Leikurinn í Vesturbænum var kaflaskiptur. Gestirnir frá Akranesi komust yfir þökk sé marki Eyþórs Arons Wöhler. Ægir Jarl Jónasson jafnaði metin og þar við sat í hálfleik. Atli Sigurjónsson kom KR yfir í upphafi síðari hálfleiks en gestirnir svöruðu með tveimur mörkum frá Eyþóri Aroni og Steinari Þorsteinssyni.
Alex Davey varð svo fyrir því óláni að skora sjálfsmark undir lok leiks og lokatölur því 3-3.
Í Eyjum voru Íslands- og bikarmeistarar Víkings í heimsókn. Víkingar áttu fyrri hálfleikinn með húð og hár. Oliver Ekroth kom þeim yfir snemma leik og Erlingur Agnarsson bætti við marki áður en fyrri hálfleik var lokið.
Í þeim síðari vöknuðu heimamenn og fengu urmul færa. Þeim tókst ekki að nýta þau og Ari Sigurpálsson gulltryggði sigur Íslandsmeistaranna með þriðja marki þeirra þegar stundarfjórðungur lifði leiks. Lokatölur 0-3 og ÍBV enn án sigurs.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.