Ráðning Burnley á Kompany hefur legið í loftinu í þónokkurn tíma en félagið tilkynnti um ráðningu Belgans í dag. Kompany hætti sem þjálfari uppeldisfélags síns Anderlecht í heimalandinu fyrr í vor.
Kompany er aðeins 36 ára gamall og hóf þjálfaraferil sinn hjá Anderlecht sem spilandi þjálfari tímabilið 2019-20 eftir að hafa yfirgefið Manchester City eftir tólf ár hjá félaginu.
„Burnley er sannarlega sögulegt enskt félag og það er heiður að vera ráðinn þjálfari aðalliðs þess,“ er haft eftir Kompany í tilkynningu Burnley.
Íslenski landsliðsmaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson er leikmaður Burnley og á eitt ár eftir af samningi sínum. Hann spilaði aðeins 18 leiki á liðnu tímabili þar sem hann var mikið frá vegna meiðsla.
We are delighted to confirm the appointment of Vincent Kompany as first-team manager.
— Burnley FC (@BurnleyOfficial) June 14, 2022
Welcome to Burnley, @vincentkompany! #WelcomeKompany | #UTC