Hamilton kveðst klár í slaginn þrátt fyrir bakmeiðsli Valur Páll Eiríksson skrifar 13. júní 2022 13:31 Meiðslin stöðva Hamilton ekki frá þátttöku í Kanada um helgina. Clive Rose/Getty Images Lewis Hamilton, ökuþór á Mercedes í Formúlu 1, segir að bakmeiðsli sem háðu honum í kappakstrinum í Aserbaídsjan um helgina muni ekki koma í veg fyrir þátttöku hans í Kanada næstu helgi. Hamilton varð fjórði í mark í Bakú um helgina en aðeins félagi hans á Mercedes, George Russell, og Sergio Pérez og Max Verstappen, báðir á Red Bull, voru á undan honum í mark. Bakmeiðsli voru að stríða Hamilton á meðan kappakstrinum stóð og eftir hann. Hann þurfti meðal annars hjálp við að stíga upp úr bíl sínum að keppni lokinni. Toto Wolff, liðsstjóri Mercedes, viðurkenndi að mikið hoss á Mercedes-bílnum hefði þessa hliðarverkun í för með sér. Mercedes hóf tímabilið afleitlega, þar sem téð hoss á bílnum olli vandræðum, en hafa bætt árangurinn undanfarnar vikur. Hamilton þurfti aðstoð upp úr bílnum um helgina og hélt töluvert um bakið.Bryn Lennon - Formula 1/Formula 1 via Getty Images „Gærdagurinn var erfiður og ég átti í einhverjum vandræðum með að sofa en vaknaði jákvæður í morgun. Bakið er aumt og marið en það ekkert sem betur fer ekki alvarlegt. Ég hef sinnt nálustungum og sjúkraþjálfun með Ang [sjúkraþjálfari hans Angela Cullen] og er á leið að hitta liðið til að vinna að frekari bætingu. Við þurfum að berjast áfram,“ er á meðal þess sem Hamilton sagði í sögu (e. story) sinni Instagram þar sem hann staðfesti jafnframt að hann yrði á meðal keppenda í næsta kappakstri sem fer fram í Kanada um helgina. Hamilton rétt missti af heimsmeistaratitlinum í hendur Max Verstappen í lokakeppni síðasta tímabils. Hann er langt frá því að keppa um titilinn í ár en hann er sjötti í keppni ökuþóra með 62 stig, heilum 37 stigum á eftir liðsfélaga sínum George Russell sem er fjórði með 99 stig. Heimsmeistarinn Verstappen leiðir keppni ökuþóra með 150 stig eftir sigur sinn um helgina en liðsfélagi hans Pérez er með 129 stig. Formúla Mest lesið Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Dagskráin í dag: Sextán beinar útsendingar Sport Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti „Ég hef hluti að gera hér“ Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira
Hamilton varð fjórði í mark í Bakú um helgina en aðeins félagi hans á Mercedes, George Russell, og Sergio Pérez og Max Verstappen, báðir á Red Bull, voru á undan honum í mark. Bakmeiðsli voru að stríða Hamilton á meðan kappakstrinum stóð og eftir hann. Hann þurfti meðal annars hjálp við að stíga upp úr bíl sínum að keppni lokinni. Toto Wolff, liðsstjóri Mercedes, viðurkenndi að mikið hoss á Mercedes-bílnum hefði þessa hliðarverkun í för með sér. Mercedes hóf tímabilið afleitlega, þar sem téð hoss á bílnum olli vandræðum, en hafa bætt árangurinn undanfarnar vikur. Hamilton þurfti aðstoð upp úr bílnum um helgina og hélt töluvert um bakið.Bryn Lennon - Formula 1/Formula 1 via Getty Images „Gærdagurinn var erfiður og ég átti í einhverjum vandræðum með að sofa en vaknaði jákvæður í morgun. Bakið er aumt og marið en það ekkert sem betur fer ekki alvarlegt. Ég hef sinnt nálustungum og sjúkraþjálfun með Ang [sjúkraþjálfari hans Angela Cullen] og er á leið að hitta liðið til að vinna að frekari bætingu. Við þurfum að berjast áfram,“ er á meðal þess sem Hamilton sagði í sögu (e. story) sinni Instagram þar sem hann staðfesti jafnframt að hann yrði á meðal keppenda í næsta kappakstri sem fer fram í Kanada um helgina. Hamilton rétt missti af heimsmeistaratitlinum í hendur Max Verstappen í lokakeppni síðasta tímabils. Hann er langt frá því að keppa um titilinn í ár en hann er sjötti í keppni ökuþóra með 62 stig, heilum 37 stigum á eftir liðsfélaga sínum George Russell sem er fjórði með 99 stig. Heimsmeistarinn Verstappen leiðir keppni ökuþóra með 150 stig eftir sigur sinn um helgina en liðsfélagi hans Pérez er með 129 stig.
Formúla Mest lesið Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Dagskráin í dag: Sextán beinar útsendingar Sport Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti „Ég hef hluti að gera hér“ Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira
Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti
Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti