Veður

Væta um landið sunnan- og vestan­vert en þurrt norð­austan­til

Atli Ísleifsson skrifar
Spáð er vætu á höfuðborgarsvæðinu fyrri partinn.
Spáð er vætu á höfuðborgarsvæðinu fyrri partinn. Vísir/Vilhelm

Veðurstofan spáir suðlægum áttum og vætu um landið sunnan- og vestanvert, en þurrt norðaustantil.

Í hugleiðingum veðurfræðings segir að hiti verði á bilinu tíu til átján stig að deginum og hlýjast norðaustantil.

„Á morgun og næstu daga er keimlíkt veður í kortunum eða suðlægar áttir og skúrir S- og V-lands, en þurrt og jafnvel bjart norðaustantil og áfram hlýjast á NA-horninu.“

Spákortið fyrir klukkan 14.Veðurstofan

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á þriðjudag: Suðlæg átt 3-10 m/s og lítilsháttar skúrir, einkum sunnan- og vestantil. Hiti 10 til 18 stig, hlýjast norðaustanlands.

Á miðvikudag og fimmtudag: Suðlæg átt 5-13 m/s, skýjað með köflum og skúrir um landið sunnan- og vestanvert, annars bjart með köflum. Hiti 8 til 16 stig, hlýjast norðaustantil.

Á föstudag (lýðveldisdagurinn): Snýst í norðlæga átt með rigningu sunnantil í fyrstu og síðan austanlands, en léttir smám saman til á vestanverðu landinu. Hiti 6 til 16 stig, hlýjast syðst.

Á laugardag: Stíf vestlæg átt og rigning vestantil á landinu, annars þurrt. Hlýnar í veðri.

Á sunnudag: Útlit fyrir vestlæga átt og þurrt veður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×