Lögmaður Spacey segir að hann neiti alfarið öllum ásökunum um glæp. Leikarinnar þurfti þó ekki að taka afstöðu til sakarefnisins við fyrirtökuna í dag. Brotin á Spacey að hafa framið á árunum 2005 til 2013.
Fyrirtakan tók aðeins hálftíma og fékk Spacey tryggingalausn án skilyrða, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Spacey er búsettur í Bandaríkjunum með fjölskyldu sinni.
Spacey er sakaður um tvö kynferðisbrot gegn karlmanni í mars árið 2005, kynferðisárás á karlmann og að hafa neytt hann til kynlífs án samþykkis í ágúst 2008 og kynferðisárás á karlmann í apríl árið 2013.
Fjöldi ljósmyndara og fréttamanna tók á móti Spacey þegar hann kom og fór úr dómshúsinu í London. Þurftu öryggisverðir að greiða götu hans svo að hann kæmist leiðar sinnar.