Fram kemur í tilkynningu frá Landspítala að nauðsynlegt sé að bregðast við með þessum hætti en ráðstafanirnar tóku gildi klukkan 12 í dag, fimmtudaginn 16. júní.
Nú ber öllum starfsmönnum og gestum að nota grímu á spítalanum. Þá takmarkast heimsóknartími aðstandenda við einn gest í eina klukkustund.
Útbreiðsla Covid-19 sjúkdómsins hefur farið vaxandi síðustu daga en nú greinast um og yfir tvö hundruð manns með sjúkdóminn á dag. Fjöldi þeirra með Covid er þó líklega meiri en margir greinast með heimaprófi og fá greininguna því ekki staðfesta með opinberu prófi.