Fordæmalaus flóð í Yellowstone Magnús Jochum Pálsson skrifar 15. júní 2022 11:10 Hús togast með straumnum í bænum Red Lodge í Montana. Meira en hundrað hús hafa orðið fyrir flóðunum samkvæmt opinberum aðilum. Matthew Brown/AP Fordæmalaus flóð í Yellowstone þjóðgarði hafa tætt í sig norðurhluta þjóðgarðsins og skolað burt brúm, vegum og húsum. Enginn hefur slasast eða látist í flóðunum en meira en 10.000 gestir hafa þurft að yfirgefa þjóðgarðinn. Í frétt AP um málið kemur fram að vatnsborð Yellowstone-ár hafi náð sögulegum hæðum í vikunni eftir miklar rigningar og hraðar leysingar sem leiddi til þess að skálar skoluðust til, rafmagn datt út og smábæir fylltust af vatni í suðurhluta Montana og norðurhluta Wyoming. Mikið magn rigningarvatns og hröð snjóbræðslu voru þess valdandi að vatnsyfirborð árinnar hækkað um rúma 200 millímetra. Slíkt magn úrkomu fellur venjulega á þremur mánuðum á svæðinu en féll nú á þremur dögum. Hér fyrir neðan má sjá myndbönd frá svæðinu: Klippa: Flóð í Yellowstone Í samtali við CNN sagði Laura Jones, starfsmaður þyrlufyrirtækisins Rocky Mountain Roads, að fyrirtækið hefði þurft að ferja um 40 manns með þyrlu frá smábænum Gardiner vegna flóðanna. Enn hefur ekki þurft að bjarga neinum í bráðri lífshættu, þeir sem hafa verið fluttir hafa strandað vegna flóðanna og þurft hjálp við að koma sér burt. Vond tímasetning fyrir afmælisbarnið Hluti vegar í Yellowstone-þjóðgarði hefur eyðilagst vegna ágangs árinnar.National Park Service/AP Samkvæmt Cam Sholly, forstöðumanni Yellowstone þjóðgarðs, verður þjóðgarðurinn að minnsta kosti lokaður út næstu viku og norðuraðgangar garðsins munu hugsanlega ekki opna aftur í sumar. „Ég heyrði að þetta væri 1.000-ára viðburður, hvað sem það þýðir þessa dagana. Þeir virðast eiga sér stað æ oftar,“ sagði forstöðumaðurinn um flóðin. Flóðin koma á sérstaklega vondum tíma, einmitt þegar sumarvertíð þjóðgarðsins, sem dregur að milljónir ferðamanna, er að hefjast og í ofanálag á 150 ára afmæli þessa elsta þjóðgarðs Bandaríkjanna. Náttúruhamfarir Bandaríkin Loftslagsmál Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Sjá meira
Í frétt AP um málið kemur fram að vatnsborð Yellowstone-ár hafi náð sögulegum hæðum í vikunni eftir miklar rigningar og hraðar leysingar sem leiddi til þess að skálar skoluðust til, rafmagn datt út og smábæir fylltust af vatni í suðurhluta Montana og norðurhluta Wyoming. Mikið magn rigningarvatns og hröð snjóbræðslu voru þess valdandi að vatnsyfirborð árinnar hækkað um rúma 200 millímetra. Slíkt magn úrkomu fellur venjulega á þremur mánuðum á svæðinu en féll nú á þremur dögum. Hér fyrir neðan má sjá myndbönd frá svæðinu: Klippa: Flóð í Yellowstone Í samtali við CNN sagði Laura Jones, starfsmaður þyrlufyrirtækisins Rocky Mountain Roads, að fyrirtækið hefði þurft að ferja um 40 manns með þyrlu frá smábænum Gardiner vegna flóðanna. Enn hefur ekki þurft að bjarga neinum í bráðri lífshættu, þeir sem hafa verið fluttir hafa strandað vegna flóðanna og þurft hjálp við að koma sér burt. Vond tímasetning fyrir afmælisbarnið Hluti vegar í Yellowstone-þjóðgarði hefur eyðilagst vegna ágangs árinnar.National Park Service/AP Samkvæmt Cam Sholly, forstöðumanni Yellowstone þjóðgarðs, verður þjóðgarðurinn að minnsta kosti lokaður út næstu viku og norðuraðgangar garðsins munu hugsanlega ekki opna aftur í sumar. „Ég heyrði að þetta væri 1.000-ára viðburður, hvað sem það þýðir þessa dagana. Þeir virðast eiga sér stað æ oftar,“ sagði forstöðumaðurinn um flóðin. Flóðin koma á sérstaklega vondum tíma, einmitt þegar sumarvertíð þjóðgarðsins, sem dregur að milljónir ferðamanna, er að hefjast og í ofanálag á 150 ára afmæli þessa elsta þjóðgarðs Bandaríkjanna.
Náttúruhamfarir Bandaríkin Loftslagsmál Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Sjá meira