft og vingjarnlegt. Það er eins og þeir þori ekki að gagnrýna leikmenn sína og biðja um almennilegan kraft.“ „Er alveg viss um að þú sért með mér í þessu. Ég hef heyrt þig gagnrýna menn inn á vellinum,“ sagði Rúrik að endingu. Íslenska A-landsliðið leikur sinn fjórða og síðasta leik á skömmum tíma er Ísrael mætir á Laugardalsvöll í Þjóðadeildinni á mánudaginn kemur. Liðin gerðu 2-2 jafntefli í Ísrael.
Fótbolti Landslið karla í fótbolta KSÍ Tengdar fréttir Umfjöllun: San Marínó - Ísland 0-1 | Sigur í gæðasnauðum leik Íslenska karlalandsliðið í fótbolta mætti San Marínó í San Marínó fyrr í kvöld í vináttuleik sem náði aldrei neinu flugi. Leikurinn endaði með sigri Íslands 0-1 og í raun og veru þarf ekki að segja neitt meira um það. 9. júní 2022 20:53 Albert: Frammistaðan var í raun og veru léleg Albert Guðmundsson miðjumaður íslenska landsliðsins var á því að frammistaða liðsins hafi ekki verið nógu góð í kvöld á mót San Marínó. Albert var í viðtali við Viaplay skömmu eftir leik og var ómyrkur í máli og sagði að sigurinn hefði átt að vera stærri og krafturinn meiri. Ísland vann 1-0 sigur engu að síður og það var 9. júní 2022 21:20 Mest lesið Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti „Heimskuleg taktík hjá mér“ Körfubolti Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Körfubolti Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Handbolti Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Markið hjá Messi kom eftir 18 sendinga sókn Barca - myndband Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Þungavigtin: Gummi Tóta kveður New York í úrslitaleiknum Fótbolti Fleiri fréttir Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Sjálfsmark Cecilíu réði úrslitum í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Arna Sif aftur heim Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Cristiano Ronaldo segist eiga bara eitt eða tvö ár eftir Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Sjá meira
Umfjöllun: San Marínó - Ísland 0-1 | Sigur í gæðasnauðum leik Íslenska karlalandsliðið í fótbolta mætti San Marínó í San Marínó fyrr í kvöld í vináttuleik sem náði aldrei neinu flugi. Leikurinn endaði með sigri Íslands 0-1 og í raun og veru þarf ekki að segja neitt meira um það. 9. júní 2022 20:53
Albert: Frammistaðan var í raun og veru léleg Albert Guðmundsson miðjumaður íslenska landsliðsins var á því að frammistaða liðsins hafi ekki verið nógu góð í kvöld á mót San Marínó. Albert var í viðtali við Viaplay skömmu eftir leik og var ómyrkur í máli og sagði að sigurinn hefði átt að vera stærri og krafturinn meiri. Ísland vann 1-0 sigur engu að síður og það var 9. júní 2022 21:20