Spáir því að Man City sé að fá tvær stórstjörnur Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. júní 2022 07:10 Leggið nafnið á minnið. Marcelo Endelli/Getty Images Emi Martinez, markvörður Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta sem og Argentínu, hefur mikla trú á samlanda sínum Julián Alvarez. Sá mun ganga í raðir Englandsmeistara Manchester City. Eftir miklar umræður síðasta vetur að Man City vantaði alvöru framherja þá mun liðið mæta til leiks með tvo nýja framherja á næstu leiktíð. Mikið hefur verið fjallað um komu Erlings Braut Håland enda er hinn 21 árs gamli Norðmaður einn mest spennandi leikmaður síðari ára. Hinn 22 ára gamli Alvarez er enginn aukvisi heldur. Englandsmeistararnir keyptu hann í febrúar en lánuðu hann svo aftur til River Plate í Argentínu. Þar hefur Alvarez farið á kostum, hefur hann skorað 14 mörk í 18 leikjum ásamt því að leggja upp fjögur til viðbótar. Emiliano Martinez tips Man City's Julian Alvarez to shine after failed Aston Villa attempt | @MullockSMirror https://t.co/PeN8eQr8Le— Mirror Football (@MirrorFootball) June 11, 2022 Martinez hefur gríðarlega trú á samherja sínum og hrósaði honum í hástert nýverið. „Við vitum allir hversu hæfileikaríkur Julián er. Hann er mjög auðmjúkur leikmaður sem fórnar sér fyrir liðið, hann hefur lagt hart að sér til að komast á þann stað sem hann er á. Hann á eftir að standa sig mjög vel í Manchester. Ég held raunar að hann verði stórstjarna.“ „Ég reyndi að fá hann til Aston Villa. Áður en við fórum á Suður-Ameríkukeppnina á síðasta ári þá sagði ég honum að koma til Villa. Það var hins vegar þá þegar ljóst að hann væri á leiðinni til City.“ „Julián mun spila vel með City. Við erum að tala um að hann er að fara vinna með einum besta þjálfara í heimi. Hann mun sýna gæði sín sem og skuldbindingu.“ Það er ljóst að Martinez hefur fulla trú á samlanda sínum sem hefur nú spilað níu A-landsleiki fyrir Argentínu. Ef allt fer að óskum verða þeir báðir í eldlínunni er Argentína hefur leik á HM í nóvember. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Fékk egg í andlitið á blaðamannafundi: „Skítuga eggjakakan þín“ Sport „Getum gengið stoltar frá borði“ Handbolti Apaummæli Mourinho kostuðu hann mikið Fótbolti Dagskráin í dag: Rashford, Bónus deild karla og margt fleira Sport Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Körfubolti Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg Handbolti Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Handbolti Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Enski boltinn Fleiri fréttir Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Echeverri má loks spila fyrir Man City „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Chelsea skrapaði botninn með Southampton Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Sjá meira
Eftir miklar umræður síðasta vetur að Man City vantaði alvöru framherja þá mun liðið mæta til leiks með tvo nýja framherja á næstu leiktíð. Mikið hefur verið fjallað um komu Erlings Braut Håland enda er hinn 21 árs gamli Norðmaður einn mest spennandi leikmaður síðari ára. Hinn 22 ára gamli Alvarez er enginn aukvisi heldur. Englandsmeistararnir keyptu hann í febrúar en lánuðu hann svo aftur til River Plate í Argentínu. Þar hefur Alvarez farið á kostum, hefur hann skorað 14 mörk í 18 leikjum ásamt því að leggja upp fjögur til viðbótar. Emiliano Martinez tips Man City's Julian Alvarez to shine after failed Aston Villa attempt | @MullockSMirror https://t.co/PeN8eQr8Le— Mirror Football (@MirrorFootball) June 11, 2022 Martinez hefur gríðarlega trú á samherja sínum og hrósaði honum í hástert nýverið. „Við vitum allir hversu hæfileikaríkur Julián er. Hann er mjög auðmjúkur leikmaður sem fórnar sér fyrir liðið, hann hefur lagt hart að sér til að komast á þann stað sem hann er á. Hann á eftir að standa sig mjög vel í Manchester. Ég held raunar að hann verði stórstjarna.“ „Ég reyndi að fá hann til Aston Villa. Áður en við fórum á Suður-Ameríkukeppnina á síðasta ári þá sagði ég honum að koma til Villa. Það var hins vegar þá þegar ljóst að hann væri á leiðinni til City.“ „Julián mun spila vel með City. Við erum að tala um að hann er að fara vinna með einum besta þjálfara í heimi. Hann mun sýna gæði sín sem og skuldbindingu.“ Það er ljóst að Martinez hefur fulla trú á samlanda sínum sem hefur nú spilað níu A-landsleiki fyrir Argentínu. Ef allt fer að óskum verða þeir báðir í eldlínunni er Argentína hefur leik á HM í nóvember.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Fékk egg í andlitið á blaðamannafundi: „Skítuga eggjakakan þín“ Sport „Getum gengið stoltar frá borði“ Handbolti Apaummæli Mourinho kostuðu hann mikið Fótbolti Dagskráin í dag: Rashford, Bónus deild karla og margt fleira Sport Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Körfubolti Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg Handbolti Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Handbolti Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Enski boltinn Fleiri fréttir Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Echeverri má loks spila fyrir Man City „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Chelsea skrapaði botninn með Southampton Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Sjá meira