ÍR-ingar komnir með eitt glæsilegasta íþróttahús á landinu Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 12. júní 2022 11:00 Bjarni Fritz og Blædís Fritz eru eðlilega í skýjunum með nýju aðstöðuna. Vísir/Sigurjón ÍR-ingar leggja nú lokahönd á nýtt íþróttahús í Breiðholtinu en íþróttasvæði ÍR-inga er að verða eitt það glæsilegasta á landinu. Eftir nokkrar vikur taka ÍR-ingar í notkun nýtt íþróttahús, bæði fyrir handbolta og körfubolta. Fyrir ekki svo löngu tók félagið í notkun nýtt knattspyrnuhús og í haust flytur handboltinn úr Austurberginu og körfuboltinn úr Seljaskóla. Boltaíþróttirnar þrjár verða því allar sameinaðar við Skógarsel. Bjarni Fritzson tók við þjálfun handknattleiksliðs ÍR fyrr í vikunni og hann segist vera spennutr fyrir því að vinna í nýja húsinu. „Þetta var eitt af því sem mér var lofað þegar ég skrifaði undir samninginn að ég myndi fá nýja aðstöðu,“ sagði Bjarni léttur í samtali við Stöð 2. „Þetta er náttúrulega stórkostlegt og eitthvað sem ég persónulega er búinn að bíða eftir frá því ég var barn. Ég man þegar við vorum í litla skúrnum og sáum teikningar af þessari geggjuðu aðstöðu fyrir þrjátíu árum eða eitthvað. Það að hún sé að rísa núna er bara stórkostlegt.“ Íþróttahúsið er hið glæsilegasta og er með allt til alls fyrir handbolta- og körfuboltaiðkun. „Þetta er sérstaklega hannað fyrir þær tvær deildir sem eru svona stærstu boltagreinarnar okkar. Þannig að þetta er bara íþróttahúsið okkar og það er virkilega spennandi að við séum að fara að deila húsi aftur og séum í rauninni að deila aðstöðu. Við erum svona í fyrsta skipti að sameina félagið í eitt. Í staðin fyrir að vera öll einhvernveginn á víð og dreif þá erum við að koma þessu semana sem félag núna. Þetta á eftir að efla félagði okkar gríðarlega mikið og sameina það.“ Klippa: ÍR-ingar komnir með eitt glæsilegasta íþróttahús á landinu Húsið rúmar hvorki meira né minna en þrjá körfuboltavelli og þrjá handboltavelli og því er nýtingin frábær fyrir ÍR-inga. „Það vantar kannski aðeins upp á breiddina hérna svo það sé hægt að spila þversum, en við eigum að geta sinnt yngriflokka starfinu frábærlega hérna. Svo skitpum við þessu upp eins og gert er á Hlíðarenda þegar eldri flokkarnir koma. Og við sjáum það núna að það er mjög vel hægt að stunda körfubolta hérna, en handboltamörkin eiga eftir að koma.“ „Breiddin er þokkalega góð, við getum skipt þessu upp og við eigum að geta þjónustað alla okkar krakka og okkar iðkendur frábærlega.“ Í húsinu er einnig glænýr lyftingasalur sem Bjarni er nú þegar byrjaður að nýta fyrir handboltaliðið. „Þetta er algjör leikbreytir þessi aðstaða fyrir okkur. Við förum frá því að vera félag kannski ekki með frábæra aðstöðu í að vera eitt flottasta félag landsins á einni nóttu,“ sagði Bjarni stoltur að lokumþ. ÍR Reykjavík Íþróttir barna Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Sjá meira
Eftir nokkrar vikur taka ÍR-ingar í notkun nýtt íþróttahús, bæði fyrir handbolta og körfubolta. Fyrir ekki svo löngu tók félagið í notkun nýtt knattspyrnuhús og í haust flytur handboltinn úr Austurberginu og körfuboltinn úr Seljaskóla. Boltaíþróttirnar þrjár verða því allar sameinaðar við Skógarsel. Bjarni Fritzson tók við þjálfun handknattleiksliðs ÍR fyrr í vikunni og hann segist vera spennutr fyrir því að vinna í nýja húsinu. „Þetta var eitt af því sem mér var lofað þegar ég skrifaði undir samninginn að ég myndi fá nýja aðstöðu,“ sagði Bjarni léttur í samtali við Stöð 2. „Þetta er náttúrulega stórkostlegt og eitthvað sem ég persónulega er búinn að bíða eftir frá því ég var barn. Ég man þegar við vorum í litla skúrnum og sáum teikningar af þessari geggjuðu aðstöðu fyrir þrjátíu árum eða eitthvað. Það að hún sé að rísa núna er bara stórkostlegt.“ Íþróttahúsið er hið glæsilegasta og er með allt til alls fyrir handbolta- og körfuboltaiðkun. „Þetta er sérstaklega hannað fyrir þær tvær deildir sem eru svona stærstu boltagreinarnar okkar. Þannig að þetta er bara íþróttahúsið okkar og það er virkilega spennandi að við séum að fara að deila húsi aftur og séum í rauninni að deila aðstöðu. Við erum svona í fyrsta skipti að sameina félagið í eitt. Í staðin fyrir að vera öll einhvernveginn á víð og dreif þá erum við að koma þessu semana sem félag núna. Þetta á eftir að efla félagði okkar gríðarlega mikið og sameina það.“ Klippa: ÍR-ingar komnir með eitt glæsilegasta íþróttahús á landinu Húsið rúmar hvorki meira né minna en þrjá körfuboltavelli og þrjá handboltavelli og því er nýtingin frábær fyrir ÍR-inga. „Það vantar kannski aðeins upp á breiddina hérna svo það sé hægt að spila þversum, en við eigum að geta sinnt yngriflokka starfinu frábærlega hérna. Svo skitpum við þessu upp eins og gert er á Hlíðarenda þegar eldri flokkarnir koma. Og við sjáum það núna að það er mjög vel hægt að stunda körfubolta hérna, en handboltamörkin eiga eftir að koma.“ „Breiddin er þokkalega góð, við getum skipt þessu upp og við eigum að geta þjónustað alla okkar krakka og okkar iðkendur frábærlega.“ Í húsinu er einnig glænýr lyftingasalur sem Bjarni er nú þegar byrjaður að nýta fyrir handboltaliðið. „Þetta er algjör leikbreytir þessi aðstaða fyrir okkur. Við förum frá því að vera félag kannski ekki með frábæra aðstöðu í að vera eitt flottasta félag landsins á einni nóttu,“ sagði Bjarni stoltur að lokumþ.
ÍR Reykjavík Íþróttir barna Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Sjá meira