Boðaðir í landsliðsverkefni rétt fyrir miðnætti | Einum lofað byrjunarliðssæti sem ekkert varð úr Þungavigtin skrifar 10. júní 2022 17:46 Höskuldur Gunnlaugsson og Damir Muminovic koma inn í landsliðshópinn. Sá síðarnefndi átti að byrja leikinn en báðir spiluðu rétt tæplega fimm mínútur. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Þrír leikmenn Breiðabliks voru kallaðir inn í A-landslið karla í fótbolta á dögunum er ljóst var að U-21 árs landsliðið ætti óvænt möguleika á að komast á lokamót EM. Forráðamenn Breiðabliks voru ósáttir með hvernig staðið var að málum og hafa komið sínum kvörtunum áleiðis til KSÍ. Töluvert hefur gustað um íslenska landsliðið í þessum landsleikjaglugga. Nú síðast hefur frammistaða liðsins í 1-0 sigri á San Marínó á fimmtudag verið gagnrýnd víða. Bæði af fyrrverandi landsliðsmönnum sem sinna nú starfi sérfræðinga á Viaplay sem og á samfélagsmiðlinum Twitter. Breiðablik, topplið Bestu deildar karla, bætist nú á listann yfir þá aðila sem eru ekki beint sáttir með, Arnar Þór Viðarsson, þjálfara íslenska landsliðsins ef marka má sérfræðinga Þungavigtarinnar. Þrír af leikmönnum liðsins -Damir Muminovic, Höskuldur Gunnlaugsson og Jason Daði Svanþórsson - voru kallaðir inn í hóp A-landsliðsins fyrir leikinn gegn San Marínó. Í nýjasta þætti Þungavigtarinnar, sem er að þessu sinni opinn öllum, kemur fram að leikmennirnir sem um er ræðir hafi verið kallaðir inn í hópinn nánast um miðja nótt, félagið hafi ekki verið látið vita og þá er einum leikmanni sagt hafa verið lofaður meiri spiltíma en raun bar vitni. „Breiðablik var ekki einu sinni látið vita. Þetta er svo mikill amatörismi að það var ekki einu sinni haft samband við félagið,“ sagði Kristján Óli Sigurðsson meðal annars í þættinum. Á endanum spilaði Jason Daði rúmlega 20 mínútur á meðan þeir Höskuldur og Damir komu inn af bekknum á 87. mínútu. Samkvæmt heimildum Þungavigtarinnar átti Damir að byrja leikinn en á endanum spilaði hann rétt tæplega fimm mínútur. Jason Daði var að spila sinn fyrsta A-landsleik, Damir sinn annan landsleik og Höskuldur sinn fimmta leik. Ólafur Kristjánsson, yfirmaður knattspyrnumála hjá Breiðabliki, staðfesti við Vísi í kvöld að skortur hafi verið á samskiptum KSÍ við félagið. Fótbolti Landslið karla í fótbolta Íslenski boltinn Breiðablik Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Körfubolti „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjá meira
Töluvert hefur gustað um íslenska landsliðið í þessum landsleikjaglugga. Nú síðast hefur frammistaða liðsins í 1-0 sigri á San Marínó á fimmtudag verið gagnrýnd víða. Bæði af fyrrverandi landsliðsmönnum sem sinna nú starfi sérfræðinga á Viaplay sem og á samfélagsmiðlinum Twitter. Breiðablik, topplið Bestu deildar karla, bætist nú á listann yfir þá aðila sem eru ekki beint sáttir með, Arnar Þór Viðarsson, þjálfara íslenska landsliðsins ef marka má sérfræðinga Þungavigtarinnar. Þrír af leikmönnum liðsins -Damir Muminovic, Höskuldur Gunnlaugsson og Jason Daði Svanþórsson - voru kallaðir inn í hóp A-landsliðsins fyrir leikinn gegn San Marínó. Í nýjasta þætti Þungavigtarinnar, sem er að þessu sinni opinn öllum, kemur fram að leikmennirnir sem um er ræðir hafi verið kallaðir inn í hópinn nánast um miðja nótt, félagið hafi ekki verið látið vita og þá er einum leikmanni sagt hafa verið lofaður meiri spiltíma en raun bar vitni. „Breiðablik var ekki einu sinni látið vita. Þetta er svo mikill amatörismi að það var ekki einu sinni haft samband við félagið,“ sagði Kristján Óli Sigurðsson meðal annars í þættinum. Á endanum spilaði Jason Daði rúmlega 20 mínútur á meðan þeir Höskuldur og Damir komu inn af bekknum á 87. mínútu. Samkvæmt heimildum Þungavigtarinnar átti Damir að byrja leikinn en á endanum spilaði hann rétt tæplega fimm mínútur. Jason Daði var að spila sinn fyrsta A-landsleik, Damir sinn annan landsleik og Höskuldur sinn fimmta leik. Ólafur Kristjánsson, yfirmaður knattspyrnumála hjá Breiðabliki, staðfesti við Vísi í kvöld að skortur hafi verið á samskiptum KSÍ við félagið.
Fótbolti Landslið karla í fótbolta Íslenski boltinn Breiðablik Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Körfubolti „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjá meira