„Er heill núna en út af nokkrum ástæðum gaf ég ekki kost á mér“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. júní 2022 14:30 Alfreð segist ekki vera hættur í íslenska landsliðinu. Vísir/Vilhelm Sóknarmaðurinn Alfreð Finnbogason segist alls ekki hættur með íslenska landsliðinu. Hann segir að aðstæður undanfarin tvö ár ekki hafa boðið upp á að taka þátt í verkefnum íslenska landsliðsins. Landsliðsframherjinn var gestur nýjasta þáttar hlaðvarpsins Chess After Dark. Í þættinum er farið yfir víðan völl og er landsliðsframherjinn meðal annars spurður út í hvort fórnir sem hann hafi fært til að spila fyrir íslenska landsliðið hafi haft áhrif á félagsliðaferil hans og meiðslasögu. Þá var Alfreð spurður út í stöðu sína með íslenska landsliðinu en hann hefur ekki spilað leik fyrir A-landslið Íslands síðan 15. nóvember árið 2020. „Engin spurning, ég er opinn fyrir því. Ég er ekki hættur. Aðstæður hafa verið þannig síðustu tvö ár að þegar landsliðshópurinn er valinn hef ég ekki verið heill eða nýkominn úr meiðslum.“ „Ég er heill núna en út af nokkrum ástæðum gaf ég ekki kost á mér. Meðal annars af því ég er að verða samningslaus, margar ástæður fyrir því en ég vona og trúi því að ég muni spila aftur fyrir Íslands hönd.“ „Þetta eru skrítnir tímar, rosalega erfitt að koma á eftir svona frábærum árangri. Ekkert búið að vera eðlilegt sem er búið að ganga á í þessu samfélagi síðustu tvö árin, það hefur bitnað á liðinu. En það eru að koma mjög spennandi leikmenn, ókosturinn við okkur Íslendinga að við höfum ekki þessa sömu breidd eins og önnur lið,“ sagði Alfreð aðspurður hvernig sér litist á liðið núna. „Á endanum vill Arnar Þór [Viðarsson, landsliðsþjálfari] bara vinna fótboltaleiki. Allir sem eru í landsliðinu vilja vinna fótboltaleiki. Þú velur bara besta liðið hverju sinni, þú hefur ekkert efni á því í íslenska landsliðinu að ákveða að spila liðinu sem verður gott eftir fimm ár.“ Alfreð Finnbogason í leik með íslenska landsliðinu.vísir/vilhelm „Það atvikaðist þannig að það eru rosalega margir ungir leikmenn að fá tækifæri, svipað og þegar við komum inn í liðið á sínum tíma. Það er líka af því þeir eru góðir. Að mörgu leyti hefði þeirra tími mögulega komis taðeins seinna og mér finnst ef þú værir með nokkra eldri leikmenn sem gætu hjálpað þeim að taka þessi skref.“ „Ungum leikmönnum fylgir óstöðugleiki svo það er eðlilegt að frammistöðurnar séu upp og niður á þessum tíma. En margir mjög spennandi leikmenn að koma upp og spennandi tímar framundan.“ Hinn 33 ára gamli Alfreð er í dag samningslaus og ekki er víst hvað framtíðin ber í skauti sér. Alls hefur hann spilað 61 A-landsleik og skorað 15 mörk. Fótbolti Landslið karla í fótbolta Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Íslenski boltinn Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Fleiri fréttir Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Sjá meira
Landsliðsframherjinn var gestur nýjasta þáttar hlaðvarpsins Chess After Dark. Í þættinum er farið yfir víðan völl og er landsliðsframherjinn meðal annars spurður út í hvort fórnir sem hann hafi fært til að spila fyrir íslenska landsliðið hafi haft áhrif á félagsliðaferil hans og meiðslasögu. Þá var Alfreð spurður út í stöðu sína með íslenska landsliðinu en hann hefur ekki spilað leik fyrir A-landslið Íslands síðan 15. nóvember árið 2020. „Engin spurning, ég er opinn fyrir því. Ég er ekki hættur. Aðstæður hafa verið þannig síðustu tvö ár að þegar landsliðshópurinn er valinn hef ég ekki verið heill eða nýkominn úr meiðslum.“ „Ég er heill núna en út af nokkrum ástæðum gaf ég ekki kost á mér. Meðal annars af því ég er að verða samningslaus, margar ástæður fyrir því en ég vona og trúi því að ég muni spila aftur fyrir Íslands hönd.“ „Þetta eru skrítnir tímar, rosalega erfitt að koma á eftir svona frábærum árangri. Ekkert búið að vera eðlilegt sem er búið að ganga á í þessu samfélagi síðustu tvö árin, það hefur bitnað á liðinu. En það eru að koma mjög spennandi leikmenn, ókosturinn við okkur Íslendinga að við höfum ekki þessa sömu breidd eins og önnur lið,“ sagði Alfreð aðspurður hvernig sér litist á liðið núna. „Á endanum vill Arnar Þór [Viðarsson, landsliðsþjálfari] bara vinna fótboltaleiki. Allir sem eru í landsliðinu vilja vinna fótboltaleiki. Þú velur bara besta liðið hverju sinni, þú hefur ekkert efni á því í íslenska landsliðinu að ákveða að spila liðinu sem verður gott eftir fimm ár.“ Alfreð Finnbogason í leik með íslenska landsliðinu.vísir/vilhelm „Það atvikaðist þannig að það eru rosalega margir ungir leikmenn að fá tækifæri, svipað og þegar við komum inn í liðið á sínum tíma. Það er líka af því þeir eru góðir. Að mörgu leyti hefði þeirra tími mögulega komis taðeins seinna og mér finnst ef þú værir með nokkra eldri leikmenn sem gætu hjálpað þeim að taka þessi skref.“ „Ungum leikmönnum fylgir óstöðugleiki svo það er eðlilegt að frammistöðurnar séu upp og niður á þessum tíma. En margir mjög spennandi leikmenn að koma upp og spennandi tímar framundan.“ Hinn 33 ára gamli Alfreð er í dag samningslaus og ekki er víst hvað framtíðin ber í skauti sér. Alls hefur hann spilað 61 A-landsleik og skorað 15 mörk.
Fótbolti Landslið karla í fótbolta Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Íslenski boltinn Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Fleiri fréttir Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Sjá meira