ESB staðfestir Úkraínu væntanlega sem umsóknarríki í næstu viku Heimir Már Pétursson skrifar 11. júní 2022 19:21 Volodymyr Zelenskyy og Ursula Von der Leyen ræddu ýmis skilyrði sem Úkraína þarf að uppfylla fyrir aðild landsins að Evrópusambandinu á fundi þeirra í dag. AP/Natacha Pisarenko Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins gefur álit sitt á aðildarumsókn Úkraínu að sambandinu í lok næstu viku. Harðir bardagar geisa í austurhluta landsins þar sem Úkraínumenn er farið að skorta vopn. Ursula von der Leyen kom öðru sinni til fundar við forseta Úkraínu í Kænugarði í dag til að ræða aðildarumsókn landsins að Evrópusambandinu. Gífurlega harðir stórskotaliðsbardagar eiga sér stað í Donbas héraði þessa dagana þar sem Úkraínumenn eru að verða uppiskroppa með allt frá skotfærum upp í þungavopn. Rússar eru taldir hafa allt að fimmtán sinnum fleiri stórskotbyssur og eldflaugakerfi en Úkraínumenn sem bíða enn slíkra vopna frá Bandaríkjunum og Evrópu. Volodymyr Zelenskyy segir þá miklu bardaga sem nú standi yfir í Donbas geta ráðið úrslitum um framtíð friðar í Evrópu.AP/Natacha Pisarenko Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu þakkaði von der Leyen fyrir sex pakka Evrópusambandsins af refsiaðgerðum gegn Rússum en sagði að gera þyrfti meira. Loka þyrfti ástarfsemi allra rússneskra banka og banna viðskipti við öll rússnesk fyrir tæki sem meira og minna styddu stríðsreksturinn. „Nú er úrslitastundin runnin upp, ekki bara fyrir Úkraínu heldur einnig fyrir Evrópusambandið og alla Evrópu. Nú ræðst það hvernig framtíð sameinaðrar Evrópu verður og hvort hún á sér yfirhöfuðeinhverja framtíð. Rússar vilja brjóta niður einingu Evrópuríkja svo Evrópa verði klofin og veik. Við erum sannfærðir um að öll Evrópa er skotmark Rússa,“ sagði Zelenskyy á sameiginlegum fréttamannafundi með van der Leyen í dag. Úkraínuforseti segir stórveldisdrauma Vladimirs Putins forseta Rússlands ná langt út fyrir Úkraínu.AP/Mikhail Klimentyev Úkraína væri aðeins fyrsta skrefið í útþensluáætlunum Rússa. Jákvætt svar við umsókn Úkraínu að Evrópusambandinu gæti því ráðið miklu um framtíð álfunnar. Van der Leyen lýsti yfir fullum stuðningi Evrópusambandsins við Úkraínu. Undanfarið hefðu sambandsins lagt dag við nótt að fara yfir ráðleggingar sínar varðandi aðildarumsókn Úkraínu. „Viðræðurnar í dag munu gera okkur kleift að ljúka við mat okkar í lok næstu viku,“ sagði von der Leyen. Ursula von der Leyen skoðaði sig um á Maidan torgi í Kænugarði eftir fund sinn með Zelenskyy forseta í dag.AP/Natacha Pisarenko Úkraínumenn hefðu staðið sig vel í að uppfylla þau skilyrði sem sambandið setti ríkjum til að fá formlega stöðu umsóknarríkis. „Úkraínumenn hafa sýnt af sér ótrúlegan styrk, ákveðni og þrek. Svo ég er sannfærð um að við munum saman...Þið munuð sigra í þessu hræðilega, grimmilega stríði. Við munum og þið munuð endurreisa þetta fallega land og nútímavæða Úkraínu og ég vil bara segja að við stöndum með ykkur. Lifi Úkraína,“ sagði Ursula von der Leyen í Kænugarði í dag. Innrás Rússa í Úkraínu Evrópusambandið Úkraína Tengdar fréttir Segir Rússa stefna að gjöreyðingu Donbas-héraðs Volodimír Selenskí, forseti Úkraínu, segir Rússa stefna að því að eyða öllum borgum í Donbas héraði. 11. júní 2022 09:20 Segir að Selenskí hafi ekki viljað hlusta í aðdraganda innrásarinnar Joe Biden, forseti Bandaríkjanna segir að Volodímir Selenskí, forseti Úkraínu, hafi ekki viljað hlusta á aðvaranir um að Rússar væru að safna liði í aðdraganda innrásarinnar í Úkraínu. 11. júní 2022 08:14 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent Fleiri fréttir Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalar lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Sjá meira
Ursula von der Leyen kom öðru sinni til fundar við forseta Úkraínu í Kænugarði í dag til að ræða aðildarumsókn landsins að Evrópusambandinu. Gífurlega harðir stórskotaliðsbardagar eiga sér stað í Donbas héraði þessa dagana þar sem Úkraínumenn eru að verða uppiskroppa með allt frá skotfærum upp í þungavopn. Rússar eru taldir hafa allt að fimmtán sinnum fleiri stórskotbyssur og eldflaugakerfi en Úkraínumenn sem bíða enn slíkra vopna frá Bandaríkjunum og Evrópu. Volodymyr Zelenskyy segir þá miklu bardaga sem nú standi yfir í Donbas geta ráðið úrslitum um framtíð friðar í Evrópu.AP/Natacha Pisarenko Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu þakkaði von der Leyen fyrir sex pakka Evrópusambandsins af refsiaðgerðum gegn Rússum en sagði að gera þyrfti meira. Loka þyrfti ástarfsemi allra rússneskra banka og banna viðskipti við öll rússnesk fyrir tæki sem meira og minna styddu stríðsreksturinn. „Nú er úrslitastundin runnin upp, ekki bara fyrir Úkraínu heldur einnig fyrir Evrópusambandið og alla Evrópu. Nú ræðst það hvernig framtíð sameinaðrar Evrópu verður og hvort hún á sér yfirhöfuðeinhverja framtíð. Rússar vilja brjóta niður einingu Evrópuríkja svo Evrópa verði klofin og veik. Við erum sannfærðir um að öll Evrópa er skotmark Rússa,“ sagði Zelenskyy á sameiginlegum fréttamannafundi með van der Leyen í dag. Úkraínuforseti segir stórveldisdrauma Vladimirs Putins forseta Rússlands ná langt út fyrir Úkraínu.AP/Mikhail Klimentyev Úkraína væri aðeins fyrsta skrefið í útþensluáætlunum Rússa. Jákvætt svar við umsókn Úkraínu að Evrópusambandinu gæti því ráðið miklu um framtíð álfunnar. Van der Leyen lýsti yfir fullum stuðningi Evrópusambandsins við Úkraínu. Undanfarið hefðu sambandsins lagt dag við nótt að fara yfir ráðleggingar sínar varðandi aðildarumsókn Úkraínu. „Viðræðurnar í dag munu gera okkur kleift að ljúka við mat okkar í lok næstu viku,“ sagði von der Leyen. Ursula von der Leyen skoðaði sig um á Maidan torgi í Kænugarði eftir fund sinn með Zelenskyy forseta í dag.AP/Natacha Pisarenko Úkraínumenn hefðu staðið sig vel í að uppfylla þau skilyrði sem sambandið setti ríkjum til að fá formlega stöðu umsóknarríkis. „Úkraínumenn hafa sýnt af sér ótrúlegan styrk, ákveðni og þrek. Svo ég er sannfærð um að við munum saman...Þið munuð sigra í þessu hræðilega, grimmilega stríði. Við munum og þið munuð endurreisa þetta fallega land og nútímavæða Úkraínu og ég vil bara segja að við stöndum með ykkur. Lifi Úkraína,“ sagði Ursula von der Leyen í Kænugarði í dag.
Innrás Rússa í Úkraínu Evrópusambandið Úkraína Tengdar fréttir Segir Rússa stefna að gjöreyðingu Donbas-héraðs Volodimír Selenskí, forseti Úkraínu, segir Rússa stefna að því að eyða öllum borgum í Donbas héraði. 11. júní 2022 09:20 Segir að Selenskí hafi ekki viljað hlusta í aðdraganda innrásarinnar Joe Biden, forseti Bandaríkjanna segir að Volodímir Selenskí, forseti Úkraínu, hafi ekki viljað hlusta á aðvaranir um að Rússar væru að safna liði í aðdraganda innrásarinnar í Úkraínu. 11. júní 2022 08:14 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent Fleiri fréttir Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalar lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Sjá meira
Segir Rússa stefna að gjöreyðingu Donbas-héraðs Volodimír Selenskí, forseti Úkraínu, segir Rússa stefna að því að eyða öllum borgum í Donbas héraði. 11. júní 2022 09:20
Segir að Selenskí hafi ekki viljað hlusta í aðdraganda innrásarinnar Joe Biden, forseti Bandaríkjanna segir að Volodímir Selenskí, forseti Úkraínu, hafi ekki viljað hlusta á aðvaranir um að Rússar væru að safna liði í aðdraganda innrásarinnar í Úkraínu. 11. júní 2022 08:14
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila