Féll þrisvar en náði prófinu í fjórðu tilraun: „Mjög stressuð“ Snorri Másson skrifar 14. júní 2022 10:09 Bóklega ökuprófið var til umfjöllunar í Íslandi í dag í gær, þar sem rætt var við Láru Jakobínu Gunnarsdóttur þar sem hún gekk út úr prófinu. Það var gleðidagur, enda hafði Lára reynt við prófið án árangurs í þrjú skipti, en loksins náð því í fjórðu tilraun. „Ég er búin að reyna þetta fjórum sinnum. Þetta er svolítið flókið,“ sagði Lára í samtali við fréttastofu. „Ég er alla vega mjög stressuð fyrir þessu.“ Lára Jakobína Gunnarsdóttir náði bóklega ökuprófinu á síðasta þriðjudag, í fjórðu tilraun. Vísir Aðrir hafa sömu sögu að segja af prófinu, einn sem fréttastofa ræddi við féll á spurningu um umferðarstýringu lögreglumanns á mótorhjóli, annar kvaðst falla á „trikkspurningunum“ og sú þriðja sagði ljóst að verið væri að reyna að rugla fólk í ríminu með spurningunum. Ein spænskumælandi leikkona sem fréttastofa ræddi við, sem hafði fallið tvisvar á prófinu, sagðist vera búin að þróa með sér eins konar ástríðu fyrir verkefninu. Hún væri ákveðin í að ná þessu á endanum. Sér maður betur með kveikt ljós í bílnum? Er réttlætanlegt að flauta á barn að leik? Er hlutverk Samgöngustofu að annast merkingu á vegum landsins? Þetta er ekki á allra vitorði, en þarf að vera á vitorði þeirra sem hyggjast aka bíl á Íslandi. 40-50% fall á prófinu Rætt var við Pétur Blöndal pistlahöfund, sem hefur fjallað um bóklega ökuprófið í pistlum á Innherja. Pétur segist ekki hafa fallið sjálfur á prófinu heldur hafi hann fyrst orðið áhugasamur um fyrirkomulagið þegar börnin hans hófu ökunám. Þau hafi raunar ekki verið sérstaklega stressuð fyrir því að falla í prófinu, enda væri það bara hluti af ferlinu. Að falla nokkrum sinnum á prófinu. Pétur Blöndal pistlahöfundur segir nauðsynlegt að taka bóklega ökuprófið til endurskoðunar.Vísir „Til þess að fá þetta nú staðreynt hafði ég samband við Samgöngustofu og komst að því að það er 40-50% að falla á þessu prófi. Það voru 4.400 sem tóku þetta próf 2020 og miðað við það eru 2.000-2.200 manns sem falla á prófinu. Þannig að ég fór að velta því fyrir mér, hvað er það sem krakkarnir eru að flaska á? Ég skoðaði prófin og sá strax að þetta væri töluverður útúrsnúningur oft,“ segir Pétur. Mörg skrautleg dæmi eru um spurningar á prófinu eru rakin í innslaginu hér að ofan. Samgöngustofa kveðst vera með prófin til endurskoðunar og Pétur Blöndal segir engan vafa á að hinu opinbera beri að gera breytingar á því til hins betra; nefnilega, að það þjóni markmiði sínu að tryggja ökuleikni nemenda, frekar en að klekkja á þeim. Bílar Samgöngur Bílpróf Tengdar fréttir „Við megum ekki nota tungumálið til að mismuna fólki“ Prófessor emeritus í íslensku fagnar því að til standi að breyta orðalagi bóklegra ökuprófa en það hefur verið gagnrýnt harðlega undanfarið, meðal annars af ökukennurum sem segja vísvitandi villt um fyrir próftökum með flóknu orðalagi og gamaldags setningagerð. 1. júní 2022 12:17 Bankið í ofninum: „Þetta er grimmt próf!” Viðbrögðin voru sterk við síðasta pistli um ökupróf hér á landi. Til þess er nú leikurinn gerður að vekja fólk til umhugsunar og því sjálfsagt að gera skil ábendingum sem berast. 12. febrúar 2022 10:00 Bankið í ofninum: Sér ökumaður betur frá sér í björtu með kveikt ljós? „Náði!“ Þannig hljóðuðu símaskilaboð frá syni mínum í lok janúar. Hann hafði sumsé lokið ökuprófi. 5. febrúar 2022 10:00 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Sjá meira
„Ég er búin að reyna þetta fjórum sinnum. Þetta er svolítið flókið,“ sagði Lára í samtali við fréttastofu. „Ég er alla vega mjög stressuð fyrir þessu.“ Lára Jakobína Gunnarsdóttir náði bóklega ökuprófinu á síðasta þriðjudag, í fjórðu tilraun. Vísir Aðrir hafa sömu sögu að segja af prófinu, einn sem fréttastofa ræddi við féll á spurningu um umferðarstýringu lögreglumanns á mótorhjóli, annar kvaðst falla á „trikkspurningunum“ og sú þriðja sagði ljóst að verið væri að reyna að rugla fólk í ríminu með spurningunum. Ein spænskumælandi leikkona sem fréttastofa ræddi við, sem hafði fallið tvisvar á prófinu, sagðist vera búin að þróa með sér eins konar ástríðu fyrir verkefninu. Hún væri ákveðin í að ná þessu á endanum. Sér maður betur með kveikt ljós í bílnum? Er réttlætanlegt að flauta á barn að leik? Er hlutverk Samgöngustofu að annast merkingu á vegum landsins? Þetta er ekki á allra vitorði, en þarf að vera á vitorði þeirra sem hyggjast aka bíl á Íslandi. 40-50% fall á prófinu Rætt var við Pétur Blöndal pistlahöfund, sem hefur fjallað um bóklega ökuprófið í pistlum á Innherja. Pétur segist ekki hafa fallið sjálfur á prófinu heldur hafi hann fyrst orðið áhugasamur um fyrirkomulagið þegar börnin hans hófu ökunám. Þau hafi raunar ekki verið sérstaklega stressuð fyrir því að falla í prófinu, enda væri það bara hluti af ferlinu. Að falla nokkrum sinnum á prófinu. Pétur Blöndal pistlahöfundur segir nauðsynlegt að taka bóklega ökuprófið til endurskoðunar.Vísir „Til þess að fá þetta nú staðreynt hafði ég samband við Samgöngustofu og komst að því að það er 40-50% að falla á þessu prófi. Það voru 4.400 sem tóku þetta próf 2020 og miðað við það eru 2.000-2.200 manns sem falla á prófinu. Þannig að ég fór að velta því fyrir mér, hvað er það sem krakkarnir eru að flaska á? Ég skoðaði prófin og sá strax að þetta væri töluverður útúrsnúningur oft,“ segir Pétur. Mörg skrautleg dæmi eru um spurningar á prófinu eru rakin í innslaginu hér að ofan. Samgöngustofa kveðst vera með prófin til endurskoðunar og Pétur Blöndal segir engan vafa á að hinu opinbera beri að gera breytingar á því til hins betra; nefnilega, að það þjóni markmiði sínu að tryggja ökuleikni nemenda, frekar en að klekkja á þeim.
Bílar Samgöngur Bílpróf Tengdar fréttir „Við megum ekki nota tungumálið til að mismuna fólki“ Prófessor emeritus í íslensku fagnar því að til standi að breyta orðalagi bóklegra ökuprófa en það hefur verið gagnrýnt harðlega undanfarið, meðal annars af ökukennurum sem segja vísvitandi villt um fyrir próftökum með flóknu orðalagi og gamaldags setningagerð. 1. júní 2022 12:17 Bankið í ofninum: „Þetta er grimmt próf!” Viðbrögðin voru sterk við síðasta pistli um ökupróf hér á landi. Til þess er nú leikurinn gerður að vekja fólk til umhugsunar og því sjálfsagt að gera skil ábendingum sem berast. 12. febrúar 2022 10:00 Bankið í ofninum: Sér ökumaður betur frá sér í björtu með kveikt ljós? „Náði!“ Þannig hljóðuðu símaskilaboð frá syni mínum í lok janúar. Hann hafði sumsé lokið ökuprófi. 5. febrúar 2022 10:00 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Sjá meira
„Við megum ekki nota tungumálið til að mismuna fólki“ Prófessor emeritus í íslensku fagnar því að til standi að breyta orðalagi bóklegra ökuprófa en það hefur verið gagnrýnt harðlega undanfarið, meðal annars af ökukennurum sem segja vísvitandi villt um fyrir próftökum með flóknu orðalagi og gamaldags setningagerð. 1. júní 2022 12:17
Bankið í ofninum: „Þetta er grimmt próf!” Viðbrögðin voru sterk við síðasta pistli um ökupróf hér á landi. Til þess er nú leikurinn gerður að vekja fólk til umhugsunar og því sjálfsagt að gera skil ábendingum sem berast. 12. febrúar 2022 10:00
Bankið í ofninum: Sér ökumaður betur frá sér í björtu með kveikt ljós? „Náði!“ Þannig hljóðuðu símaskilaboð frá syni mínum í lok janúar. Hann hafði sumsé lokið ökuprófi. 5. febrúar 2022 10:00