Breiðablik vildi áfrýja leikbanni Omar Sowe: Beiðninni hafnað Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. júní 2022 11:00 Omar Sowe var úrskurðaður í tveggja leikja bann. vísir/Hulda Margrét Breiðablik, topplið Bestu deildar karla í fótbolta, óskaði eftir að áfrýja niðurstöðu aga- og úrskurðarnefndar Knattspyrnusambands Íslands í máli Omar Sowe. Hann var dæmdur í tveggja leikja bann eftir að stuðst var við myndbandsupptöku af atviki sem átti sér stað í leik Leiknis Reykjavíkur og Breiðabliks. Þetta staðfestir framkvæmdastjóri Breiðabliks, Eysteinn Pétur Lárusson, í samtali við Fótbolta.net. Þar segir Eysteinn Pétur meðal annars að „reglugerð KSÍ varðandi þessi ma´l var breytt í fyrra.“ Sowe var dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að gefa Brynjari Hlöðverssyni, leikmanni Leiknis, olnbogaskot í leik liðanna fyrir landsleikjahlé. Stuðst var við myndbandstupptöku en ekkert var dæmt á meðan leik stóð. Breiðablik vann leikinn 2-1 og er sem fyrr með fullt hús stiga á toppi Bestu deildarinnar þegar átta umferðum er lokið. Eysteinn Pétur segist einnig að Blikum hafi fundist „mikilvægt að fá úrlausn áfrýjunardómstólsins um notkun á myndbandsupptökum almennt.“ Hann segir Blika telja að regluverkið sé ekki nægilega skýrt og því hafi þeir óskað eftir að leyfi til að áfrýja niðurstöðunni. „Því var hafnað, við fengum það svar í dag. Það er svo sem ekkert meira um það að segja og bara áfram gakk,“ sagði Eysteinn Pétur ennfremur. Eysteinn Pétur, framkvæmdastjóri Breiðabliks.Breiðablik Framkvæmdastjórinn tekur fram að Breiðablik hafi viljað svör við því hvenær á að notast við myndbandsupptökur og hvenær ekki þar sem það er ekki alltaf sami búnaður til staðar á hverjum velli fyrir sig. „Við unum þessu, erum búnir að fá höfnun á þessa áfrýjun en finnst að það þurfi að skýra þetta betur út. Það þarf ekkert að gera stærra mál úr þessu. Hann er í tveggja leikja banni og áfram gakk,“ sagði Eysteinn Pétur að lokum við Fótbolti.net. Breiðablik verður því án Omar Sowe gegn Val á morgun, fimmtudag, og gegn KA á mánudaginn kemur. Breiðablik verður einnig án Ísaks Snæs Þorvaldssonar en hann er í leikbanni eftir að hafa sankað að sér fjórum gulum spjöldum á leiktíðinni. Besta deild karla fer aftur af stað í kvöld eftir landsleikjahlé með tveimur leikjum. ÍBV mætir Íslands- og bikarmeisturum Víkings í Vestmannaeyjum klukkan 18.00. Stórveldin KR og ÍA mætast í Vesturbænum klukkan 19.00. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Stúkan er svo á dagskrá klukkan 21.00. Fótbolti Íslenski boltinn Breiðablik Besta deild karla Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Fótbolti Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Fótbolti „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Körfubolti Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Enski boltinn Indriði kominn heim í KR Íslenski boltinn Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Valur - Fylkir 4-2 | Loksins Valssigur Íslenski boltinn Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fylkir - Breiðablik 4-3 | Fylkir lagði toppliðið í sjö marka leik Íslenski boltinn Tuttugu ár síðan KR braut ísinn þykka Íslenski boltinn Komið að leiðarlokum hjá Páli Viðari og Magna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Sjá meira
Þetta staðfestir framkvæmdastjóri Breiðabliks, Eysteinn Pétur Lárusson, í samtali við Fótbolta.net. Þar segir Eysteinn Pétur meðal annars að „reglugerð KSÍ varðandi þessi ma´l var breytt í fyrra.“ Sowe var dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að gefa Brynjari Hlöðverssyni, leikmanni Leiknis, olnbogaskot í leik liðanna fyrir landsleikjahlé. Stuðst var við myndbandstupptöku en ekkert var dæmt á meðan leik stóð. Breiðablik vann leikinn 2-1 og er sem fyrr með fullt hús stiga á toppi Bestu deildarinnar þegar átta umferðum er lokið. Eysteinn Pétur segist einnig að Blikum hafi fundist „mikilvægt að fá úrlausn áfrýjunardómstólsins um notkun á myndbandsupptökum almennt.“ Hann segir Blika telja að regluverkið sé ekki nægilega skýrt og því hafi þeir óskað eftir að leyfi til að áfrýja niðurstöðunni. „Því var hafnað, við fengum það svar í dag. Það er svo sem ekkert meira um það að segja og bara áfram gakk,“ sagði Eysteinn Pétur ennfremur. Eysteinn Pétur, framkvæmdastjóri Breiðabliks.Breiðablik Framkvæmdastjórinn tekur fram að Breiðablik hafi viljað svör við því hvenær á að notast við myndbandsupptökur og hvenær ekki þar sem það er ekki alltaf sami búnaður til staðar á hverjum velli fyrir sig. „Við unum þessu, erum búnir að fá höfnun á þessa áfrýjun en finnst að það þurfi að skýra þetta betur út. Það þarf ekkert að gera stærra mál úr þessu. Hann er í tveggja leikja banni og áfram gakk,“ sagði Eysteinn Pétur að lokum við Fótbolti.net. Breiðablik verður því án Omar Sowe gegn Val á morgun, fimmtudag, og gegn KA á mánudaginn kemur. Breiðablik verður einnig án Ísaks Snæs Þorvaldssonar en hann er í leikbanni eftir að hafa sankað að sér fjórum gulum spjöldum á leiktíðinni. Besta deild karla fer aftur af stað í kvöld eftir landsleikjahlé með tveimur leikjum. ÍBV mætir Íslands- og bikarmeisturum Víkings í Vestmannaeyjum klukkan 18.00. Stórveldin KR og ÍA mætast í Vesturbænum klukkan 19.00. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Stúkan er svo á dagskrá klukkan 21.00.
Fótbolti Íslenski boltinn Breiðablik Besta deild karla Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Fótbolti Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Fótbolti „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Körfubolti Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Enski boltinn Indriði kominn heim í KR Íslenski boltinn Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Valur - Fylkir 4-2 | Loksins Valssigur Íslenski boltinn Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fylkir - Breiðablik 4-3 | Fylkir lagði toppliðið í sjö marka leik Íslenski boltinn Tuttugu ár síðan KR braut ísinn þykka Íslenski boltinn Komið að leiðarlokum hjá Páli Viðari og Magna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fylkir - Breiðablik 4-3 | Fylkir lagði toppliðið í sjö marka leik Íslenski boltinn
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fylkir - Breiðablik 4-3 | Fylkir lagði toppliðið í sjö marka leik Íslenski boltinn