Af hverju bjóðum við okkur fram í aðalstjórn SÁÁ Elísabet Dottý Kristjánsdóttir og Erla Björg Sigurðardóttir skrifa 16. júní 2022 15:01 Við stöllur bjóðum fram krafta okkar í aðalstjórn SÁÁ vegna þess að við viljum að starfsemi samtakanna sé áfram í þágu vímuefnasjúkra og fjölskylda þeirra eins og verið hefur hingað til. Megin tilgangur samtakanna hefur verið frá stofnun þeirra að útrýma fordómum gagnvart vímuefnasjúkdómum og starfrækja sjúkrahús, inniliggjandi eftirmeðferð, göngudeild og félagsleg úrræði. Samtökin eru almannasamtök og stofnuð af öflugum frumkvöðlum sem höfðu fengið lausn á sínum vanda í Bandaríkjunum og við þekkjum öll söguna síðan. Stjórnarhættir núverandi stjórnar samrýmast ekki lögum samtakanna og sem hefur gert þau að lokuðum hagsmunasamtökum starfsmanna í stað opinna grasrótarsamtaka sem berjast fyrir hagsmunum vímuefnasjúkra. Fyrir liggur að núverandi stjórn ætlar að breyta lögum samtakanna sem styrkir þau enn betur í sessi sem hagsmunasamtök starfsmanna. Allt frá upphafi samtakanna árið 1977 hefur önnur okkar og hin frá árinu 1983 átt tengsl við SÁÁ með fleiri en einum hætti. Við eigum það sameiginlegt að hafa þegið þjónustu SÁÁ og fengið aukin lífsgæði og betra líf fyrir okkur sjálfar, fjölskyldur okkar svo ekki sé talað um að við höfum verið betri þjóðfélagsþegnar. Auk þess að vera notendur þjónustu SÁÁ höfum við verið samstarfsmenn, tekið þátt í ýmsu félagsstarfi sælla minninga og önnur okkar verið starfsmaður og setið í framkvæmdarstjórn samtakanna. Við höfum margþætta reynslu af störfum innan velferðarþjónustunnar í málaflokki um vímuefnavandann svo sem ráðgjöf í meðferð, félagsþjónustu, starfsemi búsetuúrræða bæði fyrir einstaklinga í bata og þá sem hafa dvalið í skaðaminnkandi úrræðum. Við höfum áhyggjur af framtíð vímuefnameðferðar í landinu, fyrir hönd núverandi og komandi kynslóða og ekki að ástæðu lausu. Við viljum koma inn í aðalstjórn samtakanna til að hafa áhrif á framtíð þeirra fyrst og fremst og koma í veg fyrir að núverandi stjórn fari með samtökin og starfsemi þeirra í algjört þrot. Áhyggjur okkar eru vegna þeirra ófara sem hafa dunið á í tíð núverandi framkvæmdarstjórnar og hefur verið þó nokkuð fjallað um í fjölmiðlum s.s. kæra Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) til héraðsaksóknara og kæru til landlæknisembættis. Það slær mann hvað viðbrögð stjórnar og starfsmanna við þeim vanda sem snýr að þessu eru forkastanleg og lýsa afneitun á stöðu mála. Einnig er vert að hafa áhyggjur af áherslubreytingum í meðferðinni varðandi afköst og að ekki er unnið með að fækka á biðlista eftir meðferð. Þá virðist halla undan fæti varðandi megin þátt starfseminnar sem er í höndum áfengis-og vímuefnaráðgjafa þar sem dregið hefur verið markvist úr kennslu, handleiðslu og endurmenntun fyrir áfengis- og vímuefnaráðgjafanema og ráðgjafa, undanfarin 4 ár. Hjarta okkar slær með vímuefnasjúkum og fjölskyldum þeirra og vilji okkar er að efla ráðgjafastéttina, hafa öflugt sjúkrahús (Vogur) með sérhæfðum læknum, hjúkrunarfræðingum og sjúkraliðum til að sinna veikum, bráðveikum og langveikum einstaklingum með vímuefnasýki. Það er þekkt að afleiðingar neyslu áfengi og/eða annarra vímuefna geta verið margvíslegar og ekki síst á félagslega þætti s.s. brottfall úr námi, atvinnumissir, skertrar starfsgetu, skilnaður, vanræksla, afbrot ofl. sem getur leitt til einangrunar, fátæktar og oft á tíðum heimlisileysis. Áhersla okkar er einnig á að auka tengsl enn betur við velferðarþjónustu og auka þannig bataauð þeirra sem koma í meðferð. Efla tengsl við félagsþjónustu, starfsendurhæfingu og öldrunarþjónustu. Samþætta þannig þjónustu meðferðarsviðs og annarrar velferðarþjónustu sem varðar húsnæðismál, atvinnumál, og þjónustu vegna sértæks vanda sem afleiðingu af neyslu og er á höndum félagsþjónustu, almennrar heilsugæslu, Vinnumálastofnunar, Virk ofl. að leysa. Elísabet Dottý Kristjánsdóttir og Erla Björg Sigurðardóttir félagar í SÁÁ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Félagasamtök SÁÁ Kæra Sjúkratrygginga vegna starfshátta SÁÁ Mest lesið Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Við stöllur bjóðum fram krafta okkar í aðalstjórn SÁÁ vegna þess að við viljum að starfsemi samtakanna sé áfram í þágu vímuefnasjúkra og fjölskylda þeirra eins og verið hefur hingað til. Megin tilgangur samtakanna hefur verið frá stofnun þeirra að útrýma fordómum gagnvart vímuefnasjúkdómum og starfrækja sjúkrahús, inniliggjandi eftirmeðferð, göngudeild og félagsleg úrræði. Samtökin eru almannasamtök og stofnuð af öflugum frumkvöðlum sem höfðu fengið lausn á sínum vanda í Bandaríkjunum og við þekkjum öll söguna síðan. Stjórnarhættir núverandi stjórnar samrýmast ekki lögum samtakanna og sem hefur gert þau að lokuðum hagsmunasamtökum starfsmanna í stað opinna grasrótarsamtaka sem berjast fyrir hagsmunum vímuefnasjúkra. Fyrir liggur að núverandi stjórn ætlar að breyta lögum samtakanna sem styrkir þau enn betur í sessi sem hagsmunasamtök starfsmanna. Allt frá upphafi samtakanna árið 1977 hefur önnur okkar og hin frá árinu 1983 átt tengsl við SÁÁ með fleiri en einum hætti. Við eigum það sameiginlegt að hafa þegið þjónustu SÁÁ og fengið aukin lífsgæði og betra líf fyrir okkur sjálfar, fjölskyldur okkar svo ekki sé talað um að við höfum verið betri þjóðfélagsþegnar. Auk þess að vera notendur þjónustu SÁÁ höfum við verið samstarfsmenn, tekið þátt í ýmsu félagsstarfi sælla minninga og önnur okkar verið starfsmaður og setið í framkvæmdarstjórn samtakanna. Við höfum margþætta reynslu af störfum innan velferðarþjónustunnar í málaflokki um vímuefnavandann svo sem ráðgjöf í meðferð, félagsþjónustu, starfsemi búsetuúrræða bæði fyrir einstaklinga í bata og þá sem hafa dvalið í skaðaminnkandi úrræðum. Við höfum áhyggjur af framtíð vímuefnameðferðar í landinu, fyrir hönd núverandi og komandi kynslóða og ekki að ástæðu lausu. Við viljum koma inn í aðalstjórn samtakanna til að hafa áhrif á framtíð þeirra fyrst og fremst og koma í veg fyrir að núverandi stjórn fari með samtökin og starfsemi þeirra í algjört þrot. Áhyggjur okkar eru vegna þeirra ófara sem hafa dunið á í tíð núverandi framkvæmdarstjórnar og hefur verið þó nokkuð fjallað um í fjölmiðlum s.s. kæra Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) til héraðsaksóknara og kæru til landlæknisembættis. Það slær mann hvað viðbrögð stjórnar og starfsmanna við þeim vanda sem snýr að þessu eru forkastanleg og lýsa afneitun á stöðu mála. Einnig er vert að hafa áhyggjur af áherslubreytingum í meðferðinni varðandi afköst og að ekki er unnið með að fækka á biðlista eftir meðferð. Þá virðist halla undan fæti varðandi megin þátt starfseminnar sem er í höndum áfengis-og vímuefnaráðgjafa þar sem dregið hefur verið markvist úr kennslu, handleiðslu og endurmenntun fyrir áfengis- og vímuefnaráðgjafanema og ráðgjafa, undanfarin 4 ár. Hjarta okkar slær með vímuefnasjúkum og fjölskyldum þeirra og vilji okkar er að efla ráðgjafastéttina, hafa öflugt sjúkrahús (Vogur) með sérhæfðum læknum, hjúkrunarfræðingum og sjúkraliðum til að sinna veikum, bráðveikum og langveikum einstaklingum með vímuefnasýki. Það er þekkt að afleiðingar neyslu áfengi og/eða annarra vímuefna geta verið margvíslegar og ekki síst á félagslega þætti s.s. brottfall úr námi, atvinnumissir, skertrar starfsgetu, skilnaður, vanræksla, afbrot ofl. sem getur leitt til einangrunar, fátæktar og oft á tíðum heimlisileysis. Áhersla okkar er einnig á að auka tengsl enn betur við velferðarþjónustu og auka þannig bataauð þeirra sem koma í meðferð. Efla tengsl við félagsþjónustu, starfsendurhæfingu og öldrunarþjónustu. Samþætta þannig þjónustu meðferðarsviðs og annarrar velferðarþjónustu sem varðar húsnæðismál, atvinnumál, og þjónustu vegna sértæks vanda sem afleiðingu af neyslu og er á höndum félagsþjónustu, almennrar heilsugæslu, Vinnumálastofnunar, Virk ofl. að leysa. Elísabet Dottý Kristjánsdóttir og Erla Björg Sigurðardóttir félagar í SÁÁ.
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun