Bandamenn deila um hvað eigi að gerast næst Samúel Karl Ólason skrifar 14. júní 2022 10:55 Íbúar Kænugarðs virða fyrir sér stél rússneskar orrustuþotu af gerðinni Su-25SM sem skotin var niður norður af Kænugarði í mars. Getty/Sergei Chuzavkov Sprungur virðast vera að myndast í samstöðu Vesturlanda gegn innrás Rússa í Úkraínu og eru ráðamenn sagðir deila um hvaða leiðir eigi að fara til að binda enda á átökin. Meðal þeirra spurninga sem eru til skoðunar eru hvort halda eigi áfram að einangra Rússlands og senda fleiri vopn til Úkraínu eða það hvort Úkraínumenn þurfi mögulega að sætta sig við að tapa landsvæði. Í frétt Reuters, þar sem rætt er við embættismenn víða í Vesturlöndum, segir að útlit sé fyrir að deilur muni koma upp og versna þegar á líður og stríðið og refsiaðgerðir gegn Rússlandi fara að hafa frekari slæm áhrif á hagkerfi heimsins. Samhliða því sé líklegt að pólitískur vilji við að standa við bakið á Úkraínu fari dvínandi á Vesturlöndum. Sérfræðingar og ráðamenn Vesturlanda hafa sagt að það sé eitthvað sem Pútín ætli að reiða sig á. Vilja fleiri og betri vopn Úkraínumenn hafa á undanförnum vikum kallað eftir sendingum þungavopna til Úkraínu og segjast nauðsynlega þurfa betra stórskotalið. Þar séu yfirburðir Rússa miklir og þeir hafi notað þá yfirburði til að sækja fram í Donbas. Í stuttu máli sagt, þá saka Rússar Vesturlönd um að draga átökin í Úkraínu á langinn með því að veita Úkraínumönnum vopn og gera þeim kleift að verja sig. Fyrir innrásina, sem Rússar kalla sértæka hernaðaraðgerð, kröfðust Rússar þess að Úkraína tæki upp hlutleysi, herinn yrði leystur upp og að Úkraínumenn viðurkenndu innlimun Krímskaga og samþykktu stofnun sjálfstæðra ríkja í Donetsk og Luhansk, sem yrðu svo innlimuð í rússneska sambandsríkið. Eftir að innrásin hófst bendir lítið til annars en Rússar hafi ætlað sér landvinninga í Úkraínu og nýleg ummæli Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, þar sem hann líkti sér við rússneska keisarann Pétur Mikla, styðja það. Macron, Scholz og Draghi á leið til Kænugarðs Leiðtogar Frakklands, Þýskalands og Ítalíu, eru sagðir á leið til Kænugarðs í vikunni og er það í fyrsta sinn síðan innrásin hófst. Leiðtogar Frakklands og Þýskalands hafa verið harðlega gagnrýndir vegna ummæla þeirra og aðgerða í kjölfar innrásarinnar. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hefur verið gagnrýndur fyrir að ræða ítrekað við Pútín og segja að mikilvægt sé að Pútín verði ekki smánaður vegna innrásarinnar, þar sem hersveitir Rússa standa frammi fyrir margvíslegum trúverðugum ásökunum um stríðsglæpi. Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, og Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, í Kænugarði í vikunni.æAP/Natacha Pisarenko Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, hefur verið gagnrýndur fyrir að heita Úkraínumönnum hinum og þessum vopnum og hergögnum en ekki standa við stóru orðin. Sömuleiðis fyrir það hvað Þjóðverjar eru háðir orku frá Rússlandi. Mario Draghi, forsætisráðherra Ítalíu, hefur staðið þétt við bakið á Úkraínumönnum og hefur jafnvel stutt það að Úkraína gangi fljótt til liðs við Evrópusambandið. Einn bandamaður Macrons sagði Reuters að munurinn á Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, og Boris Johnson, forsætirsáðherra Bretlands, annars vegar og Frakka hins vegar snerist um það hvort snúa ætti aftur til kalda stríðsins eða ekki. Hann sagði að á einhverjum tímapunkti myndu Vesturlönd þurfa að eiga viðræður við Pútín aftur og það sé í raun nauðsynlegt til að tryggja að stríðið verði eins stutt og mögulegt sé. Þýskur heimildarmaður fréttaveitunnar sagði Þjóðverja óttast að Vesturlönd væru að ýta undir það að Úkraínumenn settu sér óraunhæf markmið. Eins og það að ná mögulega aftur tökum á Krímskaga, sem Rússar hertóku árið 2014. Slík markmið gætu dregið stríðið á langinn. Þurfa að taka afstöðu New York Times segir að þessir leiðtogar og aðrir, þurfi fljótt að gera ljóst hvaða afstöðu þeir hafi til þess að senda frekari vopn til Úkraínu eða kalla frekar eftir friðarviðræðum við Rússa til að reyna að binda enda á stríðið. Úkraínumenn og aðrir bandamenn þeirra í Austur-Evrópu og þá sérstaklega í Póllandi og Eystrasaltsríkjunum, hafa þó ítrekað að það yrðu mistök. Það að gera Rússum kleift að halda landsvæðum í Úkraínu myndi gefa Rússum tíma til að byggja herafla sinn upp að nýju og gera aðra árás á Úkraínu eða jafnvel önnur ríki Austur-Evrópu á komandi árum. Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Tengdar fréttir Telja að fimmtán þúsund auðkýfingar muni flýja Rússland Talið er að um fimmtán þúsund auðkýfingar með auðæfi metin á yfir milljón dollara, 130 milljónir íslenskra króna, muni flýja Rússland á þessu ári. Um hundrað þúsund einstaklingar í Rússlandi eru milljónamæringar. 14. júní 2022 07:59 Vaktin: Sprungur að myndast í samstöðu Vesturlanda Rússum hefur nú tekist að eyðileggja allar þrjár brýrnar sem voru eina undankomuleið Úkraínumanna sem varið hafa borgina Severodonetsk síðustu vikur. Brýrnar tengdu borgina við aðra, Lysychansk, og nú á fólk sér engrar undankomu auðið hvorki hermenn né þeir almennu borgarar sem enn höfðu ekki flúið. 14. júní 2022 07:27 Aðeins ein brú eftir inn í Severodonetsk Harðir bardagar hafa haldið áfram í úkraínsku borginni Severodonetsk og segir héraðsstjórinn Serhiy Haidai ljóst að Rússar séu nú að reyna að einangra borgina að fullu og ná þar yfirráðum. Volodomir Selenskí Úkraínuforseti segir að nú sé barist um hvern einasta metra í borginni. 13. júní 2022 07:13 Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Innlent Fleiri fréttir Obama blæs Demókrötum í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Sjá meira
Í frétt Reuters, þar sem rætt er við embættismenn víða í Vesturlöndum, segir að útlit sé fyrir að deilur muni koma upp og versna þegar á líður og stríðið og refsiaðgerðir gegn Rússlandi fara að hafa frekari slæm áhrif á hagkerfi heimsins. Samhliða því sé líklegt að pólitískur vilji við að standa við bakið á Úkraínu fari dvínandi á Vesturlöndum. Sérfræðingar og ráðamenn Vesturlanda hafa sagt að það sé eitthvað sem Pútín ætli að reiða sig á. Vilja fleiri og betri vopn Úkraínumenn hafa á undanförnum vikum kallað eftir sendingum þungavopna til Úkraínu og segjast nauðsynlega þurfa betra stórskotalið. Þar séu yfirburðir Rússa miklir og þeir hafi notað þá yfirburði til að sækja fram í Donbas. Í stuttu máli sagt, þá saka Rússar Vesturlönd um að draga átökin í Úkraínu á langinn með því að veita Úkraínumönnum vopn og gera þeim kleift að verja sig. Fyrir innrásina, sem Rússar kalla sértæka hernaðaraðgerð, kröfðust Rússar þess að Úkraína tæki upp hlutleysi, herinn yrði leystur upp og að Úkraínumenn viðurkenndu innlimun Krímskaga og samþykktu stofnun sjálfstæðra ríkja í Donetsk og Luhansk, sem yrðu svo innlimuð í rússneska sambandsríkið. Eftir að innrásin hófst bendir lítið til annars en Rússar hafi ætlað sér landvinninga í Úkraínu og nýleg ummæli Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, þar sem hann líkti sér við rússneska keisarann Pétur Mikla, styðja það. Macron, Scholz og Draghi á leið til Kænugarðs Leiðtogar Frakklands, Þýskalands og Ítalíu, eru sagðir á leið til Kænugarðs í vikunni og er það í fyrsta sinn síðan innrásin hófst. Leiðtogar Frakklands og Þýskalands hafa verið harðlega gagnrýndir vegna ummæla þeirra og aðgerða í kjölfar innrásarinnar. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hefur verið gagnrýndur fyrir að ræða ítrekað við Pútín og segja að mikilvægt sé að Pútín verði ekki smánaður vegna innrásarinnar, þar sem hersveitir Rússa standa frammi fyrir margvíslegum trúverðugum ásökunum um stríðsglæpi. Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, og Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, í Kænugarði í vikunni.æAP/Natacha Pisarenko Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, hefur verið gagnrýndur fyrir að heita Úkraínumönnum hinum og þessum vopnum og hergögnum en ekki standa við stóru orðin. Sömuleiðis fyrir það hvað Þjóðverjar eru háðir orku frá Rússlandi. Mario Draghi, forsætisráðherra Ítalíu, hefur staðið þétt við bakið á Úkraínumönnum og hefur jafnvel stutt það að Úkraína gangi fljótt til liðs við Evrópusambandið. Einn bandamaður Macrons sagði Reuters að munurinn á Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, og Boris Johnson, forsætirsáðherra Bretlands, annars vegar og Frakka hins vegar snerist um það hvort snúa ætti aftur til kalda stríðsins eða ekki. Hann sagði að á einhverjum tímapunkti myndu Vesturlönd þurfa að eiga viðræður við Pútín aftur og það sé í raun nauðsynlegt til að tryggja að stríðið verði eins stutt og mögulegt sé. Þýskur heimildarmaður fréttaveitunnar sagði Þjóðverja óttast að Vesturlönd væru að ýta undir það að Úkraínumenn settu sér óraunhæf markmið. Eins og það að ná mögulega aftur tökum á Krímskaga, sem Rússar hertóku árið 2014. Slík markmið gætu dregið stríðið á langinn. Þurfa að taka afstöðu New York Times segir að þessir leiðtogar og aðrir, þurfi fljótt að gera ljóst hvaða afstöðu þeir hafi til þess að senda frekari vopn til Úkraínu eða kalla frekar eftir friðarviðræðum við Rússa til að reyna að binda enda á stríðið. Úkraínumenn og aðrir bandamenn þeirra í Austur-Evrópu og þá sérstaklega í Póllandi og Eystrasaltsríkjunum, hafa þó ítrekað að það yrðu mistök. Það að gera Rússum kleift að halda landsvæðum í Úkraínu myndi gefa Rússum tíma til að byggja herafla sinn upp að nýju og gera aðra árás á Úkraínu eða jafnvel önnur ríki Austur-Evrópu á komandi árum.
Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Tengdar fréttir Telja að fimmtán þúsund auðkýfingar muni flýja Rússland Talið er að um fimmtán þúsund auðkýfingar með auðæfi metin á yfir milljón dollara, 130 milljónir íslenskra króna, muni flýja Rússland á þessu ári. Um hundrað þúsund einstaklingar í Rússlandi eru milljónamæringar. 14. júní 2022 07:59 Vaktin: Sprungur að myndast í samstöðu Vesturlanda Rússum hefur nú tekist að eyðileggja allar þrjár brýrnar sem voru eina undankomuleið Úkraínumanna sem varið hafa borgina Severodonetsk síðustu vikur. Brýrnar tengdu borgina við aðra, Lysychansk, og nú á fólk sér engrar undankomu auðið hvorki hermenn né þeir almennu borgarar sem enn höfðu ekki flúið. 14. júní 2022 07:27 Aðeins ein brú eftir inn í Severodonetsk Harðir bardagar hafa haldið áfram í úkraínsku borginni Severodonetsk og segir héraðsstjórinn Serhiy Haidai ljóst að Rússar séu nú að reyna að einangra borgina að fullu og ná þar yfirráðum. Volodomir Selenskí Úkraínuforseti segir að nú sé barist um hvern einasta metra í borginni. 13. júní 2022 07:13 Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Innlent Fleiri fréttir Obama blæs Demókrötum í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Sjá meira
Telja að fimmtán þúsund auðkýfingar muni flýja Rússland Talið er að um fimmtán þúsund auðkýfingar með auðæfi metin á yfir milljón dollara, 130 milljónir íslenskra króna, muni flýja Rússland á þessu ári. Um hundrað þúsund einstaklingar í Rússlandi eru milljónamæringar. 14. júní 2022 07:59
Vaktin: Sprungur að myndast í samstöðu Vesturlanda Rússum hefur nú tekist að eyðileggja allar þrjár brýrnar sem voru eina undankomuleið Úkraínumanna sem varið hafa borgina Severodonetsk síðustu vikur. Brýrnar tengdu borgina við aðra, Lysychansk, og nú á fólk sér engrar undankomu auðið hvorki hermenn né þeir almennu borgarar sem enn höfðu ekki flúið. 14. júní 2022 07:27
Aðeins ein brú eftir inn í Severodonetsk Harðir bardagar hafa haldið áfram í úkraínsku borginni Severodonetsk og segir héraðsstjórinn Serhiy Haidai ljóst að Rússar séu nú að reyna að einangra borgina að fullu og ná þar yfirráðum. Volodomir Selenskí Úkraínuforseti segir að nú sé barist um hvern einasta metra í borginni. 13. júní 2022 07:13