Lögregluna grunar að bræðurnir hafi setið fyrir mönnunum þegar þeir sigldu niður ánna Itaquaí í Brasilíu en blóð hefur fundist í báti bróðurins sem var handtekinn fyrst.
Á sunnudaginn fundust hlutir sem eru taldir vera í eigu mannanna sem hurfu, til dæmis fartölva og klæðnaður. Þá hafa einnig fundist mögulegar líkamsleifar þeirra en ekki er búið að staðfesta það.
Alex Perez, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni í Brasilíu, segir í samtali við BBC að vitni geti staðsett báða bræðurna við ánna daginn sem mennirnir hurfu. Bróðirinn sem var handtekinn í gær segist þó ekki hafa yfirgefið heimili sitt þann dag.